Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði eru til skoðunar hjá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta staðfestir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga. Milljarðauppbygging með þjónustu fyrir ferðamenn hefur verið kynnt á svæði stofnunarinnar, sem er að mestu rekin fyrir opinbert fé.
Stundin fjallaði ítarlega um málefni stofnunarinnar síðasta sumar þegar forstjóri hennar var skyndilega látinn hætta. Greint var frá því að laun Gunnlaugs K. Jónssonar, stjórnarformanns stofnunarinnar, hafi tvöfaldast milli ára og hann hafi fengið 1,2 milljónir í mánaðargreiðslur árið 2018 samhliða störfum sínum sem lögreglumaður. Þá gagnrýndi fráfarandi starfsmaður háar greiðslur til móðurfélagsins, Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ), sem lýtur stjórn sömu aðila, og sagði þær bókhaldsbrellu til að flytja fé úr rekstrinum.
„Þetta er í vinnslu hér,“ segir María um málefni stofnunarinnar. „Við höfum kallað eftir gögnum og fengið frá Heilsustofnun og erum að vinna úr þeim. Tilgangurinn er að skoða með hvaða hætti það …
Athugasemdir