Við erum stödd í sumarbústaðabyggð, einhvers staðar sunnan Reykjavíkur. Miðað við kennileiti, íþróttakennaraskólann og eþíópískan veitingastað, er sögusviðið einhvers konar bræðingur af Laugarvatni og Flúðum. Við kynnumst þó lítið ferðamönnum, flestar aðalpersónur bókarinnar virðast hafa búsetu hér, ýmist tímabundið eða til frambúðar. Og sem fyrrum íbúi Laugarvatns til skamms tíma get ég staðfest að þessi sumarbústaðahverfisbræðingur Guðrúnar Evu er töluvert líflegri en sá svefnbær.
Fjórar aðalpersónur skiptast á að segja söguna; hin sextán ára Hanna, öryrkinn Árni, ekkjan Borghildur og Aron Snær, ellefu ára umkomulaus strákur. Aron Snær fær að vísu bara einn kafla, ólíkt hinum sem öll fá tvo eða þrjá. En hann er samt miðpunktur sögunnar af því hann er sá sem tengir þau öll saman, innbyrðis kynni hinna þriggja eru sáralítil.
Hanna er sögumaður fyrsta kaflans. Maður fær snemma á tilfinninguna að …
Athugasemdir