Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Reiðisím­tal Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar upp­ljóstr­ara við fyrr­ver­andi eig­in­konu hans hef­ur ver­ið birt á Youtu­be. Fyrr­ver­andi eig­in­kona hans seg­ist ekki hafa birt mynd­band­ið, en hafa deilt því með starfs­manni Sam­herja fyr­ir nokkr­um ár­um.

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
Jóhannes Stefánsson Reiðisímtal hans til eiginkonu sinnar hefur verið komið í dreifingu á netinu gegn vilja hennar. Mynd: Davíð Þór

Símtal Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara við fyrrverandi eiginkonu hans, þar sem hann hótar henni og öðrum öllu illu, hefur verið birt á Youtube á nafnlausum aðgangi.

Fyrrverandi eiginkona Jóhannesar, sem tók upp samtalið, segir við Stundina að hún hafi ekki birt myndbandið og enginn á hennar vegum. Hún tók myndbandið árið 2017. Jóhannes hafi beðist afsökunar á framkomu sinni og reynt að bæta henni það upp. Hún sé ekki ósátt við Jóhannes í dag.

Hún hafi hins vegar deilt myndbandinu með Jóni Óttari Ólafssyni, starfsmanni Samherja, árið 2017, og nokkrum öðrum.

Jóhannes segir í samtali við Stundina að hann hafi verið ölvaður og örvinglaður þegar hann hringdi í eiginkonu sína.

„Á þessu tímabili upplifði ég mig í mikilli lífshættu. Ég var örvinglaður og tókst á við aðstæðurnar með því að drekka áfengi. Ég sagði hluti sem ég hef ætíð séð eftir og hef gengist við því og beðið alla hlutaðeigandi aðila afsökunar,“ segir Jóhannes.

„Ég sagði hluti sem ég hef ætíð séð eftir og hef gengist við því og beðið alla hlutaðeigandi aðila afsökunar“

Fyrrverandi eiginkona hans vildi ekki koma fram undir nafni, þar sem hún vildi ekki vera aðili að Samherjamálinu.

Jóhannes Stefánsson steig fram um miðjan nóvember og greindi frá mútugreiðslum og stórfelldum aflandsviðskiptum Samherja í Afríku. Hann var framkvæmdastjóri dótturfélags Samherja í Namibíu og kaus að afhjúpa starfsemina með því að afhenda gögn um tölvupósta og millifærslur til Wikileaks. Stundin hefur fjallað um málið í samstarfi við Wikileaks, Ríkisútvarpið, Al Jazeera og namibíska dagblaðið Namibian.

Myndbandi komið í umferðFyrrverandi eiginkona Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara segir myndbandinu af samtali þeirra tveggja hafa verið komið í umferð gegn vilja hennar. Þau hafi náð sáttum. Í meðfylgjandi útgáfu myndbandsins hafa nöfn aðstandenda hennar verið afmáð.
Myndbandið birt án nafnaStundin birtir hér myndbandið af upptöku á samtali Jóhannesar Stefánssonar við eiginkonu hans, í útgáfu þar sem nöfn aðstandenda hennar hafa verið fjarlægð. Í annarri útgáfu á Youtube, sem birt var af óþekktum aðilum, eru nöfnin birt.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár