Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Vig­dís Erl­ings­dótt­ir, íbúi á Flat­eyri, seg­ir þakk­læti efst í huga sér vegna þess að mann­björg hafi orð­ið í snjóflóð­un­um. Móð­ir stúlk­unn­ar sem lenti í flóð­inu, seg­ir krafta­verk að ekki hafi verr far­ið.

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
Mikið eignatjón Mikið eignatjón hefur orðið í snjóflóðunum á Flateyri í gærkvöldi. Mannbjörg varð þegar að unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu. Ekki urðu slys á fólki.

Vigdís Erlingsdóttir, íbúi á Flateyri, segist ekki hafa séð nokkra konu sterkari en móðir stúlkunnar sem bjargað var úr snjóflóðinu sem féll á Flateyri í nótt sem leið. Vigdís sinnti móðurinni og börnum hennar tveimur á meðan að leitað var að elstu dótturinni í sem lenti í flóðinu. Hún fannst heil á húfi og er fjölskyldan öll komin til Ísafjarðar til aðhlynningar en varðskipið Þór flutti þau þangað í morgun.

Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Annað flóðið lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún, þar sem hún býr ásamt börnum sínu. Hún komst af sjálfsdáðum út úr húsinu með yngri börnin tvö en elsta dóttirin grófst undir flóðinu. Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri komu strax á staðinn og grófu stúlkuna upp úr flóðinu um það bil hálftíma eftir að það féll.

Móðirin birti í nótt færslu á Facebook þar sem hún greindi frá því að snjóflóðið hefði fallið á hús fjölskyldunnar og elsta dóttir hennar grafist undir flóðinu. Björgunarsveitin Sæbjörg hefði hins vegar komið fljótt á staðinn og grafið hana upp. Hún væri heil á húfi. „Kraftaverk að ekki fór verr,“ skrifar móðirin.

„Þegar stúlkan svo fannst þá þyrmdu yfir mann tilfinningar sem er bara erfitt að koma í orð“

Móðir stúlkunnar birti svo aðra færslu nú í morgun þar sem hún ítrekaði að dóttir hennar væri í lagi, bara með nokkrar skrámur. „Hún var í 40 mínútur grafin undir snjónum og mun ég vera ævinlega þakklát björgunarsveitinni á Flateyri fyrir snör handtök við að grafa hana upp. Eins öðrum Flateyringum sem hlúðu að okkur krökkunum og sáu til þess að okkur væri hlýtt og buðu fram opin faðm sinn. Auðvitað áhöfn varðskipsins, læknum og og öllum sem stukku til.“

Erfitt að koma tilfinningum í orð

Vigdís ErlingsdóttirVigdís segir erfitt að koma tilfinningum í orð eftir atburði gærkövldsins.

Vigdís tók á móti móðurinni og yngri börnum hennar tveimur og var með þeim á meðan að elstu dótturinnar var leitað. Spurð hvort það hafi ekki tekið mikið á fjölskylduna að bíða í óvissu á meðan leitin stóð segir Vigdís að auðvitað hafi það verið en að sama skapi hafi þau sýnt ótrúlegt hugrekki. „Þetta eru ofsalega sterkir karakterar, það er í raun lyginni líkast.  Sterkari konu hef ég aldrei séð en þetta er auðvitað mikið sjokk samt sem áður. Þegar stúlkan svo fannst þá þyrmdu yfir mann tilfinningar sem er bara erfitt að koma í orð. Þakklæti er þar auðvitað efst í huga.“

Vigdís segir að hún eigi erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð eftir atburði gærkvöldsins. „Ætli ég sé nokkuð búin að átta mig á þessu almennilega. Hugurinn leitaði vissulega ansi stíft aftur aldarfjórðung aftur í tímann. Það er ofboðslega erfitt að lýsa þessum tilfinningum og ég held að sjokkið komi yfir okkur í dag, í nótt voru allir uppteknir af verkefnum næturinnar. Hins vegar sluppu allir við meiðsl og líkamstjón og þá skiptir annað ekki máli.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Snjóflóð á Flateyri

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár