Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Reiðisím­tal Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar upp­ljóstr­ara við fyrr­ver­andi eig­in­konu hans hef­ur ver­ið birt á Youtu­be. Fyrr­ver­andi eig­in­kona hans seg­ist ekki hafa birt mynd­band­ið, en hafa deilt því með starfs­manni Sam­herja fyr­ir nokkr­um ár­um.

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
Jóhannes Stefánsson Reiðisímtal hans til eiginkonu sinnar hefur verið komið í dreifingu á netinu gegn vilja hennar. Mynd: Davíð Þór

Símtal Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara við fyrrverandi eiginkonu hans, þar sem hann hótar henni og öðrum öllu illu, hefur verið birt á Youtube á nafnlausum aðgangi.

Fyrrverandi eiginkona Jóhannesar, sem tók upp samtalið, segir við Stundina að hún hafi ekki birt myndbandið og enginn á hennar vegum. Hún tók myndbandið árið 2017. Jóhannes hafi beðist afsökunar á framkomu sinni og reynt að bæta henni það upp. Hún sé ekki ósátt við Jóhannes í dag.

Hún hafi hins vegar deilt myndbandinu með Jóni Óttari Ólafssyni, starfsmanni Samherja, árið 2017, og nokkrum öðrum.

Jóhannes segir í samtali við Stundina að hann hafi verið ölvaður og örvinglaður þegar hann hringdi í eiginkonu sína.

„Á þessu tímabili upplifði ég mig í mikilli lífshættu. Ég var örvinglaður og tókst á við aðstæðurnar með því að drekka áfengi. Ég sagði hluti sem ég hef ætíð séð eftir og hef gengist við því og beðið alla hlutaðeigandi aðila afsökunar,“ segir Jóhannes.

„Ég sagði hluti sem ég hef ætíð séð eftir og hef gengist við því og beðið alla hlutaðeigandi aðila afsökunar“

Fyrrverandi eiginkona hans vildi ekki koma fram undir nafni, þar sem hún vildi ekki vera aðili að Samherjamálinu.

Jóhannes Stefánsson steig fram um miðjan nóvember og greindi frá mútugreiðslum og stórfelldum aflandsviðskiptum Samherja í Afríku. Hann var framkvæmdastjóri dótturfélags Samherja í Namibíu og kaus að afhjúpa starfsemina með því að afhenda gögn um tölvupósta og millifærslur til Wikileaks. Stundin hefur fjallað um málið í samstarfi við Wikileaks, Ríkisútvarpið, Al Jazeera og namibíska dagblaðið Namibian.

Myndbandi komið í umferðFyrrverandi eiginkona Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara segir myndbandinu af samtali þeirra tveggja hafa verið komið í umferð gegn vilja hennar. Þau hafi náð sáttum. Í meðfylgjandi útgáfu myndbandsins hafa nöfn aðstandenda hennar verið afmáð.
Myndbandið birt án nafnaStundin birtir hér myndbandið af upptöku á samtali Jóhannesar Stefánssonar við eiginkonu hans, í útgáfu þar sem nöfn aðstandenda hennar hafa verið fjarlægð. Í annarri útgáfu á Youtube, sem birt var af óþekktum aðilum, eru nöfnin birt.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár