Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Yfirlýsing: Eigandi Laugarásvídeó ósáttur við umfjöllun um kynferðisbrot

Gunn­ar Jós­efs­son send­ir út yf­ir­lýs­ingu vegna um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar.

Yfirlýsing: Eigandi Laugarásvídeó ósáttur við umfjöllun um kynferðisbrot

Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvídeó, harmar umfjöllun Stundarinnar um vídeóleigu sína og kynferðisglæpi sem framin voru af fyrrverandi starfsmönnum leigunnar. Hann vísar ásökunum sonar síns á bug og segir að sonur sinn sé „augljóslega veikur“. Auk þess hótar hann að sækja rétt sinn á hendur útgefanda, ritstjórn, blaðamanni og viðmælendum fyrir dómstólum. 

Stundin greindi frá því í nýjasta tölublaði að hópur kynferðisbrotamanna hefði verið viðloðandi Laugarásvídeó. Sonur Gunnars Jósefssonar tilkynnti meint kynferðisofbeldi föður síns til lögreglu og barnaverndaryfirvöld fjarlægðu dóttur Gunnars af heimili sínu. Ung kona lýsir hræðilegri reynslu sem hún segist hafa orðið fyrir í bakherbergi leigunnar þegar hún var sex ára gömul og í pössun hjá Gunnari.

Á leigunni störfuðu tveir dæmdir kynferðisglæpamenn. Í yfirlýsingu sinni segist Gunnar hafa vikið þeim báðum úr starfi. „Öðrum þeirra, Herði, vildi ég rétta hjálparhönd enda voru flest sund honum lokuð eftir að dómur gékk í máli hans. Var hann sakfelldur fyrir áreitni og blygðunarsemisbrot í garð ungra stúlkna. Eftir heiftúðuga umræðu á vefnum www.bland.is sá ég mér ekki annað fært að draga þá hjálparhönd til baka,“ skrifar eigandinn. 

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Gunnars í heild:

Yfirlýsing Gunnars Jósefssonar - vegna fjölmiðlaumfjöllunar Stundarinnar

Sú ákvörðun ritstjórnar Stundarinnar og blaðamannsins Jóhanns Páls Jóhannssonar að fjalla um persónu mína og fyrirtæki eins og gert var í blaðagrein í 8. tölublaði, 1. árgangs Stundarinnar sem gefið var út í ágúst 2015 er hörmuð.

Ég hef rekið Laugarásvídeó í þrjá áratugi og hjá mér hefur starfað fjöldi starfsmanna, fleiri en ég hef tölu á. Framsetning greinar blaðamanns er á þá leið að vídeóleigan hafi verið skálkaskjól kynferðisafbrotamanna; og verður ekki annað ráðið en allt slíkt hafi verið með vitund og vilja eiganda. Ég tek ekki ábyrgð á gjörðum annarra og þau brot sem lýst eru í greininni viðkoma mér ekki, né njóta þau samþykkis míns. Tveir menn eru nafngreindir í greininni sem starfsmenn vídeóleigunnar og hafa hlotið dóma fyrir kynferðisbrot. Ég vék þeim báðum úr starfi.

Öðrum þeirra, Herði, vildi ég rétta hjálparhönd enda voru flest sund honum lokuð eftir að dómur gékk í máli hans. Var hann sakfelldur fyrir áreitni og blygðunarsemisbrot í garð ungra stúlkna. Eftir heiftúðuga umræðu á vefnum www.bland.is sá ég mér ekki annað fært að draga þá hjálparhönd til baka. Að því sögðu þá teldi ég verðugt verkefni fyrir blaðamann Stundarinnar að finna atvinnurekendur allra dæmdra kynferðisbrotamanna og fjalla um þá með sömu formerkjum og gert var um fyrirtæki mitt. Þá getur blaðamaður svarað þeirri áleitnu spurning hvernig fara skuli með fólk sem afplánað hefur dóm og tekið út refsingu; og hvort þeim sé yfirhöfuð stætt að snúa aftur út í samfélag okkar hinna. Sérstaklega, ef haft er í huga, að hann telur þau örlög að standa vaktir í söluturni of góð fyrir dæmda menn.

Grein blaðamannsins Jóhanns miðar öll að því að gera fyrirtæki mitt tortryggilegt; þannig er meira að segja tínt til og staðhæft að mér hafi tekist að stýra umfjöllun fjölmiðla, og tryggt velvild yfirvalda, með kerfisbundinni dreifingu á fríspólum til ráðandi afla í samfélaginu. Mikill þykir mér máttur sjoppueigandans.

Umfjöllun blaðamanns um mína persónu og fjölskyldulíf mitt er ekki einungis ósmekkleg heldur röng. Hann leyfir sér að hafa eftir ummæli sonar míns sem er augljóslega veikur og frábið ég mér allar ásakanir hans í greininni. Hafi blaðamaður undir höndum opinber, trúnaðarskjöl verður hann sjálfur að svara því til hvers vegna hann kýs að gera þau opinber. Heimili manna er friðhelgt og þó eitthvað gangi á inni á einu heimili þá gefur það ekki tilefni þess að viðra vandamálin frammi fyrir alþjóð. Tel ég rétt að dóttur mín sé beðin afsökunar á því að hafa verið dregin inn í umræðuna án þess að hafa sér neitt til sakar unnið. Með þessari yfirlýsingu læt ég fylgja afrit af sakarvottorði mínu sem er hreint og tekur af öll tvímæli.

Það er forkastanlegt að gera mig að kynferðisbrotamanni í þeim eina tilgangi að selja fleiri blöð og auglýsingar. Ég krefst þess að vera beðinn afsökunar og áskil mér að sækja rétt minn á hendur útgefanda, ritstjórn, blaðamanni og viðmælendum fyrir dómstólum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár