Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Nýj­um regl­um um fjár­hags­lega hags­muni borg­ar­full­trúa hef­ur ekki ver­ið vís­að til af­greiðslu borg­ar­stjórn­ar. Mál­ið hef­ur ver­ið mik­ið til um­ræðu vegna af­skrifta Sam­herja á stór­um hluta láns til Ey­þórs Arn­alds vegna kaupa á hlut í Morg­un­blað­inu.

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu
Eyþór Arnalds Spurningum um lánveitingar dótturfélags Samherja til Eyþórs er enn ósvarað. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nýjar reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa hafa beðið afgreiðslu úr forsætisnefnd Reykjavíkurborgar frá fundi hennar í lok september. Kynningarfundur um reglurnar var haldinn fyrir borgarfulltrúum í byrjun október, en nýju reglunum hefur ekki verið vísað til afgreiðslu borgarstjórnar.

Reglurnar hafa ítrekað, eins og nýsamþykktar siðareglur borgarfulltrúa, verið deiluefni borgarfulltrúa meirihlutans og minnihlutans og settar í samhengi við lánveitingu dótturfélags Samherja til Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem hann hefur ekki viljað upplýsa um að fullu.

Í nýju reglunum er óskað ítarlegri upplýsinga um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa en áður var. Við reglurnar hefur bæst kafli um skráningu skulda, sjálfskuldarábyrgða og annarra ábyrgða, sem tengdar eru rekstri fasteignar eða atvinnurekstri félaga. Jafnframt er skráð tegund skuldar eða ábyrgðar og skuldareiganda. Að mati Persónuverndar getur Reykjavíkurborg hins vegar ekki skyldað borgarfulltrúa til að skrá hagsmuni sína.

„Reglunum hefur enn ekki verið vísað …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár