Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Nýj­um regl­um um fjár­hags­lega hags­muni borg­ar­full­trúa hef­ur ekki ver­ið vís­að til af­greiðslu borg­ar­stjórn­ar. Mál­ið hef­ur ver­ið mik­ið til um­ræðu vegna af­skrifta Sam­herja á stór­um hluta láns til Ey­þórs Arn­alds vegna kaupa á hlut í Morg­un­blað­inu.

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu
Eyþór Arnalds Spurningum um lánveitingar dótturfélags Samherja til Eyþórs er enn ósvarað. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nýjar reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa hafa beðið afgreiðslu úr forsætisnefnd Reykjavíkurborgar frá fundi hennar í lok september. Kynningarfundur um reglurnar var haldinn fyrir borgarfulltrúum í byrjun október, en nýju reglunum hefur ekki verið vísað til afgreiðslu borgarstjórnar.

Reglurnar hafa ítrekað, eins og nýsamþykktar siðareglur borgarfulltrúa, verið deiluefni borgarfulltrúa meirihlutans og minnihlutans og settar í samhengi við lánveitingu dótturfélags Samherja til Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem hann hefur ekki viljað upplýsa um að fullu.

Í nýju reglunum er óskað ítarlegri upplýsinga um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa en áður var. Við reglurnar hefur bæst kafli um skráningu skulda, sjálfskuldarábyrgða og annarra ábyrgða, sem tengdar eru rekstri fasteignar eða atvinnurekstri félaga. Jafnframt er skráð tegund skuldar eða ábyrgðar og skuldareiganda. Að mati Persónuverndar getur Reykjavíkurborg hins vegar ekki skyldað borgarfulltrúa til að skrá hagsmuni sína.

„Reglunum hefur enn ekki verið vísað …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
4
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
5
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár