Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Neysla ung­menna á orku­drykkj­um með koff­íni hef­ur meira en tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um. 55 pró­sent fram­halds­skóla­nema neyta nú slíks drykks dag­lega.

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir Þingmaður Vinstri grænna hefur spurt um heilsufarsáhrif orkudrykkja og hvort takmarka eigi sölu þeirra. Mynd: Shutterstock

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spyr Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort takmarka beri sölu orkudrykkja í ljósi áhrifa þeirra á heilsufar ungs fólks. „Koma frekari takmarkanir á sölu og markaðssetningu orkudrykkja til greina, meðal annars varðandi innihald koffíns og táríns og sölu til barna og ungmenna?“ segir í fyrirspurn hennar sem birt var á vef Alþingis í dag.

Rósa BjörkSpyr hvort takmarkanir á sölu og markaðssetningu orkudrykkja komi til greina.

Mikil aukning í neyslu á meðal ungmenna

Mikil aukning hefur orðið í neyslu orkudrykkja bæði meðal framhaldsskólanema og nema í 8. til 10. bekk grunnskóla. „Börn og ungmenni eru almennt viðkvæmari fyrir koffíni en fullorðnir og er neysla koffíns því sérstaklega óæskileg fyrir þann hóp,“ segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Rósu um málefnið í desember. „Ef koffíns er neytt í miklu magni getur það haft ýmis óæskileg áhrif á líðan og heilsu fólks, getur til dæmis valdið hjartsláttartruflunum, hækkuðum blóðþrýstingi, höfuðverk, svima og haft neikvæð áhrif á svefn.“

„Ef koffíns er neytt í miklu magni getur það haft ýmis óæskileg áhrif á líðan og heilsu fólks“

Samkvæmt niðurstöðu könnunar embættis landlæknis neytti 55 prósent framhaldsskólanema orkudrykkja sem innihalda koffín daglega árið 2018. Hlutfallið var aðeins 22 prósent árið 2016 og aukningin því umtalsverð.

SvandísBendir á að nokkur tilvik hafi komið upp þar sem fólk leitaði á bráðamóttöku Landspítalans vegna neyslu orkudrykkja.

Óskað eftir mati áhættunefndar

Matvælastofnun hefur óskað eftir því að áhættunefnd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um matvæli, fóður, áburð og sáðvöru meti áhættu af koffínneyslu ungmenna. „Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala hafa komið upp nokkur tilvik þar sem einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku með almenn einkenni vegna neyslu orkudrykkja,“ segir í svari heilbrigðisráðherra.

„Hafa komið upp nokkur tilvik þar sem einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku með almenn einkenni vegna neyslu orkudrykkja“

„Algengustu einkenni eru hraður hjartsláttur, óróleikatilfinning, svimi, eirðarleysi og kvíði en engin staðfest alvarleg einkenni af völdum orkudrykkja meðal einstaklinga sem hafa leitað á bráðadeild. Ekki er skráð sérstaklega í sjúkraskrá hvort talið er að einkenni sjúklinga séu af völdum orkudrykkja. Á þessu ári hefur eitrunarupplýsingamiðstöðin á Landspítala fengið þrjú símtöl vegna barna sem drukku orkudrykki, ekkert þeirra þurfti að koma á bráðamóttöku og þau fundu ekki fyrir alvarlegum einkennum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár