Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

45 þúsund skrifa undir áskorun: Ný stjórnarskrá hefði tryggt auðlindir í þjóðareign

Und­ir­skrift­ar­söfn­un far­ið fram úr björt­ustu von­um, seg­ir Þorkell Helga­son pró­fess­or. „Stóru von­brigð­in voru að nið­ur­stöð­ur stjórn­laga­ráðs hafa al­gjör­lega dag­að uppi.“

45 þúsund skrifa undir áskorun: Ný stjórnarskrá hefði tryggt auðlindir í þjóðareign

Meira en 45 þúsund hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu öllum lögum sem myndu heimila ráðstöfun fiskveiðiheimilda til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.

Líkt og bent var á í frétt RÚV um málið hafa fleiri skrifað undir þessa áskorun en skrifuðu undir undirskriftalista vegna seinni Icesave-laga árið 2011 og fjölmiðlalaga árið 2004. Forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum á þeim forsendum að gjá væri á milli þings og þjóðar.

Þorkell Helgason stærðfræðingur er einn þeirra sem stendur að baki undirskriftasöfnuninni. Hann segir að hún hafi gengið vonum framar og sýni hversu alvarlegt málið sé. „Við erum fjarska ánægð með þessar undirtektir. Við getum þó ekki sagt að við höfum stefnt að neinu sérstöku markmiði af því að forsetinn metur hvernig hann bregst við. Við höfum engin áhrif á það.“

Árángurinn sé sérstaklega góður í ljósi þess að hópurinn sem að baki undirskriftarstöfnuninni stendur hafði ekki úr neinu fé að spila, nákvæmlega engu. „Þannig að við höfum ekki getað stundað neinar auglýsingaherferðir, annað en að vera virk á veðmiðlum, blogga og þvíumlíkt. En það er nú ekki aðalatriðið, heldur hitt. Það sem við erum að leggja kapp á er að menn hugsi nú sinn gang. Makrílfumvarpið í sjálfu sér kann að virðast lítið og meinlaust og vel meint af ráðherans hálfu, en við óttumst að þarna geti lítil þúfa velt þungu hlassi – að þetta sé upphafið að því að það verði ekki aftur snúið, að kvótarnir verði endanlega einkavæddir.“

Skorar á forsetann
Skorar á forsetann Þorkell Helgason prófessor er á meðal þeirra sem standa að baki undirskriftasöfnuninni. Hann átti einnig sæti í stjórnlagaráði og segir stærstu vonbrigðin þau að tillögur ráðsins náðu ekki fram að ganga.

Þjóðin ætti að fá eðlilegt gjald

Þorkell bendir á að vissulega sé kominn viss hefðarréttur á úthlutun kvótans og því ekki hægt að innkalla hann á augabragði. „Það þarf eðlilegan aðdraganda. Svo ég tali nú bara fyrir sjálfan mig, þá sé ég það fyrir mig að nú ættu menn að setjast niður og hugsa sinn gang. Ég held að fyrir útgerðina gæti verið mjög hagkvæmt að reyna að ná sáttum á þeim nótum sem stór meirihluti þjóðarinnar virðist vera á. Samkvæmt skoðanakönnun 2012 sögðust yfir áttatíu prósent styðja það að það yrði tekið eðlilegt gjald fyrir kvótann.

Samkvæmt skoðanakönnun 2012 sögðust yfir áttatíu prósent styðja það að það yrði tekið eðlilegt gjald fyrir kvótann.“ 

Ég held að það ætti að vera auðvelt að ná samkomulagi sem bæði þjóðin og útgerðin ætti að geta verið sátt við. Slíkt samkomulag fælist í því að skerða kvótana hægt og bítandi, um lítið hlutfall árlega og bjóða upp það sem losnar. Þessi hugmynd hefur verið á kreiki í aldarfjórðung og hefur gengið undir ýmsum nöfnum, firningarleið, tilboðsleið eða uppboðsleið, og verið útfærð á nokkra mismunandi vegu.

Það má færa rök fyrir því að það að fara þessa leið sé síst óhagkvæmara fyrir útgerðina heldur en að vera í óvissu um framhaldið. Það hefur nú komið fram hjá talsmönnum útgerðarinnar að þeir eru orðnir órólegir yfir því að geta ekki verið vissir um framtíðarskilmálana.“

Umdeilt frumvarp
Umdeilt frumvarp Þorkell væntir þess að Sigurður Ingi dragi í land með makrílfrumvarpið í ljósi andstöðunnar við það.

Erfiðara en að breyta stjórnarskránni

Á meðal þess gagnrýnt er að samkvæmt frumvarpi sjávarútvegsráðherra er gert ráð fyrir að úthluta kvótanum til sex ára í senn og framlengist úthutunin sjálfkrafa á hverju ári.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, hefur hins vegar sagt að sex ár séu jafnvel of stuttur tími til að tryggja stöðugleika í greininni.

„Bíðum nú við, eigum við ekki að fá sömu góðu kjörin, eilífðareign á kvótanum“

Um það segir Þorkell: „Það sem við erum að benda á er að til þess að segja þessu upp þarf að minnsta kosti sex ára aðdraganda. Það þarf því að vera meirihluti á Alþingi fyrir uppsögn á úthlutun makrílkvótanna, sem spannar yfir einar, jafnvel tvennar, kosningar.

Það er erfiðara að draga í land með þá úthlutun sem væri gerð á grundvelli þessa frumvarps heldur en að breyta stjórnarskránni. Ef þessu verður komið á er afar ólíklegt að það verði nokkurn tímann dregið til baka. Þá muna þeir sem eru að fiska aðrar tegundur segja; „Bíðum nú við, eigum við ekki að fá sömu góðu kjörin, eilífðareign á kvótanum“.

Málinu verður að ljúka með sátt

Í ljósi þess hve margir hafa skrifað undir áskorunina væntir Þorkell þess að frumvarpið verði ekki afgreitt á Alþingi, heldur muni daga þar uppi eða verða dregið til baka. „Ráðherra hefur sagt að 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
3
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár