Árið 1907 fórust tveir ungir Þjóðverjar við Öskju, jarðfræðingurinn Walter von Knebel (1880-1907) og listmálarinn Max Rudloff. Talið er að þeir hafi drukknað í Öskjuvatni, en lík þeirra fundust aldrei. Ári síðar kom unnusta Walters, Ína von Grumbkow (1872-1942), til Íslands og ferðaðist sömu slóðir í tilraun til að grafast fyrir um örlög mannanna og í viðleitni til að takast á við sorgina og sætta sig við missinn. Þessi harmsaga er uppspretta skáldsögunnar ÍNA eftir Skúla Thoroddsen og er um hans fyrstu skáldsögu að ræða, áður hefur Skúli sent frá sér ljóðabókina Í ljósi tímans (2002).
Efnið er tilvalið í sögulegt skáldverk; hefur að geyma óleysta gátu og harmleik á stórum skala, enda hefur margt verið rætt og ritað um málið á þeirri ríflegu öld sem liðin er síðan Þjóðverjarnir tveir hurfu sporlaust. Fóru þá ýmsar sögusagnir á kreik, sérstaklega …
Athugasemdir