Jólabókaflóðið er sannarlega besti tími ársins. Eftir því sem árin líða þykir manni vænna um það. Höfundar að lesa upp, nýir höfundar að birtast, bækur sem koma á óvart, bækur sem valda vonbrigðum. Útgáfuteiti og jólabjóð. Bókadómar og bókamessur. Brosandi skáld og brasandi útgefendur. Maður slakar aðeins á vinnurútínunni, fer með og sækir barnið, og eyðir heilli viku heima þegar það veikist, því konan mín útgefandinn keppist um höfuðborgarsvæðið með skottið fullt af bókakössum og pantanablöð í aftursætinu. Hvar sem maður kemur er fólk að tala um bækur, búið að lesa þessa, á eftir að kíkja á þessa. Íslenska jólabókaflóðið er alveg einstakt og í ár fylgir það nýafstöðnum Feneyjaflóðum; hefur aldrei verið stærra. Þökk sé Liljunni fögru við ríkisstjórnarborðið.
Auðhumla = Himalaja
Topparnir í ár virðast vera Andri Snær og Síldarbókin. Það munar um verk sem hafa verið lengi í vinnslu, hafa ferðast langa leið um taugakerfi höfundarins, og …
Athugasemdir