Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forseti og forsætisráðherra senda kveðjur vestur: „Í dag erum við öll Vestfirðingar“

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Ís­lands, seg­ir að á stund­um sem þess­um sann­ist gildi sam­stöðu og sam­kennd­ar. Katrín Jak­obs­dótt­ir seg­ir að stjórn­völd muni fylgj­ast grannt með fram­hald­inu.

Forseti og forsætisráðherra senda kveðjur vestur: „Í dag erum við öll Vestfirðingar“
Senda kveðjur vestur Forseti Íslands og forsætisráðherra senda kveðjur sínar vestur.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent kveðjur vestur á firði og þakkir til viðbragðsaaðila sem brugðust við eftir að snjóflóðinu féllu á Flateyri og í Súgandafirði. „Á þessum stundum sannast gildi samstöðu og samkenndar.“

Guðni birti yfirlýsingu sína á Facebook nú fyrir skömmu. „Blessunarlega varð ekki mannskaði, annað tjón er unnt að bæta,“ skrifar Guðni og upplýsir jafnframt að hann hafi á reglubundnum fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fengið frá henni upplýsingar um stöðu mála fyrir vestan sem hún hafi sjálf fengið á fundi með almannavörun í morgun.

„Enn vorum við minnt á ægimátt náttúruaflanna. Um leið sönnuðu gildi sitt varnargarðarnir, sem reistir voru á Flateyri eftir flóðið mikla fyrir aldarfjórðungi, þótt litlu hafi mátt muna nú – slíkur var hamfarakrafturinn þar,“ skrifar Guðni og ítrekar kveðjur sínar og þakkir.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birti einnig færslu á Facebook síðu sinni í morgun og bendir á hversu mikilvægt var að varðskipið Þór hafi verið sent verstu vegna slæmrar veðurspár. Snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði væru miklar hamfarir og stjórnvöld muni fylgjast grannt með.

„Heyrði í nokkrum Vestfirðingum í morgun sem allir voru slegnir. Flóðin 1995 rifjast upp og það skelfilega manntjón sem varð þá. Heyrði líka í nokkrum kærum vinum að vestan og fann hversu þungt þessir atburðir lögðust á þá. Í dag erum við öll Vestfirðingar,“ skrifar forsætisráðherra.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Snjóflóð á Flateyri

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
FréttirSnjóflóð á Flateyri

Björg­un­ar­sveit­ar­mað­ur lýs­ir létt­in­um þeg­ar stúlk­an fannst: „Tíu full­orðn­ir karl­menn grétu á sama tíma“

Magnús Ein­ar Magnús­son, formað­ur björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Sæ­bjarg­ar á Flat­eyri, seg­ir að tjón á dauð­um hlut­um skipti engu máli. „Ég heyrði nokk­uð sem ég hef aldrei heyrt áð­ur,“ seg­ir hann um augna­blik­ið þeg­ar ung­lings­stúlka fannst á lífi í rúm­inu sínu und­ir snjóflóð­inu.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár