Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Sam­tök sem lagst hafa gegn inn­göngu Ís­lands í Evr­ópu­sam­band­ið skipu­leggja hóp­ferð til London til að fagna út­göngu Bret­lands.

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“
Gunnlaugur Ingvarsson og Hallur Hallsson Heimssýn hyggst samfagna með Bretum í lok mánaðarins.

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hefur boðað til hópferðar Íslendinga til London til að samfagna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Tengiliður vegna ferðarinnar er Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins, sem leggst gegn fjölmenningu á Íslandi. Fararstjóri verður Hallur Hallsson fréttamaður og rithöfundur.

Bretland gengur úr Evrópusambandinu 31. janúar að óbreyttu og hefur útgangan í daglegu tali verið kölluð Brexit. Hópferð Heimssýnar mun standa í þrjár nætur frá fimmtudeginum 30. janúar til sunnudagsins 2. febrúar. „Hér er um heimssögulegan viðburð að ræða,“ segir í tilkynningu frá Heimssýn vegna ferðarinnar.

Heimssýn eru samtök sem hafa barist gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Formaður þeirra er Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, en margir áhrifamenn hafa gegnt því embætti í gegnum tíðina, meðal annars Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár