Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vill ekki að fólk lesi ritgerðina sína: „Ég ætla ekki að láta hana frá mér“

Karl Garð­ars­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, skrif­aði meist­ara­rit­gerð um Rík­is­út­varp­ið und­ir hand­leiðslu Brynj­ars Ní­els­son­ar og læsti henni til árs­ins 2045. Stund­in komst yf­ir rit­gerð­ina.

Vill ekki að fólk lesi ritgerðina sína: „Ég ætla ekki að láta hana frá mér“

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist ekki vilja að mastersritgerð sín í lögfræði sé öllum aðgengileg.

Titill verksins er: „Ríkisútvarpið  – þróun þess og lagaumgjörð. Nauðsynlegur fjölmiðill í almannaþágu eða tímaskekkja?“ og skrifaði hann ritgerðina meðfram þingstörfum.

Leiðbeinandi Karls var Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og kollegi hans á Alþingi. 

Vill hafa hana læsta

Stundin hafði samband við Karl Garðarsson á miðvikudag og óskaði eftir því að fá að lesa ritgerðina. Karl bað um umhugsunarfrest. Þegar blaðamaður sló aftur á þráðinn til Karls og spurði hvort hann hefði gert upp hug sinn áttu eftirfarandi samskipti sér stað:

Karl: „Ég ætla ekki að láta hana frá mér. Þá verður þetta að einhverju pólitísku bitbeini sem ég nenni ekki. Ég þyrfti þá líka að opna hana fyrir öllum sem ég vil ekki gera, svo ég ætla bara að hafa þetta eins og þetta er.“

Blaðamaður: „En ég skil ekki alveg, nú ert þú þingmaður og þú ert að skrifa um ríkisrekinn fjölmiðil. Finnst þér ekki rétt að almenningur fái að lesa þetta?“

Karl: „Nei ekkert frekar en aðrar ritgerðir sem eru læstar, og það er mikill meirihluti þeirra læstur.“

Blaðamaður: „En reglurnar hjá HR virðast þó gera ráð fyrir að ritgerðir séu opnar, nema þegar það eru trúnaðarupplýsingar í þeim eða einhverjar sérstakar ástæður.“

Karl: „Ég hef nú ekki heyrt það. Allavega er engin ástæða til þess að vera að birta þetta sérstaklega.“

„Ég þyrfti þá líka að opna hana fyrir
öllum sem ég vil ekki gera“

Læst til 2045

Samkvæmt reglum um skil á lokaritgerðum og lokaverkefnum við Háskólann í Reykjavík skulu lokaverkefni „almennt vera aðgengileg þeim sem áhuga hafa á að kynna sér efni þeirra.“ Í reglunum segir einnig: „Höfundur lokaritgerðar/verkefnis hefur þó rétt til að loka fyrir aðgang að því á bókasafni og á Skemmunni, svo sem ef það hefur að geyma trúnaðarupplýsingar.“ Mikill fjöldi nemenda nýtir sér þessa heimild.

Fram kemur að ef höfundur láti loka fyrir aðgang að lokaverkefni sínu skuli hann tilgreina við skil þess á bókasafn og í Skemmuna hvenær opna skuli fyrir aðgang að því. Karl ákvað að læsa ritgerð sinni til 15. maí árið 2045. Þegar ritgerðin verður aðgengileg á netinu verða meira en 84 ár liðin frá fæðingu Karls Garðarssonar.

Karl hefur ekki viljað gefa upp hvaða einkunn hann fékk fyrir ritgerðina. „Við unnum að þessu á útmánuðum og Karl hafði náttúrlega óvenju góðan aðgang að leiðbeinandanum. Við vinnum á sama stað,“ var haft eftir Brynjari Níelssyni, leiðbeinanda Karls á Vísi.is í síðustu viku

Stundin hafði samband við Háskólann í Reykjavík og spurði hvort það tíðkaðist að nemandi og leiðbeinandi væru vinnufélagar utan háskóla. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrst fengust frá lagadeild HR eru slík tilvik skoðuð og metin sérstaklega, hvert fyrir sig. 

Forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs HR segir þó í tölvupósti til Stundarinnar: „Ég vísa í reglurnar þar sem sem m.a. kemur fram að sé leiðbeinandi ekki starfsmaður háskólans sé skipaður prófdómari. Það eru ekki reglur um að nemandi og leiðbeinandi megi ekki vinna á sama vinnustað.“ Samkvæmt verklagsreglum HR um ritun ML-ritgerða gefur bæði prófdómari og leibeinandi nemandanum einkunn og vegur einkunnagjöfin jafnt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Háskólamál

Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
FréttirHáskólamál

Björgólf­ur Thor á stór­hýsi á svæði há­skól­ans í gegn­um Lúx­em­borg

Ekki ligg­ur end­an­lega fyr­ir hvaða starf­semi verð­ur í Grósku hug­mynda­húsi ann­að en að tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið CCP verð­ur þar til húsa. Bygg­ing­in er í eigu fé­laga Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar og við­skipta­fé­laga hans sem eru í Lúx­em­borg. Vís­inda­garð­ar Há­skóla Ís­lands eiga lóð­ina en ráða engu um hvað verð­ur í hús­inu.
Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar
Fréttir

Við­mið­um al­þjóða­stofn­ana ekki fylgt í samn­ingi há­skól­ans og Út­lend­inga­stofn­un­ar um ald­urs­grein­ing­ar

Há­skóli Ís­lands hyggst festa í sessi um­deild­ar lík­ams­rann­sókn­ir á hæl­is­leit­end­um sem stand­ast ekki kröf­ur Evr­ópu­ráðs­ins, Barna­rétt­ar­nefnd­ar SÞ og UNICEF um þverfag­legt mat á aldri og þroska. Tann­lækn­ar munu fá 100 þús­und krón­ur fyr­ir hvern hæl­is­leit­anda sem þeir ald­urs­greina sam­kvæmt drög­um að verk­samn­ingi sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár