Til stendur að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra afnemi bann við sjókvíaeldi á eldislaxi í minna en fimm kílómetra fjarlægð frá laxveiðiám þar sem veiðast 100 laxar að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð um fiskeldi sem sjávarútvegsráðuneytið birti til umsagnar um miðjan desember.
Ákvörðunin getur liðkað til fyrir auknu sjókvíaeldi á Vestfjörðum, nánar tiltekið í Ísafjarðardjúpi, þar sem er að finna laxveiðiár með tiltölulega lága meðalveiði, og eins í Eyjafirði. Stundin greindi frá því fyrr á árinu að umrætt fjarlægðarákvæði hefði verið fært úr einni reglugerð yfir í aðra en nú stendur til að það verði afnumið alveg.
Orðrétt segir í drögum að reglugerðinni, en umsagnarfrestur um tillöguna rann út þann 10. janúar 2020: „Lagt er til að fella brott ákvæði 3. mgr. 4. gr. núgildandi reglugerðar sem er svohljóðandi: „Við leyfisveitingar fyrir hafbeitar- og sjókvíaeldisstöðvar …
Athugasemdir