Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skráðum kynferðisbrotamálum fjölgar gríðarlega

Mik­il aukn­ing er milli ára í til­kynnt­um kyn­ferð­is­brota­mál­um, óháð því hvenær brot­in voru fram­in, til Lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. 70 fleiri mál það sem af er ári en voru skráð á sama tíma í fyrra.

Skráðum kynferðisbrotamálum fjölgar gríðarlega
Fleiri tilkynna Tilkynningum um kynferðisbrot, óháð því hvenær þau hafa átt sér stað, fer fjölgandi. Mynd: Shutterstock

Gríðarleg fjölgun hefur orðið í skráningum á kynferðisbrotum hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu milli ára. Er þá um að ræða brot sem tilkynnt eru til lögreglu og þau skráð, óháð því hvenær brotin áttu sér stað. Ráðgjafi hjá Stígamótum þakkar þetta aukinni umræðu og ýmsum hópum sem hafa staðið á bak við átök eða byltingar á borð við #metoo. Þá hafi aðgengi brotaþola að lögreglu verið stórlega bætt með tilkomu samstarfs lögreglunnar og Bjarkarhlíðar.

Fleiri kynferðisbrot voru tilkynnt til Lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu fyrstu ellefu mánuði ársins heldur en á sama tímabili á síðasta ári, 2018. Það sem af er ári hafa þá borist um þrjú prósent fleiri tilkynningar um kynferðisbrot en bárust að meðaltali á sama tímabili ár. 27 tilkynningar bárust um kynferðisbrot sem áttu sér stað í nóvembermánuði, þremur fleiri en í október. Þá fjölgaði skráningum kynferðisbrota, óháð því hvenær þau áttu sér stað, verulega milli ára.

Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að fyrstu ellefu mánaðuði ársins hafi lögreglan á höfðuborgarsvæðinu fengið 275 tilkynningar um kynferðisbrot til sín. Á sama tíma á síðasta ári hafði lögreglan fengið 248 tilkynningar inn á borð til sín um kynferðisbrot. Árið 2017 höfðu hins vegar 311 kynferðisbrot verið tilkynnt til lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins.

44 prósent fleiri mál

Þegar horft er til skráðra kynferðisbrota á árinu, óháð því hvenær þau áttu sér stað, hafa 420 brot verið tilkynnt og skráð hjá lögreglunni á höguðborgarsvæðinu það sem af er ári. Það eru 44 prósent fleiri brot en skráð voru að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan. Fyrstu ellefu mánuði ársins 2018 voru 350 kynferðisbrot skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, á sama tímabili árið 2017 voru brotin 286 og 239 árið 2016.

„Ég held að #metoo hafi meðal annars haft þessi áhrif, að fleiri treysta sér til að kæra“

Karen Eiríksdóttir ráðgjafi hjá Stígamótum segir að þessi aukning komi Stígamótum ekki á óvart. Aukin umræða um kynferðisbrot og samfélagsbyltingar á borð við #metoo hafi haft þau áhrif að fleiri konur treysti sér nú til að stíga fram og tilkynna að brotið hafi verið á þeim. Þá hafi tilkoma Bjarkarhlíðar, þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, einnig skipt máli en í Bjarkarhlíð er starfandi lögreglumaður sem Karen segist telja að skipti verulegu máli þegar kemur að því að þolendur treysti sér til að kæra mál. „Að þurfa ekki að fara inn í stofnanaumhverfi eins og á lögreglustöðinni á Hverfisgötu skiptir marga miklu máli.“

Ragna Björg Guðbrandsdóttir teymisstjóri Bjarkarhlíðar staðfestir þetta. „Það er mjög algengt hjá okkur, vegna þess að hjá okkur starfa lögreglukona frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að verið sé að leggja fram kærur í eldri kynferðisbrotamálum, jafnvel fyrndum málum. Það hefur verið aukning í þessu málum jafnt og þétt og það sem við sjáum hjá okkur passar því nokkuð við þessar tölur sem þarna koma fram. Ég held að #metoo hafi meðal annars haft þessi áhrif, að fleiri treysta sér til að kæra.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár