Það er ótækt að rannsóknarstofnanir á vegum Háskóla Íslands dragi umsækjendur um styrki í dilka eftir því hvort fræðilegar niðurstöður þeirra samræmist eða samræmist ekki „íslenskum hagsmunum“. Þetta er álit Jóns Atla Benediktssonar, rektors háskólans, að því er fram kemur í svari hans við fyrirspurn Stundarinnar vegna máls Tómasar H. Heiðars, forstöðumanns Hafréttarstofnunar og Bjarna Más Magnússonar lektors við Háskólann í Reykjavík.
Eins og Stundin og Kastljós hafa fjallað um þrýsti Tómas á Bjarna Má að sníða fræðilegt erindi á alþjóðlegri hafréttarráðstefnu að utanríkishagsmunum Íslands. Forsaga málsins er sú að í mars 2015 hafði Bjarni Már samband við Tómas og kannaði hvort Hafréttarstofnun vildi styrkja ferð hans til Sjanghæ á alþjóðlega hafréttarráðstefnu. Erindi Bjarna fjallaði um landgrunnsmál Kínverja og hvernig þeir gætu náð fram hagsmunum sínum í gegnum alþjóðlega dómstóla.
Athugasemdir