Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Fimm ís­lensk­ir lista­menn munu fá stuðn­ing til dval­ar við mynd­list­ar­stofn­un­ina Künst­ler­haus Bet­hanien í Berlín vegna nýs sam­komu­lags. Anna Rún Tryggva­dótt­ir seg­ir dvöl sína við stofn­un­ina hafa opn­að dyr, en sam­hliða henni frum­sýn­ir hún heim­ild­ar­mynd um ung­barna­sund.

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín
Samkomulagið í höfn Anna Rún hefur dvalið við vinnustofu Künstlerhaus í ár og ber stofnuninni vel söguna.

Íslenskir myndlistarmenn munu geta iðkað list sína við Künstlerhaus Bethanien stofnunina í Berlín næstu fimm árin vegna nýs samkomulags sem fjármagnað er af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og einkaaðilum. Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður hefur verið við stofnunina undanfarið ár og segir samninginn vera einstakt tækifæri fyrir íslenska listamenn. Sýning hennar var opnuð í gær.

„Stofnunin er fimmtíu ára gömul og mjög rótgróin hér í borginni,“ segir Anna Rún. „Síðustu 25 ár hefur hún einbeitt sér að því að hýsa myndlistarmenn og stuðlað að tengslamyndun þeirra inn í Evrópu. Þetta er í fyrsta skiptið sem ríkið gerir samning um vinnustofustofnun af þessu tagi, þannig að þetta er mjög stórt skref fyrir íslenska listamenn og listasenu.“

Verkin taka breytingum á sýningu

Anna Rún hefur verið búsett í Berlín frá 2016, en sýnir reglulega í íslenskum listasöfnum og starfar við leikmynda- og búningagerð í leikhúsi, auk þess að hafa nýlega snúið sér að heimildarmyndagerð með myndinni KAF um frumkvöðlastarfsemi í ungbarnasundi. Í vinnu sinni hefur Anna Rún mikið unnið með efnislega ferla í náttúrunni og taka listaverk hennar gjarnan breytingum á meðan sýningar standa yfir.

Hún segir dvöl sína hjá Künstlerhaus hafa verið sér mjög gagnlega. „Þetta samkomulag er bæði menningarlega og fjárhagslega þýðingarmikið fyrir listamenn,“ segir hún. „Núna munu fimm íslenskir listamenn fá að dvelja hér á næstu fimm árum. Síðan ég kom inn hef ég hitt tugi fólks; sem eru blaðamenn, sýningastjórar, listfræðingar og fleira. Künstlerhaus getur boðað til sín fólk úr listheiminum í krafti stöðu sinnar og það er ótrúlega góð leið til að byggja upp tengslanet.“

Anna Rún segir ekki margar slíkar leiðir færar fyrir myndlistarmenn. „Sérstaklega þegar fólk kemur inn í nýja borg, þá er erfitt að kynna sig. Það getur verið mjög snúið og í borg eins og Berlín, sem er uppfull af listamönnum, getur maður ekki gengið upp að hverjum sem er til að fá fólk í vinnustofuheimsókn. Það er erfitt í faginu hvað maður þarf að vera með mikið á bak við sig til að fá áheyrn, en þannig er það alls staðar. Künstlerhaus Bethanien hefur mikla vigt í því samhengi.“

Vinnustofudvölin felur í sér vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmanninn og stuðningsnet. Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Á meðan vinnustofudvöl stendur heldur hver listamaður einkasýningu á vegum Künstlerhaus Bethanien.

Á sjötta hundrað í Berlín

Umsóknarferlið fer af stað á næstunni. „Það er mikill fengur að þessu samstarfi fyrir íslenskt myndlistarfólk og menningarlíf,“ var haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í tilkynningu Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. „Það hefur sýnt sig að vinnustaðadvöl af þessu tagi getur verið ómetanlegur stökkpallur og Künstlerhaus Bethanien er ein virtasta stofnun á þessu sviði í Evrópu og þótt víðar væri leitað.“

Talið er að á sjötta hundrað Íslendinga búi í Berlín og að um helmingur þeirra starfi við eða leggi stund á listir. „Ég held að Berlín sé án efa stærsta höfn íslenskra listamanna utan Íslands,“ segir Anna Rún. „Myndlistarmenn hafa komið hingað í gegnum nám, starfsnám eða skiptinám en svo eru margir sem einfaldlega kjósa að vera hérna.“

Sýning Önnu Rúnar í Künstlerhaus ber titilinn „An Ode -Poriferal Phases“ og var opnuð 16. janúar. „Sýningin er innsetning á skúlptúrum, sem verða eins konar karakterar í listrænu rannsóknarferli,“ segir hún. „Ég er að vinna með grjót, svampa og tæknibúnað, og eitt dautt tré sem fannst í skógi fyrir utan Berlín. Tréð var reyndar alls ekki dautt, heldur fyllti vinnustofuna mína af maurum, bjöllum og góðri lykt.“

Gerði heimildarmynd um ungbarnasund

Anna Rún hefur staðið í ströngu undanfarið, en heimildarmyndin KAF, eftir hana, Elínu Hansdóttur og Hönnu Björk Valsdóttur, var frumsýnd í Berlín á dögunum. „Hún var heimsfrumsýnd á Salem-hátíðinni í Massachusettes í vor og er búin að flakka á milli hátíða, en er komin núna í almenna sýningu í mörgum borgum Þýskalands. Ég hef ekki verið í kvikmyndagerð áður. Hanna Björk kemur úr þessum heimi, en við Elín erum myndlistarmenn og við fengum þessa hugmynd allar saman. Þegar maður býr á Íslandi, eins og ég gerði á þessum tíma, er ótrúlegt að maður getur daðrað við hugmyndina um að gera heimildarmynd, svo allt í einu er maður að gera heimildarmynd og fimm árum síðar búinn að gera heimildarmynd,“ segir hún og hlær.

Heimildarmyndin KAFAnna Rún tók sín fyrstu skref í kvikmyndagerð við myndina um ungbarnasund.

Myndin gefur innsýn í heim þroskaþjálfans Snorra Magnússonar sem hefur þróað kennsluaðferðir í ungbarnasundi frá upphafi tíunda áratugarins. Hún var tekin upp í Skálatúnslaug í Mosfellsbæ þar sem ungbörnin komast í sín fyrstu kynni við hina rammíslensku sundlaugamenningu.

„Kvikmyndaformið var mér mjög kunnugt þó ég hafi ekki unnið með það áður, sem myndlistarmaður er ég upptekin af því hvernig við skynjum og tengjumst sjálfum okkur og umhverfi okkar,“ segir Anna Rún. „Að verða foreldri er ein stærsta  lífsreynsla sem maður upplifir og okkur langaði að gera hluta af þeim upplifunum skil í heimildarmyndinni. Snorri er mjög merkilegur maður, nánast eins konar barnahvíslari, og rýmið sem hann býður nýbökuðum foreldrum og ungbörnum upp á er einstakt. En þetta tímabili í lífi foreldra og í lífi hverrar manneskju, að vera ungbarn, liggur líka til grundvallar í myndinni. Hvaða áhrif hafa þessi fyrstu tvö ár sem enginn man út lífið okkar? Ég held að þarna sé lagður grunnur að mörgu til framtíðar.“

„Hvaða áhrif hafa þessi fyrstu tvö ár sem enginn man út lífið okkar?“

Anna Rún segir myndina þannig hafa orðið til á mörkum myndlistar og heimildarmyndagerðar. „Hvernig við nálgumst viðfangsefnið og hvað við drögum fram sprettur fram úr því hvaða bakgrunn við höfum,“ segir hún. „Við hugsuðum til dæmis mikið um hvernig við gætum notað vatnið í sundlauginni inn í söguna, sem eins konar sögupersónu. Auðvitað hugsa allir kvikmyndagerðarmenn mikið um myndefnið, en þessar áherslur voru mér og okkur sérstaklega hugleiknar sem myndlistarmaður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár