Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vig­dís Hauks­dótt­ir vís­aði í regl­ur um vel­sæmi í mál­flutn­ingi í pontu og ósk­aði svo borg­ar­full­trúa til ham­ingju með nafn­bót­ina „drullu­sokk­ur meiri­hlut­ans“.

Vigdís Hauksdóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir Vigdís nefndi Dóru Björt illum nöfnum á fundi borgarstjórnar.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, drullusokk og skítadreifara á fundi borgarstjórnar rétt í þessu. Þetta átti sér stað í umræðum um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020.

Dóra hafði rætt um ákvarðanir sem teknar voru af Sjálfstæðisflokknum í fjármálum borgarinnar á fyrri árum og annarra sveitarfélaga og gagnrýnt forgangsröðun flokksins þegar Vigdís kom upp í andsvar. „Í fundarsköpum er sú heimild að stoppa ræðumann ef að málflutningurinn fer úr hófi fram,“ sagði Vigdís. „Hér hefur einn borgarfulltrúi meirihlutans tekið að sér að vera drullusokkur meirihlutans. Því það er alveg sama hvað er til umræðu hér í borgarstjórnarsalnum, það er alltaf hraunað yfir flokkana, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn. Nú var hægt að drulla yfir Miðflokkinn líka. Borgarfulltrúinn er genginn úr sal og þolir ekki að heyra sannleikann. En ég óska henni til hamingju með nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans.“

„Ég óska henni til hamingju með nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans“

Dóra Björt kom þá í pontu og benti á að Vigdís hefði vísað í heimild til að stoppa ræðu vegna óhóflegs málflutnings, en síðan kallað hana drullusokk. „Áhugavert, flott hjá þér Vigdís,“ sagði hún.

Vigdís bað þá viðstadda um að rifja upp fyrri ræður Dóru Bjartar. „Það þarf ekki annað en að sjá það og heyra og lesa ræðurnar hvað fólk hér inni þarf að sitja undir þegar hún er hér í ræðustól, þessi skítadreifari.“

Bað þá Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, borgarfulltrúa um að gæta velsæmis í orðavali sínu. Hann bætti því við að gagnrýni á pólitíska hugmyndafræði væri í lagi hvaðan sem hún kæmi en ekki að nota hugtök sem innihaldi orðið skít eða afleiddar orðmyndir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár