Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Högg fyrir viðskiptavini eftir stöðvun íslenskrar greiðslumiðlunar

Lok­að hef­ur ver­ið fyr­ir greiðsl­ur hjá greiðslumiðl­un­inni DalPay frá því fyr­ir jól eft­ir „óheppi­lega at­burða­rás“. Ástæð­an er sögð gjald­þrot ferða­skrif­stof­unn­ar Far­vel. „Þetta er tölu­vert högg fyr­ir rekst­ur­inn,“ seg­ir einn við­skipta­vina.

Högg fyrir viðskiptavini eftir stöðvun íslenskrar greiðslumiðlunar
Björn Snorrason Forstjóri DalPay er stærsti hluthafi félagsins. Mynd: DalPay

Greiðslumiðlunin DalPay hefur stöðvað allar færslur vegna deilu við viðskiptabankann sinn. Ekki er ljóst hvort fyrirtækið haldi áfram að starfa og inneignir viðskiptavina hafa ekki fengist greiddar út.

Samkvæmt svari frá DalPay við fyrirspurn Stundarinnar er stöðvunin vegna gjaldþrots aðila í ferðaþjónustu, en engar frekari upplýsingar fengust nema þær að von sé á yfirlýsingu.

Í tölvupóstum til viðskiptavina, sem Stundin hefur undir höndum, kemur fram að stöðvunin hafi staðið yfir frá því fyrir jól. „Föstudaginn 20. desember tók [Ferðamálastofa] starfsleyfi af ferðaþjónustufyrirtæki sem við þjónustum. Fyrirtækið hætti starfsemi þegar í stað,“ segir í póstinum frá Dalpay.

„Í framhaldi af þessu tilkynnti bankinn okkur, sem við notum til að taka við Visa og Mastercard á sölureikningum sem þið hafið hjá okkur, að hann mun halda aftur öllum inneignum til að verja sig gegn fjárhagslegu tjóni,“ segir í framhaldinu. „Það er að segja, ekki aðeins inneignum þessa tiltekna fyrirtækis, heldur einnig ykkar inneignum. Þess vegna og án þess að geta gefið ykkur neinn eðlilegan fyrirvara neyðumst við til að taka þá erfiðu ákvörðun að stöðva færslur í gegnum dalpay.is. Hefðum við haldið áfram að taka við færslum væri mjög ólíklegt að þið seljendur, fengjuð greiðslur fyrir færslurnar.“

„Miðað við þessar aðstæður getum við ekki verið viss hvort við getum haldið áfram að starfrækja dalpay.is“

Fram kemur að fyrirtækið hafi ekki náð að finna annan banka fyrir jól þar sem þetta hafi gerst mjög snögglega. „Miðað við þessar aðstæður getum við ekki verið viss hvort við getum haldið áfram að starfrækja dalpay.is,“ segir í tölvupóstinum. „Við ráðleggjum ykkur eindregið sem allra fyrst að finna annan þjónustuaðila til að taka við greiðslum fyrir ykkur.“

Ferðaskrifstofa missti leyfið fyrir jól

Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu var það ferðaskrifstofan Farvel sem var í viðskiptum hjá DalPay og missti leyfi sitt. Lagði hún áherslu á lúxusferðir. „Stöðvun starfseminnar mun hafa áhrif á ferðaplön á milli 100 og 200 manns,“ kom fram í tilkynningu á vef Ferðamálastofu. „Þar sem Farvel ehf. hefur ekki skilað inn hækkaðri tryggingu, í samræmi við vaxandi umsvif fyrirtækisins, liggur fyrir að tryggingafé Farvel dugar ekki til að endurgreiða áætlaðar kröfur þeirra sem hafa greitt fyrir eða inn á pakkaferðir á vegum fyrirtækisins.“

DalPay var stofnað í Dalvík og er í eigu Snorrason Holdings, sem að mestu er í eigu bræðranna Björns og Baldurs Snorrasonar. Starfsemi greiðslumiðlunarinnar nær út um allan heim, en 50 milljón króna tap var á rekstrinum árið 2018 samkvæmt ársreikningi. Nýtt félag, Dalpay ehf., var hins vegar skráð í fyrirtækjaskrá í lok árs 2018 með sömu hluthöfum, en engin starfsemi var í því það árið.

Í tölvupósti sem sendur var á viðskiptavini í kjölfar fyrirspurnar Stundarinnar kemur fram að lögfræðingar DalPay séu að vinna með bankanum að lausn mála. „Það er alveg skýrt að sú óheppilega atburðarás sem átti sér stað rétt fyrir jólin hefur áhrif á marga aðila og gerum bæði við og færslubankinn okkur fulla grein fyrir að vinna þarf hratt að lausn mála.“

„Töluvert högg“ fyrir viðskiptavin

Bjarni Rúnar Einarsson, hjá fyrirtækinu PageKite, fjallar um málið á vefsíðu þess í gær. „Við fengum slæmar fréttir í pósti á föstudag,“ skrifar hann á ensku, en þýðing er blaðamanns. „Því miður getur greiðslumiðlunin okkar, DalPay, ekki unnið úr greiðslukortafærslum eða áskriftum fyrir okkur hönd, vegna deilu á milli þeirra og bankans þeirra. Af þessum ástæðum getum við ekki rukkað meirihluta viðskiptavina okkar fyrir þjónustuna.“

Í færslunni segir Bjarni Rúnar að fyrirtækið þurfi að grípa til notkunar varasjóðs, auk þess sem aðrar tekjur hjálpi þeim á meðan unnið sé úr málunum. Á meðan verði þjónustan ókeypis fyrir einstaklinga og smærri notendur. „Þetta er töluvert högg fyrir reksturinn, en ekki endalok PageKite,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár