Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Vig­dís Erl­ings­dótt­ir, íbúi á Flat­eyri, seg­ir þakk­læti efst í huga sér vegna þess að mann­björg hafi orð­ið í snjóflóð­un­um. Móð­ir stúlk­unn­ar sem lenti í flóð­inu, seg­ir krafta­verk að ekki hafi verr far­ið.

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
Mikið eignatjón Mikið eignatjón hefur orðið í snjóflóðunum á Flateyri í gærkvöldi. Mannbjörg varð þegar að unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu. Ekki urðu slys á fólki.

Vigdís Erlingsdóttir, íbúi á Flateyri, segist ekki hafa séð nokkra konu sterkari en móðir stúlkunnar sem bjargað var úr snjóflóðinu sem féll á Flateyri í nótt sem leið. Vigdís sinnti móðurinni og börnum hennar tveimur á meðan að leitað var að elstu dótturinni í sem lenti í flóðinu. Hún fannst heil á húfi og er fjölskyldan öll komin til Ísafjarðar til aðhlynningar en varðskipið Þór flutti þau þangað í morgun.

Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Annað flóðið lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún, þar sem hún býr ásamt börnum sínu. Hún komst af sjálfsdáðum út úr húsinu með yngri börnin tvö en elsta dóttirin grófst undir flóðinu. Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri komu strax á staðinn og grófu stúlkuna upp úr flóðinu um það bil hálftíma eftir að það féll.

Móðirin birti í nótt færslu á Facebook þar sem hún greindi frá því að snjóflóðið hefði fallið á hús fjölskyldunnar og elsta dóttir hennar grafist undir flóðinu. Björgunarsveitin Sæbjörg hefði hins vegar komið fljótt á staðinn og grafið hana upp. Hún væri heil á húfi. „Kraftaverk að ekki fór verr,“ skrifar móðirin.

„Þegar stúlkan svo fannst þá þyrmdu yfir mann tilfinningar sem er bara erfitt að koma í orð“

Móðir stúlkunnar birti svo aðra færslu nú í morgun þar sem hún ítrekaði að dóttir hennar væri í lagi, bara með nokkrar skrámur. „Hún var í 40 mínútur grafin undir snjónum og mun ég vera ævinlega þakklát björgunarsveitinni á Flateyri fyrir snör handtök við að grafa hana upp. Eins öðrum Flateyringum sem hlúðu að okkur krökkunum og sáu til þess að okkur væri hlýtt og buðu fram opin faðm sinn. Auðvitað áhöfn varðskipsins, læknum og og öllum sem stukku til.“

Erfitt að koma tilfinningum í orð

Vigdís ErlingsdóttirVigdís segir erfitt að koma tilfinningum í orð eftir atburði gærkövldsins.

Vigdís tók á móti móðurinni og yngri börnum hennar tveimur og var með þeim á meðan að elstu dótturinnar var leitað. Spurð hvort það hafi ekki tekið mikið á fjölskylduna að bíða í óvissu á meðan leitin stóð segir Vigdís að auðvitað hafi það verið en að sama skapi hafi þau sýnt ótrúlegt hugrekki. „Þetta eru ofsalega sterkir karakterar, það er í raun lyginni líkast.  Sterkari konu hef ég aldrei séð en þetta er auðvitað mikið sjokk samt sem áður. Þegar stúlkan svo fannst þá þyrmdu yfir mann tilfinningar sem er bara erfitt að koma í orð. Þakklæti er þar auðvitað efst í huga.“

Vigdís segir að hún eigi erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð eftir atburði gærkvöldsins. „Ætli ég sé nokkuð búin að átta mig á þessu almennilega. Hugurinn leitaði vissulega ansi stíft aftur aldarfjórðung aftur í tímann. Það er ofboðslega erfitt að lýsa þessum tilfinningum og ég held að sjokkið komi yfir okkur í dag, í nótt voru allir uppteknir af verkefnum næturinnar. Hins vegar sluppu allir við meiðsl og líkamstjón og þá skiptir annað ekki máli.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Snjóflóð á Flateyri

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár