Þau berast okkur nokkuð reglulega, gleðitíðindin að Íslendingar séu með langlífustu þjóðum í heimi. Við eigum nokkrar heimatilbúnar skýringar, svo sem hreina vatnið, hreina loftið, heilbrigða mataræðið, íslenska fjallalambið og heilbrigðiskerfið. Ísland kemur ósjaldan vel út úr alþjóðlegri samanburðartölfræði og þá er yfirleitt stutt í rómantískar hugmyndir um ágæti lands og þjóðar sem líklega gera meira til að hressa við sálartetur landans eða hampa tilteknum hagsmunum en að skýra útkomuna. Tölur um langlífi eru ekki undanskildar.
Það er í sjálfu sér eðlilegt að kætast yfir miklum lífslíkum á Íslandi. Það gerir dauðann ögn fjarlægari. Við getum horft á meðaltalið, hunsað aukakílóin, áfengis- og tóbaksneysluna, hreyfingarleysið, ruslfæðið og stressið (eða hvað það er í lífsstílnum sem okkur grunar að verði okkur að aldurtila) og fundið smá sálarró yfir því að eiga enn smá tíma inni. Látið eins og við séum „meðal“.
Hvernig virka lífslíkur?
En meðaltöl virka auðvitað ekki þannig. Í …
Athugasemdir