Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vopnin kvödd: Hríðskotabyssur Gæslunnar koma til Noregs í dag

Tals­mað­ur norska hers­ins kann­ast ekki við tækni­leg vanda­mál við flutn­ing á 250 MP hríðskota­byss­um, sem Land­helg­is­gæsl­an vís­ar til. Vopn­in koma til Nor­egs í dag. Þar með lýk­ur langri sögu ósann­inda í stærsta vopnainn­flutn­ings­máli Ís­lands.

Vopnin kvödd: Hríðskotabyssur Gæslunnar koma til Noregs í dag
Georg Lárusson Forstjóri Landhelgisgæslunnar

Stundin hefur fengið þau svör frá Sven H Halvorsen, talsmanni norska hersins, að hríðskotabyssurnar 250 sem Landhelgisgæslan sagði að væri gjöf frá Norðmönnum muni koma til Noregs í dag.

Í frétt Morgunblaðsins um helgina sagði Ásgrímur L. Ásgrímsson, talsmaður Landhelgisgæslunnar, að tæknileg vandamál hefðu komið upp við flutning MP5 byssanna en senda átti þær fyrir helgi. Sven Halvorsen kannast hins vegar ekkert við tæknilega erfiðleika. „Samkomulag okkar var á þá leið að íslenska Landhelgisgæslan myndi láta norsk hernaðaryfirvöld vita viku áður en vopnin myndu koma til Noregs. Vopnin munu koma til Noregs í dag,“ skrifar Sven í tölvupósti til Stundarinnar.

„Vopnin munu koma til Noregs í dag“

Sven segir enn fremur að Landhelgisgæslan hefi ekki gert neina tilraun til að kaupa ýmist byssur eða skotfæri á þessu ári. Hann ítrekar að það hafi ávallt verið skoðun norska hersins að borgað skildi fyrir MP5 byssurnar. Í frétt RÚV frá síðastliðnum janúar kom fram að samkvæmt Landhelgisgæslunni var eina ástæðan fyrir því að vopnin væru þá enn í landi að beðið væri eftir hentugu tækifæri til að flytja vopnin til Noregs. Þá var sagt að til kæmi til greina að nýta tækifæri til að koma þeim um borð í norskri herflutningavél sem yrði stödd á Íslandi. Sven slær þetta alfarið af borðinu í svari við fyrirspurn Stundarinnar. „Ísland ber ábyrgð á að flytja vopnin til baka frá Íslandi til Noregs,“ segir í tölvupósti hans.

„Ísland ber ábyrgð á að flytja vopnin til baka frá Íslandi til Noregs“

Fyrst var greint frá komu hríðskotabyssanna í DV síðastliðinn október. Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri hugðust skipta MP5-byssunum á milli sín. Þann 17. desember árið 2013 samdi gæslan um kaup á 250  MP5 hríðskotabyssum, en Ríkislögreglustjóri átti að fá 150 stykki. Fyrir átti lögreglan 60 hríðskotabyssur og því var um að ræða stóraukna vopnavæðingu. Fyrirætlanir lögreglunnar voru á þá leið að lögreglubifreiðar á landinu yrðu búnar MP5-hríðskotabyssu.

„Eina sem ég get sagt er að við eigum ekki kjarnorkuvopn,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, þegar upp komst um þennan stærsta vopnainnflutning sögunnar.

Ósannar yfirlýsingar Landhelgisgæslunnar

MP5
MP5 Hér má sjá dæmi um hríðskotabyssu sem nú hefur verið skilað.

Upphaflega var tilkynnt að norska lögreglan hefði afhent vopnin, og það gefins, en síðar kom í ljós að það var ósatt. Það hafði verið norski herinn sem afhendi þau. Enda kom í ljós síðar að norska lögreglan hafði sjálf farið fram á að fá vopnin frá hernum, en ekki fengið.

Bæði Ríkislögreglustjóri og Landhelgisgæslan sögðust telja að um væri að ræða gjöf þrátt fyrir að samningur um greiðslu á 625 þúsund norskum krónum fyrir vopnin lægi fyrir.

Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hélt ósönnum fullyrðingum fram í Kastljósinu á RÚV um málið. 

„Ég notaði nú eig­in­lega orðið aflað [í sam­tali við fjöl­miðla] í dag, sem kannski olli því að menn töldu að þau hefðu verið keypt. En það er ekki; þau feng­ust gef­ins,“ sagði hann 21. október í fyrra.

Bent-Ivan Myhre, talsmaður norska varnamálaráðuneytisins, sagði hins vegar frá því rétta í málinu. „Það var undirritaður samningur um sölu á 250 MP5 upp á 625 þúsund krónur þann 17. desember 2013. Þetta er kaupverð sem skal greitt. Það hefur ávallt verið ætlunin,“ sagði Bent-Ivan í samtali við við norska blaðið Dagbladet hinn 28. október síðastliðinn.

Sögðust ekki mega segja frá - en fóru sjálfir fram á leynd

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, neitaði að upplýsa um efni samningsins. Hann vísaði til þess að um væri að ræða NATO-samning sem væri trúnaðarmál. 

Norski herinn greindi síðar frá því að Landhelgisgæslan hefði sjálf farið fram á að leynd hvíldi yfir samningnum.

Mánuði eftir að málið komst í umræðu og norski herinn hafði gefið upplýsingar um hvers eðlis væri ákváðu embættin að skila byssunum.

Engin afsökunarbeiðni barst vegna leyndarinnar og ósannra yfirlýsinga forsvarsmanna Landhelgisgæslunnar og Ríkislögreglustjóra um stærsta vopnainnflutning Íslandssögunnar, og enginn var látinn axla ábyrgð á málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
5
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár