Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Yngri bróðirinn útskrifaður af gjörgæslu

Bata­horf­ur drengs­ins sagð­ar góð­ar. Skelfi­legt slys í Hafnar­firði virð­ist ætla að fá góð­an endi.

Yngri bróðirinn útskrifaður af gjörgæslu

Ungi drengurinn sem fluttur var þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa fest í affalli í Reykjadalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði í vikunni hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins og samkvæmt upplýsingum frá landspítala eru batahorfur hans góðar. Vísir greinir frá þessu. 

Drengurinn er níu ára gamall, en eldri bróðir hans sem er 12 ára festist einnig í affallinu. Endurlífga þurfti báða drengina, en sá eldri komst til meðvitundar á vettvangi. Börnin gerðu sér ekki grein fyrir hættunni sem leyndist á svæðinu en bæjaryfirvöld Hafnafjarðar eru með málið til skoðunar. Stíflan hefur verið tæmd. 

Kældur til að draga úr líkum á heilaskaða

Læknar beittu svokallaðri kælimeðferð þar sem líkamshiti sjúklings er kældur niður í 32 til 34 gráður. Líkami drengsins var kældur niður í tvo sólarhringa. Með slíkri meðferð er hægt að draga úr líkum á heilaskaða. Drengurinn fór síðan að vakna um hádegisbil á föstudag þegar kælingunni var hætt. Í frétt RÚV um málið segir að kælimeðferð hafi verið nokkrum sinnum verið beitt hér á landi þegar fólk hefur verið nærri drukknað og hafa sjúklingar náð ótrúlegum bata í kjölfarið. 

Haft er eftir Felix Valssyni, sérfræðilækni í svæfingu og gjörgæslu á Landspítala, að mikilvægt sé að bregðast rétt við á slysstað. „Ef fólk kemur að sjúklingi sem hefur kólnað mikið þá á alltaf að kalla fyrst á hjálp en síðan að reyna að hefja endurlífgun á meðan hjálp berst því það eru dæmi um það að þessir sjúklingar hafa verið í endurlífgun í langan tíma, jafnvel klukkustundir, og komið samt mjög heilir út úr því,“ segir Felix.

 

Tengdar fréttir:

Svona gerðist slysið í læknum í Hafnarfirði: Yngri drengurinn vaknaður

Börn í Lækjarskóla urðu vitni að slysinu

Tveir drengir þungt haldnir eftir slys: Vitni tjáir sig um málið

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár