Nýjar reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa hafa beðið afgreiðslu úr forsætisnefnd Reykjavíkurborgar frá fundi hennar í lok september. Kynningarfundur um reglurnar var haldinn fyrir borgarfulltrúum í byrjun október, en nýju reglunum hefur ekki verið vísað til afgreiðslu borgarstjórnar.
Reglurnar hafa ítrekað, eins og nýsamþykktar siðareglur borgarfulltrúa, verið deiluefni borgarfulltrúa meirihlutans og minnihlutans og settar í samhengi við lánveitingu dótturfélags Samherja til Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem hann hefur ekki viljað upplýsa um að fullu.
Í nýju reglunum er óskað ítarlegri upplýsinga um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa en áður var. Við reglurnar hefur bæst kafli um skráningu skulda, sjálfskuldarábyrgða og annarra ábyrgða, sem tengdar eru rekstri fasteignar eða atvinnurekstri félaga. Jafnframt er skráð tegund skuldar eða ábyrgðar og skuldareiganda. Að mati Persónuverndar getur Reykjavíkurborg hins vegar ekki skyldað borgarfulltrúa til að skrá hagsmuni sína.
„Reglunum hefur enn ekki verið vísað …
Athugasemdir