Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Högg fyrir viðskiptavini eftir stöðvun íslenskrar greiðslumiðlunar

Lok­að hef­ur ver­ið fyr­ir greiðsl­ur hjá greiðslumiðl­un­inni DalPay frá því fyr­ir jól eft­ir „óheppi­lega at­burða­rás“. Ástæð­an er sögð gjald­þrot ferða­skrif­stof­unn­ar Far­vel. „Þetta er tölu­vert högg fyr­ir rekst­ur­inn,“ seg­ir einn við­skipta­vina.

Högg fyrir viðskiptavini eftir stöðvun íslenskrar greiðslumiðlunar
Björn Snorrason Forstjóri DalPay er stærsti hluthafi félagsins. Mynd: DalPay

Greiðslumiðlunin DalPay hefur stöðvað allar færslur vegna deilu við viðskiptabankann sinn. Ekki er ljóst hvort fyrirtækið haldi áfram að starfa og inneignir viðskiptavina hafa ekki fengist greiddar út.

Samkvæmt svari frá DalPay við fyrirspurn Stundarinnar er stöðvunin vegna gjaldþrots aðila í ferðaþjónustu, en engar frekari upplýsingar fengust nema þær að von sé á yfirlýsingu.

Í tölvupóstum til viðskiptavina, sem Stundin hefur undir höndum, kemur fram að stöðvunin hafi staðið yfir frá því fyrir jól. „Föstudaginn 20. desember tók [Ferðamálastofa] starfsleyfi af ferðaþjónustufyrirtæki sem við þjónustum. Fyrirtækið hætti starfsemi þegar í stað,“ segir í póstinum frá Dalpay.

„Í framhaldi af þessu tilkynnti bankinn okkur, sem við notum til að taka við Visa og Mastercard á sölureikningum sem þið hafið hjá okkur, að hann mun halda aftur öllum inneignum til að verja sig gegn fjárhagslegu tjóni,“ segir í framhaldinu. „Það er að segja, ekki aðeins inneignum þessa tiltekna fyrirtækis, heldur einnig ykkar inneignum. Þess vegna og án þess að geta gefið ykkur neinn eðlilegan fyrirvara neyðumst við til að taka þá erfiðu ákvörðun að stöðva færslur í gegnum dalpay.is. Hefðum við haldið áfram að taka við færslum væri mjög ólíklegt að þið seljendur, fengjuð greiðslur fyrir færslurnar.“

„Miðað við þessar aðstæður getum við ekki verið viss hvort við getum haldið áfram að starfrækja dalpay.is“

Fram kemur að fyrirtækið hafi ekki náð að finna annan banka fyrir jól þar sem þetta hafi gerst mjög snögglega. „Miðað við þessar aðstæður getum við ekki verið viss hvort við getum haldið áfram að starfrækja dalpay.is,“ segir í tölvupóstinum. „Við ráðleggjum ykkur eindregið sem allra fyrst að finna annan þjónustuaðila til að taka við greiðslum fyrir ykkur.“

Ferðaskrifstofa missti leyfið fyrir jól

Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu var það ferðaskrifstofan Farvel sem var í viðskiptum hjá DalPay og missti leyfi sitt. Lagði hún áherslu á lúxusferðir. „Stöðvun starfseminnar mun hafa áhrif á ferðaplön á milli 100 og 200 manns,“ kom fram í tilkynningu á vef Ferðamálastofu. „Þar sem Farvel ehf. hefur ekki skilað inn hækkaðri tryggingu, í samræmi við vaxandi umsvif fyrirtækisins, liggur fyrir að tryggingafé Farvel dugar ekki til að endurgreiða áætlaðar kröfur þeirra sem hafa greitt fyrir eða inn á pakkaferðir á vegum fyrirtækisins.“

DalPay var stofnað í Dalvík og er í eigu Snorrason Holdings, sem að mestu er í eigu bræðranna Björns og Baldurs Snorrasonar. Starfsemi greiðslumiðlunarinnar nær út um allan heim, en 50 milljón króna tap var á rekstrinum árið 2018 samkvæmt ársreikningi. Nýtt félag, Dalpay ehf., var hins vegar skráð í fyrirtækjaskrá í lok árs 2018 með sömu hluthöfum, en engin starfsemi var í því það árið.

Í tölvupósti sem sendur var á viðskiptavini í kjölfar fyrirspurnar Stundarinnar kemur fram að lögfræðingar DalPay séu að vinna með bankanum að lausn mála. „Það er alveg skýrt að sú óheppilega atburðarás sem átti sér stað rétt fyrir jólin hefur áhrif á marga aðila og gerum bæði við og færslubankinn okkur fulla grein fyrir að vinna þarf hratt að lausn mála.“

„Töluvert högg“ fyrir viðskiptavin

Bjarni Rúnar Einarsson, hjá fyrirtækinu PageKite, fjallar um málið á vefsíðu þess í gær. „Við fengum slæmar fréttir í pósti á föstudag,“ skrifar hann á ensku, en þýðing er blaðamanns. „Því miður getur greiðslumiðlunin okkar, DalPay, ekki unnið úr greiðslukortafærslum eða áskriftum fyrir okkur hönd, vegna deilu á milli þeirra og bankans þeirra. Af þessum ástæðum getum við ekki rukkað meirihluta viðskiptavina okkar fyrir þjónustuna.“

Í færslunni segir Bjarni Rúnar að fyrirtækið þurfi að grípa til notkunar varasjóðs, auk þess sem aðrar tekjur hjálpi þeim á meðan unnið sé úr málunum. Á meðan verði þjónustan ókeypis fyrir einstaklinga og smærri notendur. „Þetta er töluvert högg fyrir reksturinn, en ekki endalok PageKite,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu