Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sakar embættismenn um að vilja misnota aðstöðu sína í starfi sínu fyrir ríkið til að afla sér ódýrari flugferða fyrir fjölskyldur sínar.
Vigdís skrifar á Facebook-síðu sína í dag: „Allt í stíl - enda vilja embættismenn helst ferðast með Icelandair til að fá vildarpunkta fyrir fjölskylduna !!! Talandi um jöfnuð í samfélaginu :-)“
Tilefni ummælanna er tilkynning Félags atvinnurekenda um að útboði á flugfarmiðakaupum ríkisins, sem átti að fara fram á fyrri hluta ársins, hefði verið frestað fram til haustsins. Náðist ekki að afla upplýsinga vegna útboðsins og vinna úr þeim fyrir sumarleyfi og þurfti því að slá útboðinu á frest.
Athugasemdir