Maður finnst látinn í breskum lestarklefa. Hann er 24 ára gamall samkvæmt vegabréfi og titillinn er vísun í orðin sem lögreglumaður skrifar í minnisbók sína, ásamt því að teikna litla mynd af unga manninum, Gunnari Kampen. „Korngult hár, grá augu“ er lýsingin – og á ágætlega við hina arísku sjálfsmynd sem aðalpersóna sögunnar tileinkar sér.
Aðalpersónan er áðurnefndur Gunnar – í næsta kafla er spólað til baka um áratugi og alla leið í frumbernsku. Bernskan er rifjuð upp, bernska í skugga heimsstyrjaldar sem fyrst geisar í fjarska og er svo nýlokið þegar á líður. Stráknum lyndir illa við föður sinn, virðist einrænt barn, en áhugasamur um nágrannann Lúther sem er bæði kennari og formaður Hjólhestafjelagsins Sleipnis. Félags sem reynist einnig vera þýskuskóli.
Bókinni er skipt upp í þrjá álíka langa hluta og sá fyrsti birtir okkur fyrst …
Athugasemdir