Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Funduðu með ráðherra: Kynbundið ofbeldi ekki einkamál þolenda

Talskon­ur Lífs án of­beld­is fund­uðu með Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra, þar sem rætt var um að­komu heil­brigð­is­stétta að ákvörð­un­um um for­sjár- og um­gengn­is­mál. „Langvar­andi órétt­læti býr til ómennskt álag á mæð­ur,“ seg­ir for­svars­kona fé­lags­ins.

Funduðu með ráðherra: Kynbundið ofbeldi ekki einkamál þolenda
Funduðu með heilbrigðisráðherra Talskona Lífs án ofbeldis segir að fundurinn með Svandísi hafi verið gagnlegur. Mynd: b'Picasa'

Talskonur samtakanna Líf án ofbeldis áttu í morgun fund með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Á fundinum var aðkoma heilbrigðisstétta, dómskvaddra matsmanna og félagsráðgjafa sýslumanna að ákvörðunum um forsjár- og umgengnismál sérstaklega rædd, sem og eftirlit með þeirra störfum og reynsla þolenda ofbeldis af aðkomu þeirra aðila í dóms- og úrskurðarmálum.

Sigrún Sif Jóelsdóttir, ein kvennana sem sátu fundinn, segir að hann hafi verið mjög gagnlegur og uppbyggilegur. „Svandís fylgist vel með okkar baráttu og er ein af þeim sem hefur gert það frá upphafi, enda er kynbundið ofbeldi stórt lýðheilsumál og ekkert einkamál þolenda.“

Líf án ofbeldis er hreyfing sem stofnuð var í september á þessu ári. Að félagsskapnum standa mæður sem hafa þurft að verja börnin sín gegn ofbeldi feðra og konur sem voru sem börn þvingaðar í umgengi við ofbeldisfulla feður sína, ásamt aðstandendum þeirra. Félagsskapurinn berst fyrir því að fundnar verði nýjar leiðir í umgengnis- og forsjármálum þar sem hagsmunir barna eru tryggðir, þegar fyrir liggur að foreldri hefur beitt börn ofbeldi.

Ræddu afleiðingar ofbeldis í æsku

Sigrún Sif segir að á fundinum hafi verið rætt um flóknar og langvarandi afleiðingar ofbeldis í æsku á heilsu og lífslíkur barna en líka álagið, sorgina og heilsumissi sem fylgir því þegar samfélagið og kerfið stendur ekki með þeim sem segja frá ofbeldi.

„Langvarandi óréttlæti býr til ómennskt álag á mæður“

„Við ræddum líka hvernig bæði reynsla og rannsóknir sýna stórminnkaðar lífslíkur þolenda ofbeldis í æsku og auknar líkur á alvarlegum og flóknum heilsufarsvanda. Það er vel þekkt að áföll í æsku auka líkur á stoðkerfisvanda, fíknisjúkdómum, sjálfsvígum, þunglyndi, offitu, lungnakvillum og lengi mætti upp telja.

Einnig kom fram að langvarandi óréttlæti býr til ómennskt álag á mæður sem þurfa að verja börnin líka gagnvart stjórnvaldsákvörðunum. Mæður og börn í þessum málum missa heilsuna hratt beinlínis vegna óréttlætis. Við gerum ráð fyrir að fylgja þessu samtali áfram þar sem Líf án ofbeldis hefur dýrmætum upplýsingum af reynslu þolenda ofbeldis af kerfinu að miðla áfram til löggjafans og stjórnvalda.“

Funduðu með forsetafrú og dómsmálaráðherra

Konurnar í Líf án ofbeldis hafa síðustu mánuði fundað með fleira fólki í stjórnsýslunni um sömu mál. Þannig hittu þær Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í október og afhentu þær henni þá lista með um 2.000 undirskriftum fólks sem hefur lagt nafn sitt við málstað félagsskaparins, að berjast gegn því að börn séu neydd í þvingaða umgengni við ofbeldisfulla feður. Þá funduðu þær einnig með Elizu Reid forsetafrú í nóvember síðastliðnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár