Upprisa Geimgengils er níunda og síðasta númeraða myndin í Stjörnustríðsseríunni. Hún hefur ekki aðeins verið kynnt sem lokapunkturinn á þríleiknum um þessa sögu sem gerist fyrir óralöngu á fjarlægri vetrarbraut, heldur sem myndin sem á að loka öllum þremur þríleikjunum. Það er til mikils ætlast af einni mynd, að færa þremur kynslóðum aðdáenda endalokin sem serían verðskuldar. Hún líður því fyrir væntingar og metnaðarfulla auglýsingaherferð.
Kvikmyndaserían hófst fyrir 42 árum, sem sagan um Loga Geimgengil, bóndastrák sem var hrakinn frá heimili sínu og fór því á vit ævintýranna. Þar kynntist hann Hans Óla, prinsessunni Lilju og fleiri hetjum og skúrkum, átti tilfinningaríka baráttu og uppgjör við áður óþekktan föður sinn, Svarthöfða, og leiddi á endanum uppreisn sem steypti illa keisaranum af stóli.
Þríleikir eru þrekvirki
Upphaflegi þríleikurinn lifir farsælu lífi í minningunni, en á sínum tíma var hann mjög umdeildur. Sumir aðdáendur voru bálreiðir yfir því að Hans Óli og …
Athugasemdir