Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vig­dís Hauks­dótt­ir vís­aði í regl­ur um vel­sæmi í mál­flutn­ingi í pontu og ósk­aði svo borg­ar­full­trúa til ham­ingju með nafn­bót­ina „drullu­sokk­ur meiri­hlut­ans“.

Vigdís Hauksdóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir Vigdís nefndi Dóru Björt illum nöfnum á fundi borgarstjórnar.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, drullusokk og skítadreifara á fundi borgarstjórnar rétt í þessu. Þetta átti sér stað í umræðum um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020.

Dóra hafði rætt um ákvarðanir sem teknar voru af Sjálfstæðisflokknum í fjármálum borgarinnar á fyrri árum og annarra sveitarfélaga og gagnrýnt forgangsröðun flokksins þegar Vigdís kom upp í andsvar. „Í fundarsköpum er sú heimild að stoppa ræðumann ef að málflutningurinn fer úr hófi fram,“ sagði Vigdís. „Hér hefur einn borgarfulltrúi meirihlutans tekið að sér að vera drullusokkur meirihlutans. Því það er alveg sama hvað er til umræðu hér í borgarstjórnarsalnum, það er alltaf hraunað yfir flokkana, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn. Nú var hægt að drulla yfir Miðflokkinn líka. Borgarfulltrúinn er genginn úr sal og þolir ekki að heyra sannleikann. En ég óska henni til hamingju með nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans.“

„Ég óska henni til hamingju með nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans“

Dóra Björt kom þá í pontu og benti á að Vigdís hefði vísað í heimild til að stoppa ræðu vegna óhóflegs málflutnings, en síðan kallað hana drullusokk. „Áhugavert, flott hjá þér Vigdís,“ sagði hún.

Vigdís bað þá viðstadda um að rifja upp fyrri ræður Dóru Bjartar. „Það þarf ekki annað en að sjá það og heyra og lesa ræðurnar hvað fólk hér inni þarf að sitja undir þegar hún er hér í ræðustól, þessi skítadreifari.“

Bað þá Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, borgarfulltrúa um að gæta velsæmis í orðavali sínu. Hann bætti því við að gagnrýni á pólitíska hugmyndafræði væri í lagi hvaðan sem hún kæmi en ekki að nota hugtök sem innihaldi orðið skít eða afleiddar orðmyndir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár