Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Yngri bróðirinn útskrifaður af gjörgæslu

Bata­horf­ur drengs­ins sagð­ar góð­ar. Skelfi­legt slys í Hafnar­firði virð­ist ætla að fá góð­an endi.

Yngri bróðirinn útskrifaður af gjörgæslu

Ungi drengurinn sem fluttur var þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa fest í affalli í Reykjadalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði í vikunni hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins og samkvæmt upplýsingum frá landspítala eru batahorfur hans góðar. Vísir greinir frá þessu. 

Drengurinn er níu ára gamall, en eldri bróðir hans sem er 12 ára festist einnig í affallinu. Endurlífga þurfti báða drengina, en sá eldri komst til meðvitundar á vettvangi. Börnin gerðu sér ekki grein fyrir hættunni sem leyndist á svæðinu en bæjaryfirvöld Hafnafjarðar eru með málið til skoðunar. Stíflan hefur verið tæmd. 

Kældur til að draga úr líkum á heilaskaða

Læknar beittu svokallaðri kælimeðferð þar sem líkamshiti sjúklings er kældur niður í 32 til 34 gráður. Líkami drengsins var kældur niður í tvo sólarhringa. Með slíkri meðferð er hægt að draga úr líkum á heilaskaða. Drengurinn fór síðan að vakna um hádegisbil á föstudag þegar kælingunni var hætt. Í frétt RÚV um málið segir að kælimeðferð hafi verið nokkrum sinnum verið beitt hér á landi þegar fólk hefur verið nærri drukknað og hafa sjúklingar náð ótrúlegum bata í kjölfarið. 

Haft er eftir Felix Valssyni, sérfræðilækni í svæfingu og gjörgæslu á Landspítala, að mikilvægt sé að bregðast rétt við á slysstað. „Ef fólk kemur að sjúklingi sem hefur kólnað mikið þá á alltaf að kalla fyrst á hjálp en síðan að reyna að hefja endurlífgun á meðan hjálp berst því það eru dæmi um það að þessir sjúklingar hafa verið í endurlífgun í langan tíma, jafnvel klukkustundir, og komið samt mjög heilir út úr því,“ segir Felix.

 

Tengdar fréttir:

Svona gerðist slysið í læknum í Hafnarfirði: Yngri drengurinn vaknaður

Börn í Lækjarskóla urðu vitni að slysinu

Tveir drengir þungt haldnir eftir slys: Vitni tjáir sig um málið

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
6
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár