Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Nýtt frum­varp Ingu Sæ­land og Guð­mund­ar Inga Krist­ins­son­ar snýst um að stöðva það að fisk­veiði­heim­ild­ir safn­ist á fárra hend­ur. Fé­lög hafa kom­ist fram hjá há­marki sem sett er á kvóta­eign með fyr­ir­komu­lagi einka­hluta­fé­laga.

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta
Guðmundur Ingi Kristinsson og Inga Sæland Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp um að efla eftirlit með samþjöppun. Mynd: Alþingi

Þingmenn Flokks fólksins, þau Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson, vilja sporna gegn samþjöppun á eignarhaldi aflaheimilda í sjávarútvegi. Hafa þau lagt fram frumvarp á Alþingi sem hefur það markmið.

Í kjölfar uppljóstrana úr Samherjaskjölunum hefur verið fjallað um það hvernig Samherji á um 16 prósent af öllum aflaheimildum á Íslandi í gegnum tengd félög. Þar sem eignarhlutur Samherja í Síldarvinnslunni á Austurlandi nær ekki 50 prósentum teljast félögin hins vegar ekki sem einstakur aðili, en þá væri kvótaeignin komin yfir 12 prósenta hámark þess sem einn aðili getur átt af kvóta.

„Til að tryggja virka samkeppni og sporna við því að veiðiheimildir safnist á fáar hendur eru í lögum um stjórn fiskveiða ákvæði sem kveða á um að samanlögð aflahlutdeild tengdra aðila megi ekki fara umfram ákveðið hlutfall heildarafla,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. „Það er mikilvægt að tryggja virka samkeppni í fiskveiðum. Virk samkeppni í sjávarútvegi stuðlar að aukinni vernd neytenda, launþega og einnig betri nýtingu auðlinda. Fiskveiðistofnar Íslandsmiða eru ein helsta auðlind þjóðarinnar og því er mikilvægt að tryggja að aðgangur að þeirri auðlind safnist ekki á fáar hendur.“

Þingmennirnir segja núverandi löggjöf gallaða þegar kemur á skilgreiningu á tengdum aðilum. „Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Fiskistofu kom m.a. fram að Fiskistofa kanni ekki hvort tengsl séu á milli aðila með markvissum og reglubundnum hætti heldur reiði sig alfarið á upplýsingar frá handhöfum aflaheimilda. Þar kom einnig fram að Fiskistofa teldi að það væri í raun óframkvæmanlegt að afmarka hvort tengsl væru til staðar vegna „raunverulegra yfirráða“ þar sem ákvæðið væri of matskennt.“

Markmiðið með frumvarpinu er því að veita Fiskistofu heimild til að sinna eftirliti með samþjöppun aflaheimilda og grípa til aðgerða ef svo er. „Þannig verður betur tryggt að auðlindir þjóðarinnar safnist ekki á of fáar hendur með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum,“ segir loks í greinargerð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár