Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Von­ast er til að skógar­eld­arn­ir í Ástr­al­íu slokkni í kjöl­far regns á næstu mán­uð­um en það kann að skapa önn­ur vanda­mál í land­inu.

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
Skógareldur í Ástralíu Árlega eru miklir skógareldar í Ástralíu, en veturinn 2019 til 2020 hafa þeir verið verri en áður. Mynd: Shutterstock

Miklir gróðureldar hafa geisað víða um Ástralíu á undanförnum vikum. Eldarnir hafa þegar haft víðtæk áhrif á mannfólk, önnur dýr og náttúru. 

Gróðureldar algengir í Ástralíu

Gróðureldar eru vel þekkt fyrirbæri í Ástralíu, sem og á öðrum svæðum heimsins. Í raun eru gróðureldar hluti af náttúrulegu ferli sem á sér stað með reglulegu millibili og eru sumar tegundir plantna til dæmis háðar reglulegum eldum til að endurnýja sig. Gróðureldar eru því upp að vissu marki eðlilegt fyrirbæri.

Þeir gróðureldar sem nú geisa í Ástralíu eru þó á skala sem eru langt yfir eðlilegum mörkum og eru með þeim allra verstu sem hafa átt sér stað í landinu til þessa.

Af hverju eru eldarnir í Ástralíu óvenjulegir?

Gróðureldarnir sem nú herja á Ástralíu hafa haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. Svo slæmir eru eldarnir að í desember 2019 var lýst yfir neyðarástandi í landinu vegna þeirra. Eldarnir hafa þegar leitt til dauða fimm íbúa landsins og gereyðilagt yfir 2.500 byggingar í landinu.

Áhrifin á lífríki landsins hafa ekki síst vakið athygli á heimsvísu. Talið er að eldarnir hafi haft áhrif á um hálfan milljarð dýra. Þar með taldar eru tegundir sem þegar eru viðkvæmar, svo sem kóalabirnir sem eiga í vök að verjast vegna búsvæðaeyðingar af mannavöldum.

Árið 2019 var þurrasta ár Ástralíu frá því að mælingar hófust. Að auki hafa miklar hitabylgjur gengið yfir landið. Þetta tvennt hefur ýtt undir það að gróðureldarnir í ár eru eins miklir og raun ber vitni. Heitasta tímabili sumarsins í suðurhluta Ástralíu er þó ekki enn náð og má því ætla að staðan fari versnandi áður en hún skánar.

Rigningu fylgja ný vandamál

Í nýlegri grein um stöðu gróðureldanna í Ástralíu fjallar Neville Nicholls, prófessor við Monash-háskóla, um það sem búast má við að gerist í framhaldinu. Að hans sögn benda spár til þess að staðan komi til með að skána á milli febrúar og marsmánaðar. Þá er spáð rigningu á þeim svæðum þar sem eldarnir geisa nú. 

Þó svo að rigning myndi vissulega vera mikilvægur liður í því að vinna bug á gróðureldunum er ekki ólíklegt að henni fylgi önnur vandamál.

Á undanförnum árum hefur þurrkatímabilum í landinu gjarnan lokið með miklum regntímabilum. Vegna þess hve þurr gróður og jarðvegur er eftir langt þurrkatímabil er hann illa undirbúinn undir mikla rigningu. Þetta getur leitt til mikilla flóða og jafnvel leifturflóða.

Fellibyljir seinna á ferðinni en vant er

Annar vandi sem gæti steðjað að landinu er að fellibyljatímabilið, sem gengur árlega yfir landið, er seinna á ferðinni en vanalegt er. Þegar að því kemur að tímabilið hefjist er líklegt að þeim fylgi strandflóð sem bætir síst stöðuna.

Það er ekki ólíklegt að staðan í Ástralíu muni versna töluvert áður en hún skánar. Tíminn mun síðan leiða í ljós hvort sagan endurtaki sig á ný í ár og ekki síður hvort viðkvæmt lífríki landsins nái sér á strik í millitíðinni.

Afleiðingar eldanna eru enn ein áminning um áhrif loftslagsbreytinganna á jörðina. Búist er við að öfgar í veðurfari haldi áfram að aukast á ákveðnum svæðum heimsins. Slíkt hefur í för með sér slæmar afleiðingar fyrir íbúa sem og annað lífríki á þeim svæðum sem veðurofsinn snertir.

Ítarefni

Búist við fellibyljum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár