
Fáir rithöfundar hafa verið eins ötulir og Vigdís Grímsdóttir að skrifa um mikilvægi bernskunnar fyrir líf og velferð einstaklingsins. Í mörgum skáldsagna sinna lýsir hún hvernig áfall í bernsku, ill meðferð á börnum, andlegt og líkamlegt ofbeldi, markar þann sem fyrir slíku verður fyrir lífstíð. Um þetta fjalla til að mynda skáldsögur hennar Kaldaljós (1987), Ég heiti Ísbjörg. Ég er ljón (1989), Þögnin (2000) og Dísusaga (2013). Nýja bók Vigdísar, Systa, hefur undirtitilinn Bernskunnar vegna og segja má að hér sé sama viðfangsefni á ferðinni þótt Vigdís nálgist efnið á hátt sem er gjörólíkur þeim aðferðum sem hún beitir í áðurnefndum skáldsögum. Enda er Systa ekki skáldsaga. Í grunninn er um endurminningar að ræða sem fléttast saman við hugleiðingar um bernskuna og mikilvægi þess að börn njóti góðs atlætis til líkama og sálar. En þótt …
Athugasemdir