Kári Auðar Svansson, sonur Auðar Styrkársdóttur, upplifði sig í miðjum bardaga milli góðs og ills, þar sem hann yrði að hafa betur. Að öðrum kosti myndi mannkyn allt farast. Þetta var árið 2002 og Kári var ómeðvitaður um að höfuðið á honum var fullt af ranghugmyndum, að hann gegndi ekki hlutverki verndara mannkyns heldur væri hann með geðklofa. Hann var lagður inn á geðdeild og hefur síðan tekist á við sjúkdóminn og náð bata.
Eins og Auður fjallar um í viðtali hér í blaðinu og í bókinni Helga saga glímir Hrafn Helgi Styrkársson, bróðir hennar og móðurbróðir Kára, við geðklofa og hefur gert um áratugaskeið. Spurður hvort hann hafi hugsað til þessa frænda síns í sínum veikindum segir Kári að það hafi hann gert þegar hann fór að jafna sig. „Ég var nú það mikið út úr heiminum til að …
Athugasemdir