Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Funduðu með ráðherra: Kynbundið ofbeldi ekki einkamál þolenda

Talskon­ur Lífs án of­beld­is fund­uðu með Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra, þar sem rætt var um að­komu heil­brigð­is­stétta að ákvörð­un­um um for­sjár- og um­gengn­is­mál. „Langvar­andi órétt­læti býr til ómennskt álag á mæð­ur,“ seg­ir for­svars­kona fé­lags­ins.

Funduðu með ráðherra: Kynbundið ofbeldi ekki einkamál þolenda
Funduðu með heilbrigðisráðherra Talskona Lífs án ofbeldis segir að fundurinn með Svandísi hafi verið gagnlegur. Mynd: b'Picasa'

Talskonur samtakanna Líf án ofbeldis áttu í morgun fund með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Á fundinum var aðkoma heilbrigðisstétta, dómskvaddra matsmanna og félagsráðgjafa sýslumanna að ákvörðunum um forsjár- og umgengnismál sérstaklega rædd, sem og eftirlit með þeirra störfum og reynsla þolenda ofbeldis af aðkomu þeirra aðila í dóms- og úrskurðarmálum.

Sigrún Sif Jóelsdóttir, ein kvennana sem sátu fundinn, segir að hann hafi verið mjög gagnlegur og uppbyggilegur. „Svandís fylgist vel með okkar baráttu og er ein af þeim sem hefur gert það frá upphafi, enda er kynbundið ofbeldi stórt lýðheilsumál og ekkert einkamál þolenda.“

Líf án ofbeldis er hreyfing sem stofnuð var í september á þessu ári. Að félagsskapnum standa mæður sem hafa þurft að verja börnin sín gegn ofbeldi feðra og konur sem voru sem börn þvingaðar í umgengi við ofbeldisfulla feður sína, ásamt aðstandendum þeirra. Félagsskapurinn berst fyrir því að fundnar verði nýjar leiðir í umgengnis- og forsjármálum þar sem hagsmunir barna eru tryggðir, þegar fyrir liggur að foreldri hefur beitt börn ofbeldi.

Ræddu afleiðingar ofbeldis í æsku

Sigrún Sif segir að á fundinum hafi verið rætt um flóknar og langvarandi afleiðingar ofbeldis í æsku á heilsu og lífslíkur barna en líka álagið, sorgina og heilsumissi sem fylgir því þegar samfélagið og kerfið stendur ekki með þeim sem segja frá ofbeldi.

„Langvarandi óréttlæti býr til ómennskt álag á mæður“

„Við ræddum líka hvernig bæði reynsla og rannsóknir sýna stórminnkaðar lífslíkur þolenda ofbeldis í æsku og auknar líkur á alvarlegum og flóknum heilsufarsvanda. Það er vel þekkt að áföll í æsku auka líkur á stoðkerfisvanda, fíknisjúkdómum, sjálfsvígum, þunglyndi, offitu, lungnakvillum og lengi mætti upp telja.

Einnig kom fram að langvarandi óréttlæti býr til ómennskt álag á mæður sem þurfa að verja börnin líka gagnvart stjórnvaldsákvörðunum. Mæður og börn í þessum málum missa heilsuna hratt beinlínis vegna óréttlætis. Við gerum ráð fyrir að fylgja þessu samtali áfram þar sem Líf án ofbeldis hefur dýrmætum upplýsingum af reynslu þolenda ofbeldis af kerfinu að miðla áfram til löggjafans og stjórnvalda.“

Funduðu með forsetafrú og dómsmálaráðherra

Konurnar í Líf án ofbeldis hafa síðustu mánuði fundað með fleira fólki í stjórnsýslunni um sömu mál. Þannig hittu þær Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í október og afhentu þær henni þá lista með um 2.000 undirskriftum fólks sem hefur lagt nafn sitt við málstað félagsskaparins, að berjast gegn því að börn séu neydd í þvingaða umgengni við ofbeldisfulla feður. Þá funduðu þær einnig með Elizu Reid forsetafrú í nóvember síðastliðnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár