Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vígdís vill „grípa til aðgerða núna strax“ á RÚV

Vig­dís Hauks­dótt­ir, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist sleg­in vegna skýrslu Ey­þórs Arn­alds um rekst­ur RÚV. Hún vill að rík­is­stjórn­in standi við áform sín um lækk­un út­varps­gjalds.

Vígdís vill „grípa til aðgerða núna strax“ á RÚV
Vill aðgerðir strax Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist slegin yfir niðurstöðun nefndar um starfsemi og rekstur RÚV. Mynd: Pressphotos

„Mín fyrstu viðbrögð eru þau að ég er slegin yfir því sem kemur fram í skýrslunni,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um skýrslu nefndar Eyþórs Arnalds um starfsemi og rekstur RÚV. Stundin náði tali af Vigdísi eftir fund fjárlaganefndar með nefnd Eyþórs. Nefnir hún sem dæmi skort á eftirlitsheimildum með RÚV ohf., bæði hjá fjölmiðlanefnd og Ríkisendurskoðun, og tilkomu Vodafone samningsins frá 2013. „Það hefur verið hamrað mjög á því að RÚV sé mjög skuldsett en þarna kemur fram að það er einungis sex prósent skuldahlutfall sem er á pari við stjórnunarkostnaðinn hjá RÚV. Þannig það hafa verið mjög miklar blekkingar í þessu öllu saman. Þessi skýrsla varpar mjög góðu ljósi á allar staðreyndir,“ segir Vigdís. 

„Þannig það hafa verið mjög miklar blekkingar í þessu öllu saman.“

Gripið sé strax til aðgerða

En hver eru næstu skref að mati Vigdísar? „Í fyrsta lagi þarf að athuga hvort það þurfi ekki að breyta rekstarformi RÚV,“ segir hún. „Eins og staðan er í dag er þetta algjörlega ógagnsætt og ríkið hefur raunverulega enga aðkomu að þessu. Það er pólitískt kosin stjórn en samt er þetta ohf, hlutabréf ríkisins liggur í menntamálaráðuneytinu en samt heyrir þetta undir fjármálaráðuneytið hvað varðar fjárheimildirnar,“ segir Vigdís. 

Stundin sagði frá því fyrr í dag að Illugi Gunnarsson hyggðist setja á fót

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár