Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Sam­kvæmt New York Times var tvö­falt meira magn svifryks í loft­inu á gaml­árs­kvöld í Reykja­vík en við skæð­ustu skógar­elda í sögu Kali­forn­íu sem geis­uðu í fyrra. Versti klukku­tím­inn var verri en í Beij­ing. Fjór­ar millj­ón­ir lét­ust á heimsvísu ár­ið 2015 vegna meng­un­ar­inn­ar.

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu
Umfjöllun New York Times Svifryksmengun á gamlárskvöld í Reykjavík var langtum meiri en á nokkrum degi í San Francisco. Mynd: Arnar Valdimarsson / Flickr

Svifryksmengun á gamlárskvöldi í Reykjavík er tvöfalt meiri en við skógarelda í Kaliforníu. Þó svifryksmengun fari reglulega yfir hættumörk í höfuðborginni er enginn dagur ársins líkur gamlárskvöldi þó leitað sé langt út fyrir landsteinana.

Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um svifryksmengun í heiminum. Á vef blaðsins má bera svifryksmengun víða um heim við Camp Fire skógareldana sem geisuðu í Kaliforníu á síðasta ári. Voru þeir skæðustu skógareldar í sögu ríkisins. 85 manns fórust í eldunum og 19 þúsund byggingar lögðust í eyði. Svifryksmengun vegna reyksins fór í nær 200 míkrógrömm (μm) á rúmmetra og er útivera í slíkri mengun skilgreind sem „mjög óheilbrigð“ af umhverfisstofnun Bandaríkjanna.

Versti svifryksdagur ársins í Reykjavík síðasta ár var hins vegar tvöfalt verri. Á gamlárskvöld 2018 fór mengunin í 435 míkrógrömm á rúmmetra sem skilgreint er sem „hættulegt“.

Svifryksmengun olli dauða 4,2 milljóna jarðarbúa árið 2012 og milljónir til viðbótar veiktust alvarlega. Megnið af menguninni var í Asíu, en sjá má á umfjöllun New York Times hversu mikið svifryk er í loftinu um allan ársins hring í Nýju Delí á Indlandi og Beijing í Kína. Mengunin á versta klukkutímanum á gamlárskvöld í Reykjavík var þó verri en á nokkrum klukkutíma í Beijing síðasta ár.

Svifryk er flokkað með tvennum hætti. Annars vegar eru agnir undir 2,5 μm að stærð (PM2,5) og hins vegar agnir á bilinu 2,5-10 μm að stærð (PM10). Síðarnefnda útgáfan er sú sem reglulega fer yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík og er slit gatna ein helsta uppspretta þess að vetrarlagi og er þar helsti sökudólgurinn notkun nagladekkja. Fínni svifryksagnirnar eru að mestu tilkomnar vegna bruna eldsneytis, en samkvæmt árlegri loftgæðaskýrslu umhversisstofnunar Evrópu metur stofnunin það svo að allt að 80 ótímabær dauðsföll megi rekja til útsetningar PM2,5 svifryks á Íslandi á hverju ári.

Svifryk í ReykjavíkHátindurinn í svifryksmælingum í Reykjavík er notaður í alþjóðlegum samanburði.

PM10 er skráð sem krabbameinsvaldandi efni hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Agnirnar eru svo smáar að þær komast djúpt inn í lungun við innöndun og geta haft margvísleg heilsufarsáhrif. Innöndun í miklu magni getur leitt til öndunarerfiðleika og í alvarlegum tilfellum hás blóðþrýstings, hjartaáfalls, heilablóðfalls og jafnvel dauða. Aldraðir, börn og þeir sem eru með undirliggjandi öndunarfæra- eða hjartasjúkdóma eru viðkvæmastir. Tvær íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á sambandinu milli svifryksmengunar og notkunar astma- og hjartalyfja. Rannsóknirnar sýndu fram á aukningu í úttektum lyfja nokkrum dögum eftir að loftmengun vegna svifryks og brennisteinsvetnis jókst.

Svifryksmengun fer helst yfir heilsuverndarmörk þá daga sem loft er þurrt og stillt, einkum kalda vetrardaga. Þá getur mengunin safnast upp þar sem lítil hreyfing er á loftinu. Mengunin er mest við stórar umferðaræðar og nálægt verksmiðjum, en mælistöðvar eru einmitt staðsettar meðal annars við Hringbraut og Grensásveg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár