Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks sagði að það lærði eng­inn ís­lensku sem ekki les bibl­í­una í um­ræð­um á Al­þingi um nýj­an samn­ing rík­is­ins og þjóð­kirkj­unn­ar.

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
Brynjar Níelsson Þingmaðurinn átti orðaskipti við Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata. Mynd: Pressphotos.biz

„Þetta er alveg vonlaus félagsskapur að mínu viti og einhver sá vitlausasti á landinu nú um stundir.“ Þetta sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um lífsskoðunarfélagið Siðmennt á Alþingi í dag.

Til umræðu var nýr samningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Samningurinn tryggir greiðslur ríkissjóðs til þjóðkirkjunnar næstu 15 ár og nema þær 2,7 milljörðum króna á ári. Samningurinn hefur ekki áhrif á aðrar greiðslur til þjóðkirkjunnar sem lög kveða á um og er óháður öðrum tekjum sem þjóðkirkjan aflar sér.

Brynjar kom upp í andsvörum við ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hafði gagnrýnt fyrirkomulagið. Benti Helgi Hrafn á að önnur trú- og lífsskoðunarfélög veittu þjónustu eins og þjóðkirkjan og gagnrýndi upphæð og forsendur samningsins.

Brynjar sagðist styðja þjóðkirkjuna þar sem hún geri gagn og að ekki skipti máli þó samningurinn væri ekki mjög góður. „Við eigum bara að horfa á það að við erum að styðja og vernda þessa þjóðkirkju,“ sagði Brynjar. „Hún hefur skyldur umfram aðrar stofnanir, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þetta er kristinn söfnuður, við erum kristin menningarþjóð. Svo eiga menn líka bara að lesa biblíuna þó þeir hafi enga trúarsannfæringu. Þó ekki nema til þess að læra íslensku! Það lærir enginn íslensku sem les ekki biblíuna, háttvirtur þingmaður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár