Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Talskonur Lífs án ofbeldis bjartsýnar eftir fund með dómsmálaráðherra

Fé­lags­skap­ur­inn af­henti Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur um 2.000 und­ir­skrift­ir þar sem skor­að er á á ráð­herra að tryggja vernd barna gegn of­beldi af hálfu for­eldra.

Talskonur Lífs án ofbeldis bjartsýnar eftir fund með dómsmálaráðherra
Jákvæður fundur Fundur forsvarskvenna Lífs án ofbeldis með dómsmálaráðherra í morgun var gagnlegur. Mynd: Jóhann Smári Jónbjörnsson

Félagsskapurinn Líf án ofbeldis afhenti í morgun Áslaugu Örnu Sigubjörnsdóttur dómsmálaráðherra um 2.000 undirskriftir fólks sem  hefur lagt nafn sitt við málstað félagsskaparins, sem berst gegn því að börn séu neydd í þvingaða umgengni við ofbeldisfulla feður sína. Talskona Lífs án ofbeldis segir að ráðherra hafi tekið þeim vel, augljóslega verið búin að kynna sér málin og eftir fundinn væru þær bjartsýnar á framhaldið.

Líf án ofbeldis er hreyfing sem stofnuð var í september á þessu ári. Að félagsskapnum standa mæður sem hafa þurft að verja börnin sín gegn ofbeldi feðra og konur sem voru sem börn þvingaðar í umgengi við ofbeldisfulla feður sína, ásamt aðstandendum þeirra. Félagsskapurinn berst fyrir því að fundnar verði nýjar leiðir í umgengnis- og forsjármálum þar sem hagsmunir barna eru tryggðir, þegar fyrir liggur að foreldri hefur beitt börn ofbeldi. „Það er óásættanlegt að börn fari í umgengni hjá feðrum sem beita þau kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. Samt sem áður er það að gerast reglulega í okkar samfélagi. Fjöldi mála sýnir greinilegt endurtekið mynstur þar sem dómsmálaráðuneytið og stofnanir sem ábyrgar eru fyrir lagaframkvæmd um barnarétt, gefa gögnum og vitnisburðum sem sýna skýlaust að um ofbeldi sé að ræða, ekki vægi,“ segir í bréfi félagsskaparins sem sent var dómsmálaráðherra á dögunum en í því var óskað eftir fundi þeim sem fram fór í morgun.

„Okkur leið eins og það væri á okkur hlustað og þessi fundur gæti verið upphafið að einhverjum aðgerðum í rétta átt“

Líf án ofbeldis segir jafnframt að réttindagæslu barna í forsjár- og umgengnismálum, þar sem saga sé um heimilis- og kynferðisofbeldi, sé verulega ábótavant. Mæðrum séu settir afarkostir um að annað hvort stofni þær börnum sínum í hættu með því að samþykkja umgengni þeirra við ofbeldisfulla feður, eða að þær séu að öðrum kosti settar í þá stöðu að virða ekki forsjárskyldur sínar gagnvart barni, í andstöðu við réttarákvarðanir. Í áskorun þeirri sem afhent var Áslaugu Örnu í morgun er þess krafist að við lagaframkvæmd sýslumanna og dómara séu ákvæði Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna virt og að lagaframkvæmdin sé í samræmi við þær áherslur sem lagðar hafa verið í barnalögum um að saga um ofbeldi fái aukið vægi við ákvörðun um forsjá og umgengni.

Sigrún Sif Jóelsdóttir, ein talskvenna Lífs án ofbeldis, segir að fundurinn hafi gengið vel. „Áslaug tók okkur vel og hafði kynnt sér málið. Hún lýsti áhyggjum af stöðunni við okkur, hvað varðar framkvæmdina, og án þess að gefa nein loforð lýsti hún því að þetta mál væri í athugun. Til að mynda stæði til að hún fundaði með sýslumannsembættinu á höfðuborgarsvæðinu um málið í næstu viku. Okkur leið eins og það væri á okkur hlustað og þessi fundur gæti verið upphafið að einhverjum aðgerðum í rétta átt. Við erum því bjartsýnar eftir þennan fund.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár