Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins voru veitt í þrettánda sinn 3. desember síðastliðinn, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Stundin hlaut þar hvatningarverðlaunin í flokknum umfjöllun og kynning. Var í röksemd með veitingu verðlaunanna tiltekið að þau væru veitt Stundinni fyrir vandaða umfjöllun um málefni öryrkja, sjúklinga og ellilífeyrisþega. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitti verðlaunin.
Í ræðu sinni við afhendinguna sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, að einstaklega ánægjulegt væri að á hverju ári hlytu nýir aðilar verðlaunin. Það vekti athygli á að í samfélaginu væri fjöldinn allur af ófötluðu fólki sem skilji og styðji mannréttindabaráttu öryrkja. „Það er gott að finna að við erum ekki ein í baráttunni, því á hverju ári leggur fjöldi einstaklinga, samtaka, fyrirtækja og stofnana baráttu okkar lið og hvetur með því til skilnings og viðhorfsbreytinga í garð fatlaðs fólks.“
Aðrir sem fengu hvatningarverðlaunin að þessu sinni voru Sólveig Ásgrímsdóttir í flokki einstaklinga. Sólveig fékk verðlaunin fyrir bókina …
Athugasemdir