Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Nýtt frum­varp Ingu Sæ­land og Guð­mund­ar Inga Krist­ins­son­ar snýst um að stöðva það að fisk­veiði­heim­ild­ir safn­ist á fárra hend­ur. Fé­lög hafa kom­ist fram hjá há­marki sem sett er á kvóta­eign með fyr­ir­komu­lagi einka­hluta­fé­laga.

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta
Guðmundur Ingi Kristinsson og Inga Sæland Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp um að efla eftirlit með samþjöppun. Mynd: Alþingi

Þingmenn Flokks fólksins, þau Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson, vilja sporna gegn samþjöppun á eignarhaldi aflaheimilda í sjávarútvegi. Hafa þau lagt fram frumvarp á Alþingi sem hefur það markmið.

Í kjölfar uppljóstrana úr Samherjaskjölunum hefur verið fjallað um það hvernig Samherji á um 16 prósent af öllum aflaheimildum á Íslandi í gegnum tengd félög. Þar sem eignarhlutur Samherja í Síldarvinnslunni á Austurlandi nær ekki 50 prósentum teljast félögin hins vegar ekki sem einstakur aðili, en þá væri kvótaeignin komin yfir 12 prósenta hámark þess sem einn aðili getur átt af kvóta.

„Til að tryggja virka samkeppni og sporna við því að veiðiheimildir safnist á fáar hendur eru í lögum um stjórn fiskveiða ákvæði sem kveða á um að samanlögð aflahlutdeild tengdra aðila megi ekki fara umfram ákveðið hlutfall heildarafla,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. „Það er mikilvægt að tryggja virka samkeppni í fiskveiðum. Virk samkeppni í sjávarútvegi stuðlar að aukinni vernd neytenda, launþega og einnig betri nýtingu auðlinda. Fiskveiðistofnar Íslandsmiða eru ein helsta auðlind þjóðarinnar og því er mikilvægt að tryggja að aðgangur að þeirri auðlind safnist ekki á fáar hendur.“

Þingmennirnir segja núverandi löggjöf gallaða þegar kemur á skilgreiningu á tengdum aðilum. „Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Fiskistofu kom m.a. fram að Fiskistofa kanni ekki hvort tengsl séu á milli aðila með markvissum og reglubundnum hætti heldur reiði sig alfarið á upplýsingar frá handhöfum aflaheimilda. Þar kom einnig fram að Fiskistofa teldi að það væri í raun óframkvæmanlegt að afmarka hvort tengsl væru til staðar vegna „raunverulegra yfirráða“ þar sem ákvæðið væri of matskennt.“

Markmiðið með frumvarpinu er því að veita Fiskistofu heimild til að sinna eftirliti með samþjöppun aflaheimilda og grípa til aðgerða ef svo er. „Þannig verður betur tryggt að auðlindir þjóðarinnar safnist ekki á of fáar hendur með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum,“ segir loks í greinargerð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár