Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Óháð­an að­ila þarf til að ræða við for­eldra þeirra 937 barna sem breytt­ur opn­un­ar­tími leik­skóla í Reykja­vík nær til, að mati móð­ur í Hafnar­firði sem bar­ist hef­ur gegn breyt­ing­unni. Sam­kvæmt til­lögu Dags B. Eggerts­son­ar eiga leik­skóla­stjórn­end­ur að eiga sam­tal­ið.

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu
Hildur Björk Pálsdóttir Hildur segir foreldar vera setta í þá stöðu að segja að þeirra tími sé verðmætari en leikskólakennara.

Móðir sem á börn á leikskóla varar við því að leikskólastjórnendur verði fengnir til að ræða við foreldra sem fyrirhuguð stytting opnunartíma leikskóla hefur áhrif á. Hún telur að niðurstöður slíkrar könnunar yrðu skakkar og mikilvægt sé að fá óháðan aðila til verksins. Að öðrum kosti séu foreldrar settir í þá stöðu að þurfa að segja sinn tíma verðmætari en leikskólakennara.

Tillaga um að stytta almennan opnunartíma leikskóla í Reykjavík þannig að þeim verði lokað 16.30 í stað 17.00 áður liggur nú fyrir borgarráði. Breytingin tæki gildi 1. apríl, en heimilt yrði að sækja um aðlögunarfrest til 1. ágúst vegna sérstakra ástæðna.

Til stendur að ræða við foreldra þeirra 937 barna sem breytingin nær til, en borgaryfirvöld hafa ekki útlistað með hvaða hætti það verður gert. Í viðtali við Stundina lagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, áherslu á samráð við hagsmunasamtök þeirra, en ekki beint samtal. Í tillögu til borgarráðs lagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hins vegar til að leikskólastjórnendur muni ræða við foreldrana.

Hildur Björk Pálsdóttir er með dætur sínar á leikskóla í Hafnarfirði, en þar tók svipuð ákvörðun gildi um áramótin. „Úr Hafnarfirði þurfa foreldar yfirleitt að keyra lengur í vinnu, þannig að með átta og hálfs tíma dvöl gengur yfirleitt ekki að skila af sér átta tíma vinnudegi,“ segir hún. „Ég óskaði eftir að fá níu klukkustundir og fékk það samþykkt. En ég er búin að vera hávær um málaflokkinn, skrifa grein, fara í viðtal og safna undirskriftum. Allir foreldrar sem ég hef talað við hafa sagt við mig að ég hafi fengið undanþágu til þess að ég hætti að skipta mér af þessu. En þó ég sé mjög glöð með að hafa fengið níu tíma er þetta áfram baráttumál fyrir mér þar sem þetta er ekki bara ósanngjarnt fyrir mína fjölskyldu.“

Hún segir foreldra hafa verið setta í óþægilega stöðu með breytingunum. „Við höfum verið markvisst í því að minnka streituvalda og álag og sveigjanleikinn skipti miklu máli með það,“ segir hún. „Eftir að ég fékk þetta samþykkt sótti systir mín stelpurnar einn daginn og ég notaði ekki þessar þrjátíu auka mínútur. Annan dag var dóttir mín lasin og ég notaði þær aftur ekki. Ég fæ samviskubit yfir að vera með þennan auka hálftíma og fæ það örugglega líka í þau skipti sem ég nota hann.“

„Mér þætti ekki þægilegt að vera foreldri sem situr fyrir framan leikskólastjórnanda og þurfa að réttlæta af hverju ég þarf tíma“

Hildur Björk segir málinu hafa verið stillt upp eins og deilu foreldra við leikskólana, sem ekki sé sanngjarnt, en hún segist gjarnan vilja stytta dvalartímann, bæði í þágu leikskólakennaranna og barnanna. Hins vegar sé ekki góð hugmynd að það sé sett í hendur leikskólastjórnenda að ræða við foreldra sem ákvörðunin nær til um lausnir. „Mér þætti ekki þægilegt að vera foreldri sem situr fyrir framan leikskólastjórnanda og þurfa að réttlæta af hverju ég þarf tíma,“ segir hún. „Maður skilur barnið sitt eftir hjá leikskólunum og vill halda sambandinu góðu og ekki skapa óvild.“

Hún telur að það yrði mikið verðmæti í því fyrir Reykjavíkurborg að fá óháðan aðila í þetta mál. „Annars mun leikskólakennarinn örugglega í mörgum tilvikum túlka það þannig að þú sért að segja: „Minn tími er verðmætari en þinn“.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu