Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eliza Reid ráðlagði forsvarskonum Lífs án ofbeldis

Kon­ur í fé­lags­skapn­um kynntu for­setafrúnni starf­semi fé­lags­ins og sögðu reynslu­sög­ur af of­beldi inn­an fjöl­skyldna. Þá lýstu þær hvernig þær telja að hið op­in­bera hafi brugð­ist þeim.

Eliza Reid ráðlagði forsvarskonum Lífs án ofbeldis
Ræddu við forsetafrúnna Talskonur Lífs án ofbeldis áttu gagnlegan fund með Elizu Reid

Konur úr félagsskapnum Líf án ofbeldis funduðu með Elizu Reid forsetafrú í dag og kynntu henni starfsemi félagsins. Á fundinum voru sagðar reynslusögur af ofbeldi innan fjölskyldna, sögur kvenna og sögur af því hvernig hið opinbera kerfi hefur brugðist í þeim málum.

Líf án ofbeldis er hreyfing sem stofnuð var í september á þessu ári. Að félagsskapnum standa mæður sem hafa þurft að verja börnin sín gegn ofbeldi feðra og konur sem voru sem börn þvingaðar í umgengi við ofbeldisfulla feður sína, ásamt aðstandendum þeirra. Félagsskapurinn berst fyrir því að fundnar verði nýjar leiðir í umgengnis- og forsjármálum þar sem hagsmunir barna eru tryggðir, þegar fyrir liggur að foreldri hefur beitt börn ofbeldi.

Á fundinum með Elizu greindu talskonur félagsins frá þeirri skoðun sinni hvernig kerfisbundið væri litið framhjá gögnum um ofbeldi gegn konum og börnum þegar úrskurðað væri í umgengnismálum. Þá lýstu þær einnig upplifun sinni af því að mæður séu sakaðar um andlegt ofbeldi gegn börnum þeirra þegar þær hafa greint frá áhyggjum af ofbeldi í þeirra garð.

Þá sögðu uppkomin börn, sem beitt höfðu verið ofbeldi, frá því hver áhrif slíks eru á líðan þolenda og fjölskyldna þeirra. Þá var rætt um glufur í kerfinu sem að ofbeldismenn noti til að viðhalda ofbeldi eftir skilnað. Fundurinn gekk að sögn kvennanna vel, tók Eliza frásögnum þeirra vel og gaf þeim góð ráð í framhaldinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár