Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks sagði að það lærði eng­inn ís­lensku sem ekki les bibl­í­una í um­ræð­um á Al­þingi um nýj­an samn­ing rík­is­ins og þjóð­kirkj­unn­ar.

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
Brynjar Níelsson Þingmaðurinn átti orðaskipti við Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata. Mynd: Pressphotos.biz

„Þetta er alveg vonlaus félagsskapur að mínu viti og einhver sá vitlausasti á landinu nú um stundir.“ Þetta sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um lífsskoðunarfélagið Siðmennt á Alþingi í dag.

Til umræðu var nýr samningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Samningurinn tryggir greiðslur ríkissjóðs til þjóðkirkjunnar næstu 15 ár og nema þær 2,7 milljörðum króna á ári. Samningurinn hefur ekki áhrif á aðrar greiðslur til þjóðkirkjunnar sem lög kveða á um og er óháður öðrum tekjum sem þjóðkirkjan aflar sér.

Brynjar kom upp í andsvörum við ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hafði gagnrýnt fyrirkomulagið. Benti Helgi Hrafn á að önnur trú- og lífsskoðunarfélög veittu þjónustu eins og þjóðkirkjan og gagnrýndi upphæð og forsendur samningsins.

Brynjar sagðist styðja þjóðkirkjuna þar sem hún geri gagn og að ekki skipti máli þó samningurinn væri ekki mjög góður. „Við eigum bara að horfa á það að við erum að styðja og vernda þessa þjóðkirkju,“ sagði Brynjar. „Hún hefur skyldur umfram aðrar stofnanir, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þetta er kristinn söfnuður, við erum kristin menningarþjóð. Svo eiga menn líka bara að lesa biblíuna þó þeir hafi enga trúarsannfæringu. Þó ekki nema til þess að læra íslensku! Það lærir enginn íslensku sem les ekki biblíuna, háttvirtur þingmaður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
3
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár