Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Yngri bróðirinn útskrifaður af gjörgæslu

Bata­horf­ur drengs­ins sagð­ar góð­ar. Skelfi­legt slys í Hafnar­firði virð­ist ætla að fá góð­an endi.

Yngri bróðirinn útskrifaður af gjörgæslu

Ungi drengurinn sem fluttur var þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa fest í affalli í Reykjadalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði í vikunni hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins og samkvæmt upplýsingum frá landspítala eru batahorfur hans góðar. Vísir greinir frá þessu. 

Drengurinn er níu ára gamall, en eldri bróðir hans sem er 12 ára festist einnig í affallinu. Endurlífga þurfti báða drengina, en sá eldri komst til meðvitundar á vettvangi. Börnin gerðu sér ekki grein fyrir hættunni sem leyndist á svæðinu en bæjaryfirvöld Hafnafjarðar eru með málið til skoðunar. Stíflan hefur verið tæmd. 

Kældur til að draga úr líkum á heilaskaða

Læknar beittu svokallaðri kælimeðferð þar sem líkamshiti sjúklings er kældur niður í 32 til 34 gráður. Líkami drengsins var kældur niður í tvo sólarhringa. Með slíkri meðferð er hægt að draga úr líkum á heilaskaða. Drengurinn fór síðan að vakna um hádegisbil á föstudag þegar kælingunni var hætt. Í frétt RÚV um málið segir að kælimeðferð hafi verið nokkrum sinnum verið beitt hér á landi þegar fólk hefur verið nærri drukknað og hafa sjúklingar náð ótrúlegum bata í kjölfarið. 

Haft er eftir Felix Valssyni, sérfræðilækni í svæfingu og gjörgæslu á Landspítala, að mikilvægt sé að bregðast rétt við á slysstað. „Ef fólk kemur að sjúklingi sem hefur kólnað mikið þá á alltaf að kalla fyrst á hjálp en síðan að reyna að hefja endurlífgun á meðan hjálp berst því það eru dæmi um það að þessir sjúklingar hafa verið í endurlífgun í langan tíma, jafnvel klukkustundir, og komið samt mjög heilir út úr því,“ segir Felix.

 

Tengdar fréttir:

Svona gerðist slysið í læknum í Hafnarfirði: Yngri drengurinn vaknaður

Börn í Lækjarskóla urðu vitni að slysinu

Tveir drengir þungt haldnir eftir slys: Vitni tjáir sig um málið

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár