Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjöri Framsóknarflokksins haustið 2016 og stofnaði í kjölfarið Miðflokkinn. Hann hafði áður þurft að víkja úr ríkisstjórn með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, vegna uppljóstrana í Panamaskjölunum og loks varð hann uppvís um það í nóvember 2018 að taka þátt í niðrandi samtali um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, á Klaustri bar.
Stærstur hjá eldri kjósendum
Eftir nokkurt fylgistap í kringum hneykslismál hefur Sigmundur Davíð náð að sækja sér fylgi til flokka þeirra allra og gera Miðflokkinn að næststærsta stjórnmálaflokki landsins samkvæmt niðurstöðum kannana sem MMR tók saman fyrir Stundina. Miðflokkurinn mælist með 15,2 prósenta fylgi á tímabilinu, rétt á eftir 19,6 prósenta fylgi Sjálfstæðisflokksins. Miðflokkurinn mælist stærsti flokkurinn hjá aldurshópnum 50 til 67 ára með 24 prósenta fylgi og líka hjá öllum kjósendum yfir 60 ára aldri. Hann mælist einnig sá vinsælasti á Suðurlandi og Norðurlandi vestra.
Athugasemdir