Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Sam­tök sem lagst hafa gegn inn­göngu Ís­lands í Evr­ópu­sam­band­ið skipu­leggja hóp­ferð til London til að fagna út­göngu Bret­lands.

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“
Gunnlaugur Ingvarsson og Hallur Hallsson Heimssýn hyggst samfagna með Bretum í lok mánaðarins.

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hefur boðað til hópferðar Íslendinga til London til að samfagna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Tengiliður vegna ferðarinnar er Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins, sem leggst gegn fjölmenningu á Íslandi. Fararstjóri verður Hallur Hallsson fréttamaður og rithöfundur.

Bretland gengur úr Evrópusambandinu 31. janúar að óbreyttu og hefur útgangan í daglegu tali verið kölluð Brexit. Hópferð Heimssýnar mun standa í þrjár nætur frá fimmtudeginum 30. janúar til sunnudagsins 2. febrúar. „Hér er um heimssögulegan viðburð að ræða,“ segir í tilkynningu frá Heimssýn vegna ferðarinnar.

Heimssýn eru samtök sem hafa barist gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Formaður þeirra er Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, en margir áhrifamenn hafa gegnt því embætti í gegnum tíðina, meðal annars Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár