Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Neysla ung­menna á orku­drykkj­um með koff­íni hef­ur meira en tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um. 55 pró­sent fram­halds­skóla­nema neyta nú slíks drykks dag­lega.

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir Þingmaður Vinstri grænna hefur spurt um heilsufarsáhrif orkudrykkja og hvort takmarka eigi sölu þeirra. Mynd: Shutterstock

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spyr Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort takmarka beri sölu orkudrykkja í ljósi áhrifa þeirra á heilsufar ungs fólks. „Koma frekari takmarkanir á sölu og markaðssetningu orkudrykkja til greina, meðal annars varðandi innihald koffíns og táríns og sölu til barna og ungmenna?“ segir í fyrirspurn hennar sem birt var á vef Alþingis í dag.

Rósa BjörkSpyr hvort takmarkanir á sölu og markaðssetningu orkudrykkja komi til greina.

Mikil aukning í neyslu á meðal ungmenna

Mikil aukning hefur orðið í neyslu orkudrykkja bæði meðal framhaldsskólanema og nema í 8. til 10. bekk grunnskóla. „Börn og ungmenni eru almennt viðkvæmari fyrir koffíni en fullorðnir og er neysla koffíns því sérstaklega óæskileg fyrir þann hóp,“ segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Rósu um málefnið í desember. „Ef koffíns er neytt í miklu magni getur það haft ýmis óæskileg áhrif á líðan og heilsu fólks, getur til dæmis valdið hjartsláttartruflunum, hækkuðum blóðþrýstingi, höfuðverk, svima og haft neikvæð áhrif á svefn.“

„Ef koffíns er neytt í miklu magni getur það haft ýmis óæskileg áhrif á líðan og heilsu fólks“

Samkvæmt niðurstöðu könnunar embættis landlæknis neytti 55 prósent framhaldsskólanema orkudrykkja sem innihalda koffín daglega árið 2018. Hlutfallið var aðeins 22 prósent árið 2016 og aukningin því umtalsverð.

SvandísBendir á að nokkur tilvik hafi komið upp þar sem fólk leitaði á bráðamóttöku Landspítalans vegna neyslu orkudrykkja.

Óskað eftir mati áhættunefndar

Matvælastofnun hefur óskað eftir því að áhættunefnd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um matvæli, fóður, áburð og sáðvöru meti áhættu af koffínneyslu ungmenna. „Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala hafa komið upp nokkur tilvik þar sem einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku með almenn einkenni vegna neyslu orkudrykkja,“ segir í svari heilbrigðisráðherra.

„Hafa komið upp nokkur tilvik þar sem einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku með almenn einkenni vegna neyslu orkudrykkja“

„Algengustu einkenni eru hraður hjartsláttur, óróleikatilfinning, svimi, eirðarleysi og kvíði en engin staðfest alvarleg einkenni af völdum orkudrykkja meðal einstaklinga sem hafa leitað á bráðadeild. Ekki er skráð sérstaklega í sjúkraskrá hvort talið er að einkenni sjúklinga séu af völdum orkudrykkja. Á þessu ári hefur eitrunarupplýsingamiðstöðin á Landspítala fengið þrjú símtöl vegna barna sem drukku orkudrykki, ekkert þeirra þurfti að koma á bráðamóttöku og þau fundu ekki fyrir alvarlegum einkennum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár