Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

45 þúsund skrifa undir áskorun: Ný stjórnarskrá hefði tryggt auðlindir í þjóðareign

Und­ir­skrift­ar­söfn­un far­ið fram úr björt­ustu von­um, seg­ir Þorkell Helga­son pró­fess­or. „Stóru von­brigð­in voru að nið­ur­stöð­ur stjórn­laga­ráðs hafa al­gjör­lega dag­að uppi.“

45 þúsund skrifa undir áskorun: Ný stjórnarskrá hefði tryggt auðlindir í þjóðareign

Meira en 45 þúsund hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu öllum lögum sem myndu heimila ráðstöfun fiskveiðiheimilda til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.

Líkt og bent var á í frétt RÚV um málið hafa fleiri skrifað undir þessa áskorun en skrifuðu undir undirskriftalista vegna seinni Icesave-laga árið 2011 og fjölmiðlalaga árið 2004. Forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum á þeim forsendum að gjá væri á milli þings og þjóðar.

Þorkell Helgason stærðfræðingur er einn þeirra sem stendur að baki undirskriftasöfnuninni. Hann segir að hún hafi gengið vonum framar og sýni hversu alvarlegt málið sé. „Við erum fjarska ánægð með þessar undirtektir. Við getum þó ekki sagt að við höfum stefnt að neinu sérstöku markmiði af því að forsetinn metur hvernig hann bregst við. Við höfum engin áhrif á það.“

Árángurinn sé sérstaklega góður í ljósi þess að hópurinn sem að baki undirskriftarstöfnuninni stendur hafði ekki úr neinu fé að spila, nákvæmlega engu. „Þannig að við höfum ekki getað stundað neinar auglýsingaherferðir, annað en að vera virk á veðmiðlum, blogga og þvíumlíkt. En það er nú ekki aðalatriðið, heldur hitt. Það sem við erum að leggja kapp á er að menn hugsi nú sinn gang. Makrílfumvarpið í sjálfu sér kann að virðast lítið og meinlaust og vel meint af ráðherans hálfu, en við óttumst að þarna geti lítil þúfa velt þungu hlassi – að þetta sé upphafið að því að það verði ekki aftur snúið, að kvótarnir verði endanlega einkavæddir.“

Skorar á forsetann
Skorar á forsetann Þorkell Helgason prófessor er á meðal þeirra sem standa að baki undirskriftasöfnuninni. Hann átti einnig sæti í stjórnlagaráði og segir stærstu vonbrigðin þau að tillögur ráðsins náðu ekki fram að ganga.

Þjóðin ætti að fá eðlilegt gjald

Þorkell bendir á að vissulega sé kominn viss hefðarréttur á úthlutun kvótans og því ekki hægt að innkalla hann á augabragði. „Það þarf eðlilegan aðdraganda. Svo ég tali nú bara fyrir sjálfan mig, þá sé ég það fyrir mig að nú ættu menn að setjast niður og hugsa sinn gang. Ég held að fyrir útgerðina gæti verið mjög hagkvæmt að reyna að ná sáttum á þeim nótum sem stór meirihluti þjóðarinnar virðist vera á. Samkvæmt skoðanakönnun 2012 sögðust yfir áttatíu prósent styðja það að það yrði tekið eðlilegt gjald fyrir kvótann.

Samkvæmt skoðanakönnun 2012 sögðust yfir áttatíu prósent styðja það að það yrði tekið eðlilegt gjald fyrir kvótann.“ 

Ég held að það ætti að vera auðvelt að ná samkomulagi sem bæði þjóðin og útgerðin ætti að geta verið sátt við. Slíkt samkomulag fælist í því að skerða kvótana hægt og bítandi, um lítið hlutfall árlega og bjóða upp það sem losnar. Þessi hugmynd hefur verið á kreiki í aldarfjórðung og hefur gengið undir ýmsum nöfnum, firningarleið, tilboðsleið eða uppboðsleið, og verið útfærð á nokkra mismunandi vegu.

Það má færa rök fyrir því að það að fara þessa leið sé síst óhagkvæmara fyrir útgerðina heldur en að vera í óvissu um framhaldið. Það hefur nú komið fram hjá talsmönnum útgerðarinnar að þeir eru orðnir órólegir yfir því að geta ekki verið vissir um framtíðarskilmálana.“

Umdeilt frumvarp
Umdeilt frumvarp Þorkell væntir þess að Sigurður Ingi dragi í land með makrílfrumvarpið í ljósi andstöðunnar við það.

Erfiðara en að breyta stjórnarskránni

Á meðal þess gagnrýnt er að samkvæmt frumvarpi sjávarútvegsráðherra er gert ráð fyrir að úthluta kvótanum til sex ára í senn og framlengist úthutunin sjálfkrafa á hverju ári.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, hefur hins vegar sagt að sex ár séu jafnvel of stuttur tími til að tryggja stöðugleika í greininni.

„Bíðum nú við, eigum við ekki að fá sömu góðu kjörin, eilífðareign á kvótanum“

Um það segir Þorkell: „Það sem við erum að benda á er að til þess að segja þessu upp þarf að minnsta kosti sex ára aðdraganda. Það þarf því að vera meirihluti á Alþingi fyrir uppsögn á úthlutun makrílkvótanna, sem spannar yfir einar, jafnvel tvennar, kosningar.

Það er erfiðara að draga í land með þá úthlutun sem væri gerð á grundvelli þessa frumvarps heldur en að breyta stjórnarskránni. Ef þessu verður komið á er afar ólíklegt að það verði nokkurn tímann dregið til baka. Þá muna þeir sem eru að fiska aðrar tegundur segja; „Bíðum nú við, eigum við ekki að fá sömu góðu kjörin, eilífðareign á kvótanum“.

Málinu verður að ljúka með sátt

Í ljósi þess hve margir hafa skrifað undir áskorunina væntir Þorkell þess að frumvarpið verði ekki afgreitt á Alþingi, heldur muni daga þar uppi eða verða dregið til baka. „Ráðherra hefur sagt að 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár