Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks sagði að það lærði eng­inn ís­lensku sem ekki les bibl­í­una í um­ræð­um á Al­þingi um nýj­an samn­ing rík­is­ins og þjóð­kirkj­unn­ar.

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
Brynjar Níelsson Þingmaðurinn átti orðaskipti við Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata. Mynd: Pressphotos.biz

„Þetta er alveg vonlaus félagsskapur að mínu viti og einhver sá vitlausasti á landinu nú um stundir.“ Þetta sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um lífsskoðunarfélagið Siðmennt á Alþingi í dag.

Til umræðu var nýr samningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Samningurinn tryggir greiðslur ríkissjóðs til þjóðkirkjunnar næstu 15 ár og nema þær 2,7 milljörðum króna á ári. Samningurinn hefur ekki áhrif á aðrar greiðslur til þjóðkirkjunnar sem lög kveða á um og er óháður öðrum tekjum sem þjóðkirkjan aflar sér.

Brynjar kom upp í andsvörum við ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hafði gagnrýnt fyrirkomulagið. Benti Helgi Hrafn á að önnur trú- og lífsskoðunarfélög veittu þjónustu eins og þjóðkirkjan og gagnrýndi upphæð og forsendur samningsins.

Brynjar sagðist styðja þjóðkirkjuna þar sem hún geri gagn og að ekki skipti máli þó samningurinn væri ekki mjög góður. „Við eigum bara að horfa á það að við erum að styðja og vernda þessa þjóðkirkju,“ sagði Brynjar. „Hún hefur skyldur umfram aðrar stofnanir, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þetta er kristinn söfnuður, við erum kristin menningarþjóð. Svo eiga menn líka bara að lesa biblíuna þó þeir hafi enga trúarsannfæringu. Þó ekki nema til þess að læra íslensku! Það lærir enginn íslensku sem les ekki biblíuna, háttvirtur þingmaður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár