Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óráðsdraumar, drag og stóru spurningar lífsins

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 10.–23. janú­ar.

Óráðsdraumar, drag og stóru spurningar lífsins

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Ljósmyndahátíð Íslands 2020

Hvar? Höfuðborgarsvæðið
Hvenær? 16.–18. janúar
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði

Ljósmyndahátíð Íslands hefur verið haldin annað hvert ár frá 2012. Markmið hátíðarinnar er að vinna að framþróun ljósmyndunar sem listforms, en erlendir og íslenskir listamenn og ljósmyndarar sýna verk á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þar á meðal er tilraunakennda sýningin Afrit í Gerðarsafni sem kannar annmarka ljósmyndamiðilsins; sýningin Í ljósmálinu í Þjóðminjasafninu sýnir hvernig Gunnar heitinn Pétursson fangaði ljós og hreyfingu í myndum sínum; sýning Valdimars Thoralacius í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er í senn heimild um lífið í þorpinu og sjónræn túlkun af þeirri verund; í Hafnarborg nálgast þrír ljósmyndarar viðkvæma náttúru af alúð í sýningunni Þögult vor.

Meistarinn og Margaríta

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 10. jan.–1. feb.
Aðgangseyrir: frá 3.000 kr.

Skáldsagan Meistarinn og Margaríta er ein af ástsælustu skáldverkum 20. aldarinnar. Þessi hnyttna og beitta háðsádeila um eilífa baráttu góðs og ills og heimsókn kölska til Moskvu er vinsælt verkefni leikhúsa víða um heim og birtist hér í nýrri leikgerð sem var frumflutt á Dramaten í Svíþjóð árið 2014.

Nokkur uppáhalds verk

Hvar? Nýlistasafnið
Hvenær? 10. jan - 23. feb
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Nýlistasafnið á stærstu safneign af sjálfstæðu söfnum eða rýmum á Íslandi, en í þessari sýningu eru valin verk sem eru í uppáhaldi safneignarfulltrúa dregin fram og stillt upp án þess að gerð sé krafa um að þau passi inn í fyrir fram valið samhengi. Það er ekki þar með sagt að þau tali ekki saman.

Krossfest I

Hvar? Andrými
Hvenær? 11. janúar kl. 19.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Tónleikaserían Krossfest er í senn upphitunar- og fjáröflunarkvöld fyrir Norðanpaunk, DIY árshátíð pönkara þar sem spiluð er erfið tónlist fyrir gott fólk. Á þessu kvöldi koma fram pönksveitin D7Y, ungu rokkararnir í Gróu sem unnu Kraumsverðlaunin 2019, bílskúrsrokkararnir í Phlegm og gjörningasveitin GÓÐxÆRI. Engum verður vísað frá vegna fjárskorts.

Mikael Lind útgáfutónleikar

Hvar? Mengi
Hvenær? 11. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Mikael Lind hefur gefið út fjölda platna af tilraunakenndri ambient tónlist sem fer annaðhvort í áttina að hljóðheimi Warp raftónlistar eða að nútíma klassískri tónlist. Snemma á árinu 2019 skrifaði Mikael tónlist með fiðluleikaranum og tónskáldinu Hoshiko Yamane úr hljómsveitinni Tangerine Dream og afraksturinn varð platan Spaces in Between.

Drag-Súgur: Söngleikur

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 11. janúar kl. 21.30
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Dragdrottningarnar (og -konungarnir) í hópnum Drag-Súgur fagna nýju ári með sérstakri sýningu þar sem þemað er söngleikir í öllum sínum fjölbreyttu myndum. Búast má við gríni og glensi, samfélagsádeilum, metnaðarfullum tilþrifum og hugsanlega ofgnótt af gordjöss dans- og söngatriðum.

Svartir Sunnudagar: Dead Ringers

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 12. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg er þekktastur fyrir súrrealískar hryllingsmyndir þar sem mörk á milli raunveruleikans og óráðsdrauma eru óskýr. Dead Ringers er einmitt slík mynd, en hún fjallar um ástarþríhyrning eineggja tvíbura og frægrar leikkonu, vímuefni, kynlíf, samskipti kynjanna, brotna sjálfsmynd og geðveiki. Myndin er innblásin af sannri sögu.

Eyður

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 15. & 20. janúar kl. 19.30
Aðgangseyrir: 6.200 kr.

Í Eyðum skoðar sviðslistahópurinn Marmarabörn sambandið milli eyja og minnis. Hver staður hefur minni, hvert einasta sker marglaga mörg þúsund ára sögu og líkt skerjagarðinum eru minningar okkar bara efstu lögin á djúpskornu neðansjávarlandslagi. Hvers er minnst og hverju reynum við að gleyma í sögunni um okkur?

Sinfó: Ungir einleikarar

Hvar? Harpa
Hvenær? 16. janúar kl. 19:30
Aðgangseyrir: frá 2.600 kr.

Ár hvert fer fram keppni ungra einleikara þar sem upprennandi nemendur fá að leika konsert eða syngja einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fjórir ungir einleikarar keppa í ár, allir á sitthvoru hljóðfæri. Stjórnandi tónleikanna er hin finnska Anna-Maria Helsing, en hún var fyrsta konan til að vera aðalstjórnandi í sinfóníuhljómsveit í Finnlandi.

Af fingrum fram: Jónas Sig

Hvar? Salurinn
Hvenær? 16. & 17. janúar kl. 20.30
Aðgangseyrir: 5.500 kr.

Fyrrum Sólstrandagæinn Jónas Sig hóf sólóferil sinn 2007, en hann hefur vakið mikla athygli fyrir beinskeytta texta og tilfinningaþrungna tónlist þar sem er fjallað á opinskáan máta um þunglyndi og áskoranir lífsins. Hann mætir í Salinn þar sem hann tekur þátt í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram.

Mannfjöldinn hverfur sporlaust um stund

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 16. janúar–8. mars
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Titill sýningarinnar dregur heiti sitt af töfrabragði David Copperfields þar sem hann lætur hóp áhorfenda hverfa fyrir augum annarra áhorfenda og birtast á ný á öðrum stað. Myndlistarkonan Una Björg Magnúsdóttir gerir ekki slíka tilraun á sýningunni en hún varpar fram hugmyndum um skynvillu og blekkingar í innsetningu sinni sem er aðlaðandi en fráhrindandi á sama tíma. 

Röð og regla: Skissa að íslenskri samtímalistasögu [IV]

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 16. janúar–17. maí
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Þessi sýning er fjórða skissan að íslenskri samtímalistasögu sem byggist á verkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Valin eru saman verk og sett í þematískt samhengi í tilraun til að endurspegla listasöguna jafnóðum, en þemað í þessari skissu er óhlutbundin myndlist, einnig þekkt sem abstraktlist, og mínimalismi.

Helgi Þór rofnar

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 16. janúar–2. febrúar
Aðgangseyrir: Frá 3.500 kr.

Þessi leiksýning er lítið verk sem fjallar um epískar stærðir í lífinu og veltir fyrir sér spurningunni hvort hægt sé að rjúfa vítahring. Leikritið fjallar um ungan mann sem vinnur í líkbrennslu föður síns og æskufélaga sem rekur bakarí. Síðan bætist ný manneskja inn í líf hans og allt fer á hliðina.

Fjáröflunartónleikar S78: Laura Secord, Brött Brekka, BSÍ, K.óla

Hvar? Iðnó
Hvenær? 23. janúar kl. 19.30
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Rokksveitirnar Laura Secord og Brött Brekka eru meðal mest spennandi flytjenda landsins, en þær gáfu báðar út kynngimagnaðar plötur í fyrra og fagna þeim á þessum fjáröflunartónleikum. Auk þeirra spila líka indí-sveitin BSÍ og popparinn K.óla. Allur ágóði úr miðasölu rennur til ráðgjafarþjónustu Samtakanna ‘78, en engum verður vísað frá vegna fjárskorts.

Chromo Sapiens

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 23. janúar–22. mars
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Þessi innsetning eftir Hrafnhildi Arnardóttur, sem er einnig þekkt undir listamannsnafninu Shoplifter, var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2019. Listsköpun Hrafnhildar liggur á mörkum myndlistar, gjörninga og tísku og sækir hún áhrif frá dægurmenningu og fjöldaframleiðslu, auk alþýðulistar og handverkssögu. Tónverk eftir hljómsveitina HAM hljómar í verkinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár