Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Arnarlax vill fá gefins laxeldiskvóta frá íslenska ríkinu sem Norðmenn selja á 40 milljarða

Í kynn­ingu á starf­semi Arn­ar­lax kem­ur fram að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið líti á Al­þingi sem „kerf­is­læga áskor­un“ fyr­ir vöxt lax­eld­is á Ís­landi. Hart er tek­ist á um lax­eldi í Ísa­fjarð­ar­djúpi þar sem Arn­ar­lax vill fá 10 þús­und tonna kvóta frá rík­inu.

Arnarlax vill fá gefins laxeldiskvóta frá íslenska ríkinu sem Norðmenn selja á 40 milljarða
Arðurinn af auðlindinni í vasa fárra Einn af þeim sem hagnast hvað mest á kvótunum sem Arnarlax fær gefins á Íslandi er Gustav Witzoe, forstjóri og einn stærsti huthafi Salmar AS í Noregi. Íslenska ríkið hefur gefið Arnarlaxi framleiðslukvóta á eldislax sem eru tugmilljarða virði.

Laxeldisfyrirtækið Arnarlax á Bíldudal lítur á Alþingi og stjórnkerfið á Íslandi sem „kerfislæga áskorun“ (e. structural challenge) í þeirri viðleitni sinni og annarra laxeldisfyrirtækja á Íslandi að stækka og fá frekari framleiðsluleyfi á eldislaxi. Þetta kemur fram í kynningu á starfsemi Arnarlax frá því í lok nóvember sem aðgengileg er á vef norsku kauphallarinnar, NOTC.

Arnarlax bindur vonir við að fá að minnsta kosti 14.500 tonna framleiðsluleyfi til viðbótar við þau 25 þúsund tonn sem fyrirtækið getur framleitt á grundvelli núverandi leyfa. Af þessum 14.500 tonnum eru 10.000 tonn í Ísafjarðardjúpi en hart hefur verið deilt um það á liðnum árum hvort heimila ætti stórfellt laxeldi í Ísafjarðardjúpi, líkt og laxeldisfyrirtækin vilja, en Hafrannsóknastofnun hefur lagst gegn.

Kvótinn á milli 26 og 49 milljarða króna virði

Ef Arnarlax fær leyfi til að framleiða þennan 14.500 tonna kvóta árlega þá greiðir fyrirtækið ekkert til íslenska ríkisins fyrir þessi réttindi. Til samanburðar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár