Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 24. janú­ar til 6. fe­brú­ar.

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

HAM

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 24. janúar kl. 19.30
Aðgangseyrir: 6.990 kr.

Goðsagnakennda sveitin HAM hefur verið virk í ríflega þrjá áratugi og verið innblástur fyrir margar kynslóðir af rokkurum og flytjendum á skerinu. Síðasta afrek þeirra hefur verið að skapa hljóðheiminn fyrir Chromo Sapiens sýninguna með Hrafnhildi Arnardóttur, einnig þekkt sem Shoplifter, sem var framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins árið 2019. Plata nefnd eftir verkinu verður gefin út, en þeim til stuðnings til að flytja hana verður bassaséníið Skúli Sverrisson. Auk HAM koma einnig fram tvær aðrar stórsveitir, hin drungalega Kælan Mikla og ræflarokksveitin Skelkur í bringu. HAM spilar aftur degi síðar fyrir norðan á Græna hattinum.

Franska kvikmyndahátíðin

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 24. janúar til 2. febrúar
Aðgangseyrir: 1.600 kr. á hverja mynd

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í 20. skiptið, en á henni býðst gestum að horfa á úrval af nýjum og eldri kvikmyndum. Opnunarmynd hátíðarinnar er Fagra veröld, rómantísk gamanmynd sem fjallar um mann sem gefið er tækifæri á því að endurlifa fortíð sína í þeim tilgangi að bjarga hjónabandinu.

Far

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 15. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á þessari sýningu stillir Þórdís Jóhannesdóttir ljósmyndum sínum við hlið mynda Ralphs heitins Hannams. Ralph var áhugaljósmyndari sem skildi eftir sig mikið af verkum, en Þórdís er myndlistarkona. Þrátt fyrir að nálgast miðilinn með mismunandi hætti eiga þau það bæði sameiginlegt að stilla ekki upp fyrir myndatökur heldur reyna að fanga áhugaverð form á filmu.

Milli kynslóða

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 9. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Curver Thoroddsen hefur lengi verið virkur í myndlistar- og tónlistarsenunum, en á þessari myndlistarsýningu mætast faðir og sonur á stórum velli og taka hvor annan upp. Sonurinn, sem er ungur drengur, mætir vopnaður með flygildi og faðirinn handleikur 8mm myndavél. Í sýningunni mætast þessi tvö sjónarmið svipað og feðgar sem kasta bolta sín á milli eða kynslóðir að takast á.

Land handan hafsins

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 24. janúar til 5. apríl
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Land handan hafsins er sýning á verkum fimm finnskra listamanna sem veita innsýn í hugmyndir sínar og drauma um betri heim. Á sýningunni má finna málverk, ljósmyndir, myndbandsverk og skúlptúra. Samspil myndlistar og fantasíu er kjarninn í verkum listamannanna, en sýningin spyr hvort reynsluheimur eins hafi meira gildi en annars.

Myrkir músíkdagar

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 25. janúar til 1. febrúar
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði

Það er komið að hinum árlegu Myrku músíkdögum, en á þeim eru spiluð helstu framsækin ný verk eftir tónskáld frá Íslandi og nágrannalöndum okkar. Hátíðin leggur áherslu á tilraunakennda tónlist sem blandar ólíkum hefðum og tækni til að skapa eitthvað nýtt í svartnættinu.

Mamma klikk!

Hvar? Gaflarahúsið
Hvenær? 25. janúar til 29. febrúar
Aðgangseyrir: 4.500 kr.

Mamma klikk! er fjölskyldusýning sem fjallar um hina tólf ára gömlu Stellu og móður hennar sem er óperusöngkona og Stella telur vera klikkaða. Með hjálp vina og vandamanna reynir Stella að gera mömmu sína „venjulega“. Leikritið er byggt á samnefndri verðlaunabarnabók eftir Gunnar Helgason, en hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2015 fyrir hana.

Reikistjörnur: BRíET

Hvar? Harpa
Hvenær? 25. janúar kl. 14.00
Aðgangseyrir: 2.200 kr.

Þúsaldarkynslóðapoppstjarnan BRíET hefur verið afkastamikil í dægurtónlistarlífi þjóðarinnar síðustu tvö ár og haldið dúndurtónleika á flestum hátíðum landsins. Búast má við slíku á þessum viðburði sem er hluti af tónleikaröðinni Reikistjörnur þar sem fjölskyldum gefst tækifæri til að sækja saman tónleika flutta í sal með ein bestu hljómgæði landsins.

Vocal Project

Hvar? Gamla bíó
Hvenær? 30. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.200 kr.

Poppkórinn Vocal Project fagnar því að svartasta skammdegið er yfirstaðið og sólin farin að hækka á lofti á þessum tónleikum. Þar verður minnt á að eftir vetur kemur vor. Á þessum tónleikum verða flutt lög úr ýmsum áttum, en kórinn er að undirbúa sig fyrir keppnisferð til Póllands.

Túttífrútturnar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 30. janúar kl. 22.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Túttífrútturnar er nýtilkominn burlesque-hópur í ört vaxandi senu burlesque á Íslandi. Frútturnar geta ekki beðið eftir að sýna spenntum og burlesque-þyrstum áhorfendum ný og fersk atriði, auk eldri atriða sem voru til sýnis í fyrra. Hópurinn varð til eftir námskeið hjá burlesque-drottningu Íslands, Margréti Erlu Maack, síðastliðinn maí.

Benni Hemm Hemm útgáfutónleikar

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 31. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Benna Hemm Hemm áskotnaðist mikil frægð á fyrsta áratug þessarar aldar í indí-senunni sem var þá allsráðandi. Eftir nokkurra ára hvíld snýr hann aftur með plötuna KAST SPARK FAST sem kemur út sama dag og þessir tónleikar eru haldnir. Með honum koma fram Prins Póló, Kristín Anna Valtýsdóttir, Kött Grá Pje og fleiri.

Ásgeir, GDRN

Hvar? Háskólabíó
Hvenær? 1. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 6.990 kr.

Ásgeir Trausti Einarsson, áður þekktur sem Ásgeir Trausti en nú aðeins Ásgeir, fagnar þriðju plötu sinni, Sátt, – sem heitir Bury The Moon á ensku – en hún kemur út bæði í íslenskri og enskri útgáfu. Hann er að halda út í tveggja mánaða tónleikaferðalag um Evrópu og Bandaríkin, en fagnar fyrst útgáfu plötunnar hér á landi með GDRN.

Sæborg

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 6. febrúar til 31. desember
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Tækni og vísindaframfarir urðu Erró snemma innblástur í verk þar sem mætast hið mennska og hið vélræna. Hann skoðaði sérstaklega inngrip tækninnar í mannslíkamann og aðlögun mannslíkamans að vélinni. Verkin vekja spurningar um mörk mannslíkamans og tækninnar. Á sýningunni Sæborg eru verk sem endurspegla þessar hugleiðingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár