Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eliza Reid ráðlagði forsvarskonum Lífs án ofbeldis

Kon­ur í fé­lags­skapn­um kynntu for­setafrúnni starf­semi fé­lags­ins og sögðu reynslu­sög­ur af of­beldi inn­an fjöl­skyldna. Þá lýstu þær hvernig þær telja að hið op­in­bera hafi brugð­ist þeim.

Eliza Reid ráðlagði forsvarskonum Lífs án ofbeldis
Ræddu við forsetafrúnna Talskonur Lífs án ofbeldis áttu gagnlegan fund með Elizu Reid

Konur úr félagsskapnum Líf án ofbeldis funduðu með Elizu Reid forsetafrú í dag og kynntu henni starfsemi félagsins. Á fundinum voru sagðar reynslusögur af ofbeldi innan fjölskyldna, sögur kvenna og sögur af því hvernig hið opinbera kerfi hefur brugðist í þeim málum.

Líf án ofbeldis er hreyfing sem stofnuð var í september á þessu ári. Að félagsskapnum standa mæður sem hafa þurft að verja börnin sín gegn ofbeldi feðra og konur sem voru sem börn þvingaðar í umgengi við ofbeldisfulla feður sína, ásamt aðstandendum þeirra. Félagsskapurinn berst fyrir því að fundnar verði nýjar leiðir í umgengnis- og forsjármálum þar sem hagsmunir barna eru tryggðir, þegar fyrir liggur að foreldri hefur beitt börn ofbeldi.

Á fundinum með Elizu greindu talskonur félagsins frá þeirri skoðun sinni hvernig kerfisbundið væri litið framhjá gögnum um ofbeldi gegn konum og börnum þegar úrskurðað væri í umgengnismálum. Þá lýstu þær einnig upplifun sinni af því að mæður séu sakaðar um andlegt ofbeldi gegn börnum þeirra þegar þær hafa greint frá áhyggjum af ofbeldi í þeirra garð.

Þá sögðu uppkomin börn, sem beitt höfðu verið ofbeldi, frá því hver áhrif slíks eru á líðan þolenda og fjölskyldna þeirra. Þá var rætt um glufur í kerfinu sem að ofbeldismenn noti til að viðhalda ofbeldi eftir skilnað. Fundurinn gekk að sögn kvennanna vel, tók Eliza frásögnum þeirra vel og gaf þeim góð ráð í framhaldinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár