Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Reiðisím­tal Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar upp­ljóstr­ara við fyrr­ver­andi eig­in­konu hans hef­ur ver­ið birt á Youtu­be. Fyrr­ver­andi eig­in­kona hans seg­ist ekki hafa birt mynd­band­ið, en hafa deilt því með starfs­manni Sam­herja fyr­ir nokkr­um ár­um.

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
Jóhannes Stefánsson Reiðisímtal hans til eiginkonu sinnar hefur verið komið í dreifingu á netinu gegn vilja hennar. Mynd: Davíð Þór

Símtal Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara við fyrrverandi eiginkonu hans, þar sem hann hótar henni og öðrum öllu illu, hefur verið birt á Youtube á nafnlausum aðgangi.

Fyrrverandi eiginkona Jóhannesar, sem tók upp samtalið, segir við Stundina að hún hafi ekki birt myndbandið og enginn á hennar vegum. Hún tók myndbandið árið 2017. Jóhannes hafi beðist afsökunar á framkomu sinni og reynt að bæta henni það upp. Hún sé ekki ósátt við Jóhannes í dag.

Hún hafi hins vegar deilt myndbandinu með Jóni Óttari Ólafssyni, starfsmanni Samherja, árið 2017, og nokkrum öðrum.

Jóhannes segir í samtali við Stundina að hann hafi verið ölvaður og örvinglaður þegar hann hringdi í eiginkonu sína.

„Á þessu tímabili upplifði ég mig í mikilli lífshættu. Ég var örvinglaður og tókst á við aðstæðurnar með því að drekka áfengi. Ég sagði hluti sem ég hef ætíð séð eftir og hef gengist við því og beðið alla hlutaðeigandi aðila afsökunar,“ segir Jóhannes.

„Ég sagði hluti sem ég hef ætíð séð eftir og hef gengist við því og beðið alla hlutaðeigandi aðila afsökunar“

Fyrrverandi eiginkona hans vildi ekki koma fram undir nafni, þar sem hún vildi ekki vera aðili að Samherjamálinu.

Jóhannes Stefánsson steig fram um miðjan nóvember og greindi frá mútugreiðslum og stórfelldum aflandsviðskiptum Samherja í Afríku. Hann var framkvæmdastjóri dótturfélags Samherja í Namibíu og kaus að afhjúpa starfsemina með því að afhenda gögn um tölvupósta og millifærslur til Wikileaks. Stundin hefur fjallað um málið í samstarfi við Wikileaks, Ríkisútvarpið, Al Jazeera og namibíska dagblaðið Namibian.

Myndbandi komið í umferðFyrrverandi eiginkona Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara segir myndbandinu af samtali þeirra tveggja hafa verið komið í umferð gegn vilja hennar. Þau hafi náð sáttum. Í meðfylgjandi útgáfu myndbandsins hafa nöfn aðstandenda hennar verið afmáð.
Myndbandið birt án nafnaStundin birtir hér myndbandið af upptöku á samtali Jóhannesar Stefánssonar við eiginkonu hans, í útgáfu þar sem nöfn aðstandenda hennar hafa verið fjarlægð. Í annarri útgáfu á Youtube, sem birt var af óþekktum aðilum, eru nöfnin birt.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
5
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu