Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks sagði að það lærði eng­inn ís­lensku sem ekki les bibl­í­una í um­ræð­um á Al­þingi um nýj­an samn­ing rík­is­ins og þjóð­kirkj­unn­ar.

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
Brynjar Níelsson Þingmaðurinn átti orðaskipti við Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata. Mynd: Pressphotos.biz

„Þetta er alveg vonlaus félagsskapur að mínu viti og einhver sá vitlausasti á landinu nú um stundir.“ Þetta sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um lífsskoðunarfélagið Siðmennt á Alþingi í dag.

Til umræðu var nýr samningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Samningurinn tryggir greiðslur ríkissjóðs til þjóðkirkjunnar næstu 15 ár og nema þær 2,7 milljörðum króna á ári. Samningurinn hefur ekki áhrif á aðrar greiðslur til þjóðkirkjunnar sem lög kveða á um og er óháður öðrum tekjum sem þjóðkirkjan aflar sér.

Brynjar kom upp í andsvörum við ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hafði gagnrýnt fyrirkomulagið. Benti Helgi Hrafn á að önnur trú- og lífsskoðunarfélög veittu þjónustu eins og þjóðkirkjan og gagnrýndi upphæð og forsendur samningsins.

Brynjar sagðist styðja þjóðkirkjuna þar sem hún geri gagn og að ekki skipti máli þó samningurinn væri ekki mjög góður. „Við eigum bara að horfa á það að við erum að styðja og vernda þessa þjóðkirkju,“ sagði Brynjar. „Hún hefur skyldur umfram aðrar stofnanir, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þetta er kristinn söfnuður, við erum kristin menningarþjóð. Svo eiga menn líka bara að lesa biblíuna þó þeir hafi enga trúarsannfæringu. Þó ekki nema til þess að læra íslensku! Það lærir enginn íslensku sem les ekki biblíuna, háttvirtur þingmaður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár