Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vig­dís Hauks­dótt­ir vís­aði í regl­ur um vel­sæmi í mál­flutn­ingi í pontu og ósk­aði svo borg­ar­full­trúa til ham­ingju með nafn­bót­ina „drullu­sokk­ur meiri­hlut­ans“.

Vigdís Hauksdóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir Vigdís nefndi Dóru Björt illum nöfnum á fundi borgarstjórnar.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, drullusokk og skítadreifara á fundi borgarstjórnar rétt í þessu. Þetta átti sér stað í umræðum um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020.

Dóra hafði rætt um ákvarðanir sem teknar voru af Sjálfstæðisflokknum í fjármálum borgarinnar á fyrri árum og annarra sveitarfélaga og gagnrýnt forgangsröðun flokksins þegar Vigdís kom upp í andsvar. „Í fundarsköpum er sú heimild að stoppa ræðumann ef að málflutningurinn fer úr hófi fram,“ sagði Vigdís. „Hér hefur einn borgarfulltrúi meirihlutans tekið að sér að vera drullusokkur meirihlutans. Því það er alveg sama hvað er til umræðu hér í borgarstjórnarsalnum, það er alltaf hraunað yfir flokkana, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn. Nú var hægt að drulla yfir Miðflokkinn líka. Borgarfulltrúinn er genginn úr sal og þolir ekki að heyra sannleikann. En ég óska henni til hamingju með nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans.“

„Ég óska henni til hamingju með nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans“

Dóra Björt kom þá í pontu og benti á að Vigdís hefði vísað í heimild til að stoppa ræðu vegna óhóflegs málflutnings, en síðan kallað hana drullusokk. „Áhugavert, flott hjá þér Vigdís,“ sagði hún.

Vigdís bað þá viðstadda um að rifja upp fyrri ræður Dóru Bjartar. „Það þarf ekki annað en að sjá það og heyra og lesa ræðurnar hvað fólk hér inni þarf að sitja undir þegar hún er hér í ræðustól, þessi skítadreifari.“

Bað þá Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, borgarfulltrúa um að gæta velsæmis í orðavali sínu. Hann bætti því við að gagnrýni á pólitíska hugmyndafræði væri í lagi hvaðan sem hún kæmi en ekki að nota hugtök sem innihaldi orðið skít eða afleiddar orðmyndir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár