Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks sagði að það lærði eng­inn ís­lensku sem ekki les bibl­í­una í um­ræð­um á Al­þingi um nýj­an samn­ing rík­is­ins og þjóð­kirkj­unn­ar.

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
Brynjar Níelsson Þingmaðurinn átti orðaskipti við Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata. Mynd: Pressphotos.biz

„Þetta er alveg vonlaus félagsskapur að mínu viti og einhver sá vitlausasti á landinu nú um stundir.“ Þetta sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um lífsskoðunarfélagið Siðmennt á Alþingi í dag.

Til umræðu var nýr samningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Samningurinn tryggir greiðslur ríkissjóðs til þjóðkirkjunnar næstu 15 ár og nema þær 2,7 milljörðum króna á ári. Samningurinn hefur ekki áhrif á aðrar greiðslur til þjóðkirkjunnar sem lög kveða á um og er óháður öðrum tekjum sem þjóðkirkjan aflar sér.

Brynjar kom upp í andsvörum við ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hafði gagnrýnt fyrirkomulagið. Benti Helgi Hrafn á að önnur trú- og lífsskoðunarfélög veittu þjónustu eins og þjóðkirkjan og gagnrýndi upphæð og forsendur samningsins.

Brynjar sagðist styðja þjóðkirkjuna þar sem hún geri gagn og að ekki skipti máli þó samningurinn væri ekki mjög góður. „Við eigum bara að horfa á það að við erum að styðja og vernda þessa þjóðkirkju,“ sagði Brynjar. „Hún hefur skyldur umfram aðrar stofnanir, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þetta er kristinn söfnuður, við erum kristin menningarþjóð. Svo eiga menn líka bara að lesa biblíuna þó þeir hafi enga trúarsannfæringu. Þó ekki nema til þess að læra íslensku! Það lærir enginn íslensku sem les ekki biblíuna, háttvirtur þingmaður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár