Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Vig­dís Erl­ings­dótt­ir, íbúi á Flat­eyri, seg­ir þakk­læti efst í huga sér vegna þess að mann­björg hafi orð­ið í snjóflóð­un­um. Móð­ir stúlk­unn­ar sem lenti í flóð­inu, seg­ir krafta­verk að ekki hafi verr far­ið.

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
Mikið eignatjón Mikið eignatjón hefur orðið í snjóflóðunum á Flateyri í gærkvöldi. Mannbjörg varð þegar að unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu. Ekki urðu slys á fólki.

Vigdís Erlingsdóttir, íbúi á Flateyri, segist ekki hafa séð nokkra konu sterkari en móðir stúlkunnar sem bjargað var úr snjóflóðinu sem féll á Flateyri í nótt sem leið. Vigdís sinnti móðurinni og börnum hennar tveimur á meðan að leitað var að elstu dótturinni í sem lenti í flóðinu. Hún fannst heil á húfi og er fjölskyldan öll komin til Ísafjarðar til aðhlynningar en varðskipið Þór flutti þau þangað í morgun.

Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Annað flóðið lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún, þar sem hún býr ásamt börnum sínu. Hún komst af sjálfsdáðum út úr húsinu með yngri börnin tvö en elsta dóttirin grófst undir flóðinu. Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri komu strax á staðinn og grófu stúlkuna upp úr flóðinu um það bil hálftíma eftir að það féll.

Móðirin birti í nótt færslu á Facebook þar sem hún greindi frá því að snjóflóðið hefði fallið á hús fjölskyldunnar og elsta dóttir hennar grafist undir flóðinu. Björgunarsveitin Sæbjörg hefði hins vegar komið fljótt á staðinn og grafið hana upp. Hún væri heil á húfi. „Kraftaverk að ekki fór verr,“ skrifar móðirin.

„Þegar stúlkan svo fannst þá þyrmdu yfir mann tilfinningar sem er bara erfitt að koma í orð“

Móðir stúlkunnar birti svo aðra færslu nú í morgun þar sem hún ítrekaði að dóttir hennar væri í lagi, bara með nokkrar skrámur. „Hún var í 40 mínútur grafin undir snjónum og mun ég vera ævinlega þakklát björgunarsveitinni á Flateyri fyrir snör handtök við að grafa hana upp. Eins öðrum Flateyringum sem hlúðu að okkur krökkunum og sáu til þess að okkur væri hlýtt og buðu fram opin faðm sinn. Auðvitað áhöfn varðskipsins, læknum og og öllum sem stukku til.“

Erfitt að koma tilfinningum í orð

Vigdís ErlingsdóttirVigdís segir erfitt að koma tilfinningum í orð eftir atburði gærkövldsins.

Vigdís tók á móti móðurinni og yngri börnum hennar tveimur og var með þeim á meðan að elstu dótturinnar var leitað. Spurð hvort það hafi ekki tekið mikið á fjölskylduna að bíða í óvissu á meðan leitin stóð segir Vigdís að auðvitað hafi það verið en að sama skapi hafi þau sýnt ótrúlegt hugrekki. „Þetta eru ofsalega sterkir karakterar, það er í raun lyginni líkast.  Sterkari konu hef ég aldrei séð en þetta er auðvitað mikið sjokk samt sem áður. Þegar stúlkan svo fannst þá þyrmdu yfir mann tilfinningar sem er bara erfitt að koma í orð. Þakklæti er þar auðvitað efst í huga.“

Vigdís segir að hún eigi erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð eftir atburði gærkvöldsins. „Ætli ég sé nokkuð búin að átta mig á þessu almennilega. Hugurinn leitaði vissulega ansi stíft aftur aldarfjórðung aftur í tímann. Það er ofboðslega erfitt að lýsa þessum tilfinningum og ég held að sjokkið komi yfir okkur í dag, í nótt voru allir uppteknir af verkefnum næturinnar. Hins vegar sluppu allir við meiðsl og líkamstjón og þá skiptir annað ekki máli.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Snjóflóð á Flateyri

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár