Laxeldisfyrirtækið Arnarlax á Bíldudal lítur á Alþingi og stjórnkerfið á Íslandi sem „kerfislæga áskorun“ (e. structural challenge) í þeirri viðleitni sinni og annarra laxeldisfyrirtækja á Íslandi að stækka og fá frekari framleiðsluleyfi á eldislaxi. Þetta kemur fram í kynningu á starfsemi Arnarlax frá því í lok nóvember sem aðgengileg er á vef norsku kauphallarinnar, NOTC.
Arnarlax bindur vonir við að fá að minnsta kosti 14.500 tonna framleiðsluleyfi til viðbótar við þau 25 þúsund tonn sem fyrirtækið getur framleitt á grundvelli núverandi leyfa. Af þessum 14.500 tonnum eru 10.000 tonn í Ísafjarðardjúpi en hart hefur verið deilt um það á liðnum árum hvort heimila ætti stórfellt laxeldi í Ísafjarðardjúpi, líkt og laxeldisfyrirtækin vilja, en Hafrannsóknastofnun hefur lagst gegn.
Kvótinn á milli 26 og 49 milljarða króna virði
Ef Arnarlax fær leyfi til að framleiða þennan 14.500 tonna kvóta árlega þá greiðir fyrirtækið ekkert til íslenska ríkisins fyrir þessi réttindi. Til samanburðar …
Athugasemdir