Flugstjóri, flugmaður og áhafnarmeðlimur í flugvél Icelandair, FI533, sem lenti í München í Þýskalandi þann 5. desember síðastliðinn, létu vinnustöðvun hlaðmanna á flugvellinum ekki koma í veg fyrir að vélin færi aftur á loft í tæka tíð. Þegar þeim varð ljóst að hlaðmenn á vettvangi væru í verkfalli tóku þeir sjálfir til við að afhlaða farangur vélarinnar auk þess sem þeir hlóðu hana aftur fyrir brottför.
Skiptar skoðanir eru um réttmæti þessara aðgerða á meðal starfsmanna Icelandair, meðal annars í ljósi þess að flugfreyjur Icelandair hafa verið samningslausar í næstum ár. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs félagsins, er á meðal þeirra sem hrósa þremenningunum í umræðum á innri vef félagsins, en þar sagði hún atvikið til marks um það hvað Ísland stendur fyrir.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir þremenningana sjálfa hafa átt frumkvæði að því að ganga í störf hlaðmanna. Þetta hafi þeir gert til þess að …
Athugasemdir