Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, veit ekki hvaða tekjur félagið hefur af bílastæðum við flugvöllinn, ekki hver nýting bílastæða við flugvöllinn er og ekki hver rekstrarkostnaður félagsins af umræddum bílastæðum er. Ekki liggur fyrir hvaða tekjur félagið hefur af bílastæðagjöldum sem einstaklingar, leigubílar eða bílaleigur greiða. Einungis liggur fyrir hvað hópferðafyrirtæki hafa greitt fyrir afnot af bílastæðum við Keflavíkurflugvöll.
Þetta fæst staðfest í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál en blaðamaður Stundarinnar kærði synjun Isavia um að veita upplýsingar um tekjur og kostnað við rekstur bílastæða við flugvöllinn fyrir árið 2017. Sú kæra var lögð fram í júní 2018 en niðurstaða úrskurðarnefndarinnar lá ekki fyrir fyrr en 13. desember síðastliðinn. Sá mikli dráttur sem varð á málinu er einkum tilkominn vegna þess að Isavia afhenti úrskurðarnefndinni ekki þau gögn sem farið var fram á að félagið afhenti fyrr en eftir dúk og disk. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að sá dráttur sem þar hafi …
Athugasemdir