Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Sam­tök sem lagst hafa gegn inn­göngu Ís­lands í Evr­ópu­sam­band­ið skipu­leggja hóp­ferð til London til að fagna út­göngu Bret­lands.

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“
Gunnlaugur Ingvarsson og Hallur Hallsson Heimssýn hyggst samfagna með Bretum í lok mánaðarins.

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hefur boðað til hópferðar Íslendinga til London til að samfagna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Tengiliður vegna ferðarinnar er Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins, sem leggst gegn fjölmenningu á Íslandi. Fararstjóri verður Hallur Hallsson fréttamaður og rithöfundur.

Bretland gengur úr Evrópusambandinu 31. janúar að óbreyttu og hefur útgangan í daglegu tali verið kölluð Brexit. Hópferð Heimssýnar mun standa í þrjár nætur frá fimmtudeginum 30. janúar til sunnudagsins 2. febrúar. „Hér er um heimssögulegan viðburð að ræða,“ segir í tilkynningu frá Heimssýn vegna ferðarinnar.

Heimssýn eru samtök sem hafa barist gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Formaður þeirra er Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, en margir áhrifamenn hafa gegnt því embætti í gegnum tíðina, meðal annars Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár