Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Óháð­an að­ila þarf til að ræða við for­eldra þeirra 937 barna sem breytt­ur opn­un­ar­tími leik­skóla í Reykja­vík nær til, að mati móð­ur í Hafnar­firði sem bar­ist hef­ur gegn breyt­ing­unni. Sam­kvæmt til­lögu Dags B. Eggerts­son­ar eiga leik­skóla­stjórn­end­ur að eiga sam­tal­ið.

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu
Hildur Björk Pálsdóttir Hildur segir foreldar vera setta í þá stöðu að segja að þeirra tími sé verðmætari en leikskólakennara.

Móðir sem á börn á leikskóla varar við því að leikskólastjórnendur verði fengnir til að ræða við foreldra sem fyrirhuguð stytting opnunartíma leikskóla hefur áhrif á. Hún telur að niðurstöður slíkrar könnunar yrðu skakkar og mikilvægt sé að fá óháðan aðila til verksins. Að öðrum kosti séu foreldrar settir í þá stöðu að þurfa að segja sinn tíma verðmætari en leikskólakennara.

Tillaga um að stytta almennan opnunartíma leikskóla í Reykjavík þannig að þeim verði lokað 16.30 í stað 17.00 áður liggur nú fyrir borgarráði. Breytingin tæki gildi 1. apríl, en heimilt yrði að sækja um aðlögunarfrest til 1. ágúst vegna sérstakra ástæðna.

Til stendur að ræða við foreldra þeirra 937 barna sem breytingin nær til, en borgaryfirvöld hafa ekki útlistað með hvaða hætti það verður gert. Í viðtali við Stundina lagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, áherslu á samráð við hagsmunasamtök þeirra, en ekki beint samtal. Í tillögu til borgarráðs lagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hins vegar til að leikskólastjórnendur muni ræða við foreldrana.

Hildur Björk Pálsdóttir er með dætur sínar á leikskóla í Hafnarfirði, en þar tók svipuð ákvörðun gildi um áramótin. „Úr Hafnarfirði þurfa foreldar yfirleitt að keyra lengur í vinnu, þannig að með átta og hálfs tíma dvöl gengur yfirleitt ekki að skila af sér átta tíma vinnudegi,“ segir hún. „Ég óskaði eftir að fá níu klukkustundir og fékk það samþykkt. En ég er búin að vera hávær um málaflokkinn, skrifa grein, fara í viðtal og safna undirskriftum. Allir foreldrar sem ég hef talað við hafa sagt við mig að ég hafi fengið undanþágu til þess að ég hætti að skipta mér af þessu. En þó ég sé mjög glöð með að hafa fengið níu tíma er þetta áfram baráttumál fyrir mér þar sem þetta er ekki bara ósanngjarnt fyrir mína fjölskyldu.“

Hún segir foreldra hafa verið setta í óþægilega stöðu með breytingunum. „Við höfum verið markvisst í því að minnka streituvalda og álag og sveigjanleikinn skipti miklu máli með það,“ segir hún. „Eftir að ég fékk þetta samþykkt sótti systir mín stelpurnar einn daginn og ég notaði ekki þessar þrjátíu auka mínútur. Annan dag var dóttir mín lasin og ég notaði þær aftur ekki. Ég fæ samviskubit yfir að vera með þennan auka hálftíma og fæ það örugglega líka í þau skipti sem ég nota hann.“

„Mér þætti ekki þægilegt að vera foreldri sem situr fyrir framan leikskólastjórnanda og þurfa að réttlæta af hverju ég þarf tíma“

Hildur Björk segir málinu hafa verið stillt upp eins og deilu foreldra við leikskólana, sem ekki sé sanngjarnt, en hún segist gjarnan vilja stytta dvalartímann, bæði í þágu leikskólakennaranna og barnanna. Hins vegar sé ekki góð hugmynd að það sé sett í hendur leikskólastjórnenda að ræða við foreldra sem ákvörðunin nær til um lausnir. „Mér þætti ekki þægilegt að vera foreldri sem situr fyrir framan leikskólastjórnanda og þurfa að réttlæta af hverju ég þarf tíma,“ segir hún. „Maður skilur barnið sitt eftir hjá leikskólunum og vill halda sambandinu góðu og ekki skapa óvild.“

Hún telur að það yrði mikið verðmæti í því fyrir Reykjavíkurborg að fá óháðan aðila í þetta mál. „Annars mun leikskólakennarinn örugglega í mörgum tilvikum túlka það þannig að þú sért að segja: „Minn tími er verðmætari en þinn“.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár