Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherrra hefur ekki fengist til þess í gegnum tíðina að skilgreina samband sitt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, sérstaklega.
Í lok árs 2017, og byrjun árs 2018, eftir að Kristján Þór hafði verið settur í embætti sjávarútvegsráðherra, spurði Stundin hann að því hvers eðlis samband hans og Þorsteins Más væri. Kristján Þór svaraði ekki þessari spurningu. Þorsteinn Már Baldvinsson vildi heldur ekki svara spurningum um eðli sambands síns við Kristján Þór en skilgreiningin á slíku sambandi getur valdið vanhæfi samkvæmt því sem lesa má út úr bók Páls Hreinssonar um hæfisreglur stjórnsýslulaga.
Kristján Þór sagði frá því á Facebook-síðu sinni þann 12. desember 2017 að hann hefði þekkt Þorstein Má í áratugi. „Í því samhengi er mér ljúft og skylt að …
Athugasemdir