Innviðir náttúru og sálar

Skáld­sag­an Ína er vel upp byggð, hver kafli bæt­ir við heild­ar­mynd­ina og mik­ið er lagt í lýs­ing­ar á lands­lagi, jarð­fræði og nátt­úr­unni í ólík­um mynd­um og ólík­um veðr­um. En sag­an er ekki að­eins lýs­ing á at­burði við Öskju, ferða- og nátt­úru­lýs­ing, hún er einnig tvö­föld ástar­saga; lýs­ing á innra lífi kon­unn­ar sem öðl­ast sál­ar­ró og sátt í faðmi nátt­úr­unn­ar.

Innviðir náttúru og sálar
Öskjuvatn Skáldsagan Ína er ekki aðeins lýsing á atburði við Öskju, ferða- og náttúrulýsing, hún er einnig tvöföld ástarsaga; lýsing á innra lífi konunnar sem öðlast sálarró og sátt í faðmi nátúrunnar. Mynd: Wikimedia Commons

Árið 1907 fórust tveir ungir Þjóðverjar við Öskju, jarðfræðingurinn Walter von Knebel (1880-1907) og listmálarinn Max Rudloff. Talið er að þeir hafi drukknað í Öskjuvatni, en lík þeirra fundust aldrei. Ári síðar kom unnusta Walters, Ína von Grumbkow (1872-1942), til Íslands og ferðaðist sömu slóðir í tilraun til að grafast fyrir um örlög mannanna og í viðleitni til að takast á við sorgina og sætta sig við missinn. Þessi harmsaga er uppspretta skáldsögunnar ÍNA eftir Skúla Thoroddsen og er um hans fyrstu skáldsögu að ræða, áður hefur Skúli sent frá sér ljóðabókina Í ljósi tímans (2002).

Efnið er tilvalið í sögulegt skáldverk; hefur að geyma óleysta gátu og harmleik á stórum skala, enda hefur margt verið rætt og ritað um málið á þeirri ríflegu öld sem liðin er síðan Þjóðverjarnir tveir hurfu sporlaust. Fóru þá ýmsar sögusagnir á kreik, sérstaklega …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár