Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Yfirlýsing: Eigandi Laugarásvídeó ósáttur við umfjöllun um kynferðisbrot

Gunn­ar Jós­efs­son send­ir út yf­ir­lýs­ingu vegna um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar.

Yfirlýsing: Eigandi Laugarásvídeó ósáttur við umfjöllun um kynferðisbrot

Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvídeó, harmar umfjöllun Stundarinnar um vídeóleigu sína og kynferðisglæpi sem framin voru af fyrrverandi starfsmönnum leigunnar. Hann vísar ásökunum sonar síns á bug og segir að sonur sinn sé „augljóslega veikur“. Auk þess hótar hann að sækja rétt sinn á hendur útgefanda, ritstjórn, blaðamanni og viðmælendum fyrir dómstólum. 

Stundin greindi frá því í nýjasta tölublaði að hópur kynferðisbrotamanna hefði verið viðloðandi Laugarásvídeó. Sonur Gunnars Jósefssonar tilkynnti meint kynferðisofbeldi föður síns til lögreglu og barnaverndaryfirvöld fjarlægðu dóttur Gunnars af heimili sínu. Ung kona lýsir hræðilegri reynslu sem hún segist hafa orðið fyrir í bakherbergi leigunnar þegar hún var sex ára gömul og í pössun hjá Gunnari.

Á leigunni störfuðu tveir dæmdir kynferðisglæpamenn. Í yfirlýsingu sinni segist Gunnar hafa vikið þeim báðum úr starfi. „Öðrum þeirra, Herði, vildi ég rétta hjálparhönd enda voru flest sund honum lokuð eftir að dómur gékk í máli hans. Var hann sakfelldur fyrir áreitni og blygðunarsemisbrot í garð ungra stúlkna. Eftir heiftúðuga umræðu á vefnum www.bland.is sá ég mér ekki annað fært að draga þá hjálparhönd til baka,“ skrifar eigandinn. 

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Gunnars í heild:

Yfirlýsing Gunnars Jósefssonar - vegna fjölmiðlaumfjöllunar Stundarinnar

Sú ákvörðun ritstjórnar Stundarinnar og blaðamannsins Jóhanns Páls Jóhannssonar að fjalla um persónu mína og fyrirtæki eins og gert var í blaðagrein í 8. tölublaði, 1. árgangs Stundarinnar sem gefið var út í ágúst 2015 er hörmuð.

Ég hef rekið Laugarásvídeó í þrjá áratugi og hjá mér hefur starfað fjöldi starfsmanna, fleiri en ég hef tölu á. Framsetning greinar blaðamanns er á þá leið að vídeóleigan hafi verið skálkaskjól kynferðisafbrotamanna; og verður ekki annað ráðið en allt slíkt hafi verið með vitund og vilja eiganda. Ég tek ekki ábyrgð á gjörðum annarra og þau brot sem lýst eru í greininni viðkoma mér ekki, né njóta þau samþykkis míns. Tveir menn eru nafngreindir í greininni sem starfsmenn vídeóleigunnar og hafa hlotið dóma fyrir kynferðisbrot. Ég vék þeim báðum úr starfi.

Öðrum þeirra, Herði, vildi ég rétta hjálparhönd enda voru flest sund honum lokuð eftir að dómur gékk í máli hans. Var hann sakfelldur fyrir áreitni og blygðunarsemisbrot í garð ungra stúlkna. Eftir heiftúðuga umræðu á vefnum www.bland.is sá ég mér ekki annað fært að draga þá hjálparhönd til baka. Að því sögðu þá teldi ég verðugt verkefni fyrir blaðamann Stundarinnar að finna atvinnurekendur allra dæmdra kynferðisbrotamanna og fjalla um þá með sömu formerkjum og gert var um fyrirtæki mitt. Þá getur blaðamaður svarað þeirri áleitnu spurning hvernig fara skuli með fólk sem afplánað hefur dóm og tekið út refsingu; og hvort þeim sé yfirhöfuð stætt að snúa aftur út í samfélag okkar hinna. Sérstaklega, ef haft er í huga, að hann telur þau örlög að standa vaktir í söluturni of góð fyrir dæmda menn.

Grein blaðamannsins Jóhanns miðar öll að því að gera fyrirtæki mitt tortryggilegt; þannig er meira að segja tínt til og staðhæft að mér hafi tekist að stýra umfjöllun fjölmiðla, og tryggt velvild yfirvalda, með kerfisbundinni dreifingu á fríspólum til ráðandi afla í samfélaginu. Mikill þykir mér máttur sjoppueigandans.

Umfjöllun blaðamanns um mína persónu og fjölskyldulíf mitt er ekki einungis ósmekkleg heldur röng. Hann leyfir sér að hafa eftir ummæli sonar míns sem er augljóslega veikur og frábið ég mér allar ásakanir hans í greininni. Hafi blaðamaður undir höndum opinber, trúnaðarskjöl verður hann sjálfur að svara því til hvers vegna hann kýs að gera þau opinber. Heimili manna er friðhelgt og þó eitthvað gangi á inni á einu heimili þá gefur það ekki tilefni þess að viðra vandamálin frammi fyrir alþjóð. Tel ég rétt að dóttur mín sé beðin afsökunar á því að hafa verið dregin inn í umræðuna án þess að hafa sér neitt til sakar unnið. Með þessari yfirlýsingu læt ég fylgja afrit af sakarvottorði mínu sem er hreint og tekur af öll tvímæli.

Það er forkastanlegt að gera mig að kynferðisbrotamanni í þeim eina tilgangi að selja fleiri blöð og auglýsingar. Ég krefst þess að vera beðinn afsökunar og áskil mér að sækja rétt minn á hendur útgefanda, ritstjórn, blaðamanni og viðmælendum fyrir dómstólum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
6
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár