Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Vig­dís Erl­ings­dótt­ir, íbúi á Flat­eyri, seg­ir þakk­læti efst í huga sér vegna þess að mann­björg hafi orð­ið í snjóflóð­un­um. Móð­ir stúlk­unn­ar sem lenti í flóð­inu, seg­ir krafta­verk að ekki hafi verr far­ið.

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
Mikið eignatjón Mikið eignatjón hefur orðið í snjóflóðunum á Flateyri í gærkvöldi. Mannbjörg varð þegar að unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu. Ekki urðu slys á fólki.

Vigdís Erlingsdóttir, íbúi á Flateyri, segist ekki hafa séð nokkra konu sterkari en móðir stúlkunnar sem bjargað var úr snjóflóðinu sem féll á Flateyri í nótt sem leið. Vigdís sinnti móðurinni og börnum hennar tveimur á meðan að leitað var að elstu dótturinni í sem lenti í flóðinu. Hún fannst heil á húfi og er fjölskyldan öll komin til Ísafjarðar til aðhlynningar en varðskipið Þór flutti þau þangað í morgun.

Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Annað flóðið lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún, þar sem hún býr ásamt börnum sínu. Hún komst af sjálfsdáðum út úr húsinu með yngri börnin tvö en elsta dóttirin grófst undir flóðinu. Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri komu strax á staðinn og grófu stúlkuna upp úr flóðinu um það bil hálftíma eftir að það féll.

Móðirin birti í nótt færslu á Facebook þar sem hún greindi frá því að snjóflóðið hefði fallið á hús fjölskyldunnar og elsta dóttir hennar grafist undir flóðinu. Björgunarsveitin Sæbjörg hefði hins vegar komið fljótt á staðinn og grafið hana upp. Hún væri heil á húfi. „Kraftaverk að ekki fór verr,“ skrifar móðirin.

„Þegar stúlkan svo fannst þá þyrmdu yfir mann tilfinningar sem er bara erfitt að koma í orð“

Móðir stúlkunnar birti svo aðra færslu nú í morgun þar sem hún ítrekaði að dóttir hennar væri í lagi, bara með nokkrar skrámur. „Hún var í 40 mínútur grafin undir snjónum og mun ég vera ævinlega þakklát björgunarsveitinni á Flateyri fyrir snör handtök við að grafa hana upp. Eins öðrum Flateyringum sem hlúðu að okkur krökkunum og sáu til þess að okkur væri hlýtt og buðu fram opin faðm sinn. Auðvitað áhöfn varðskipsins, læknum og og öllum sem stukku til.“

Erfitt að koma tilfinningum í orð

Vigdís ErlingsdóttirVigdís segir erfitt að koma tilfinningum í orð eftir atburði gærkövldsins.

Vigdís tók á móti móðurinni og yngri börnum hennar tveimur og var með þeim á meðan að elstu dótturinnar var leitað. Spurð hvort það hafi ekki tekið mikið á fjölskylduna að bíða í óvissu á meðan leitin stóð segir Vigdís að auðvitað hafi það verið en að sama skapi hafi þau sýnt ótrúlegt hugrekki. „Þetta eru ofsalega sterkir karakterar, það er í raun lyginni líkast.  Sterkari konu hef ég aldrei séð en þetta er auðvitað mikið sjokk samt sem áður. Þegar stúlkan svo fannst þá þyrmdu yfir mann tilfinningar sem er bara erfitt að koma í orð. Þakklæti er þar auðvitað efst í huga.“

Vigdís segir að hún eigi erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð eftir atburði gærkvöldsins. „Ætli ég sé nokkuð búin að átta mig á þessu almennilega. Hugurinn leitaði vissulega ansi stíft aftur aldarfjórðung aftur í tímann. Það er ofboðslega erfitt að lýsa þessum tilfinningum og ég held að sjokkið komi yfir okkur í dag, í nótt voru allir uppteknir af verkefnum næturinnar. Hins vegar sluppu allir við meiðsl og líkamstjón og þá skiptir annað ekki máli.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Snjóflóð á Flateyri

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár