Vegan fæði verður sífellt vinsælla á Íslandi og bætist stöðugt í hóp þeirra sem kallast vegan grænmetisætur. Finna má skilgreiningu á þeim hópi á vefsíðu Samtaka grænkera á Íslandi en þar er m.a. útskýrt að sá hópur borði engar afurðir dýra s.s. hvorki kjöt, egg né mjólkurvörur og noti t.a.m. ekki snyrtivörur sem innihalda dýraafurðir eða hafa verið prófaðar á dýrum. Flestir veitingastaðir hérlendis bjóða nú vegan kost og er janúar, eða veganúar, helgaður þessum lífsstíl og er ætlaður til að vekja áhuga almennings á að kynna sér hvað hann felur í sér.
Þórdís Ólöf Pétursdóttir er með BS-gráðu í ferðamálafræði og hefur í þrjú ár starfað sem leiðsögumaður hjá fyrirtækinu City Walk. Hún fer í öllum veðrum með ferðamenn í fræðandi göngutúra um miðbæinn og segir það bæði góða hreyfingu og skemmtilegt starf. Auk þess kennir hún svokallaða core fitness tíma hjá Reebok Fitness og æfir þar sjálf sex …
Athugasemdir