Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Nýj­um regl­um um fjár­hags­lega hags­muni borg­ar­full­trúa hef­ur ekki ver­ið vís­að til af­greiðslu borg­ar­stjórn­ar. Mál­ið hef­ur ver­ið mik­ið til um­ræðu vegna af­skrifta Sam­herja á stór­um hluta láns til Ey­þórs Arn­alds vegna kaupa á hlut í Morg­un­blað­inu.

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu
Eyþór Arnalds Spurningum um lánveitingar dótturfélags Samherja til Eyþórs er enn ósvarað. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nýjar reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa hafa beðið afgreiðslu úr forsætisnefnd Reykjavíkurborgar frá fundi hennar í lok september. Kynningarfundur um reglurnar var haldinn fyrir borgarfulltrúum í byrjun október, en nýju reglunum hefur ekki verið vísað til afgreiðslu borgarstjórnar.

Reglurnar hafa ítrekað, eins og nýsamþykktar siðareglur borgarfulltrúa, verið deiluefni borgarfulltrúa meirihlutans og minnihlutans og settar í samhengi við lánveitingu dótturfélags Samherja til Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem hann hefur ekki viljað upplýsa um að fullu.

Í nýju reglunum er óskað ítarlegri upplýsinga um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa en áður var. Við reglurnar hefur bæst kafli um skráningu skulda, sjálfskuldarábyrgða og annarra ábyrgða, sem tengdar eru rekstri fasteignar eða atvinnurekstri félaga. Jafnframt er skráð tegund skuldar eða ábyrgðar og skuldareiganda. Að mati Persónuverndar getur Reykjavíkurborg hins vegar ekki skyldað borgarfulltrúa til að skrá hagsmuni sína.

„Reglunum hefur enn ekki verið vísað …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár