Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Víðtæk tengsl Sjálfstæðisflokksins við GAMMA: KOM lét fjarlægja myndbandið

„Við skipt­um okk­ur ekki af hvaða skoð­an­ir fólk set­ur fram á Face­book,“ seg­ir í svari KOM við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Al­manna­tengsla­fyr­ir­tæk­ið er með­al ann­ars í eigu fyrr­ver­andi að­stoð­ar­manna Bjarna Bene­dikts­son­ar og Ill­uga Gunn­ars­son­ar en GAMMA hef­ur einnig um­tals­verð tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Víðtæk tengsl Sjálfstæðisflokksins við GAMMA: KOM lét fjarlægja myndbandið

Almannatengslafyrirtækið KOM krafðist þess að myndband um tengsl Sjálfstæðisflokksins við fyrirtækið GAMMA yrði fjarlægt af Facebook. 

„Við skiptum okkur ekki af hvaða skoðanir fólk setur fram á Facebook. Hins vegar þarf fólk leyfi til að nota myndir í eigu annarra í framsetningu sinni,“ segir Björgvin Guðmundsson, einn af eigendum KOM, í tölvupósti til Stundarinnar.   

Jæja-hópurinn svokallaði, sem skipulagði mótmæli á Austurvelli síðasta vor eftir að upplýst var um aflandsfélög þriggja ráðherra, birti myndbandið um helgina. Um 10 þúsund manns höfðu horft á myndbandið þegar það var fjarlægt, en skömmu seinna var það birt aftur, án mynda, og hafa nú um 70 þúsund manns horft.

Í myndbandinu er bág staða leigjenda á höfuðborgarsvæðinu og hátt leiguverð sett í samhengi við innreið GAMMA inn á húsnæðismarkaðinn. Þá eru umdeildar tilraunir sjálfstæðismanna til að breyta íslensku námslánakerfi tengdar við nýtilkomna námslánastarfsemi GAMMA. Umsvif fyrirtækisins eru gríðarleg, en undanfarin ár hafa sjóðir þess eignast hundruð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu. 

Víðtæk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn

GAMMA styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 199 þúsund krónur árið 2013, 400 þúsund krónur árið 2014 og aftur um 400 þúsund krónur í fyrra.

Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptaþróunar hjá GAMMA, er fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og var jafnframt bæjarstjóri á Seltjarnarnesi um árabil fyrir hönd flokksins. 

Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, er í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og formaður fjármálaráðs. Þá hefur hann aðstoðað Hannes Hólmstein Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor við að boða frjálshyggju á Íslandi í gegnum svokallað Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt. 

Ingvi Hrafn Óskarsson, lögfræðingur hjá GAMMA, var skipaður stjórnarformaður RÚV af Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra í upphafi kjörtímabilsins og hefur setið í bankaráði Seðlabankans fyrir hönd flokksins. Þá er hann fyrrverandi formaður og varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Illugi Gunnarsson skipaði Ingva sem formann fjölmiðlanefndar í mars síðastliðnum.

Eiríkur Finnur Greipsson, verkefnastjóri hjá GAMMA, hefur einnig setið í stjórn Ríkisútvarpsins fyrir hönd Illuga Gunnarssonar. Hann var aðstoðarsparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestfirðinga þegar sjóðurinn veitti Illuga Gunnarssyni og konu hans talsverða fyrirgreiðslu til að forðast fjárnám um og eftir hrun. Eiríkur Finnur gagnrýndi fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun um tengsl Illuga við fyrirtækið Orku Energy og Hauk Harðarson, stjórnarformann þess.

„Ég hef unnið með og þekkt Illuga frá unglingsárum hans og Brynhildi hef ég þekkt frá fæðingu. Þau eru reyndar miklir vinir okkar hjóna og verða. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hversu lágkúrulegum vinnubrögðum er unnt að beita til þess eins að afla sér tekna og lífsviðurværis af útgáfu fréttamiðils eins og Stundarinnar, og skeyta í engu um mannorð heiðarlegs og duglegs fólks. Hver skyldi verða næstur fyrir aftökusveitina?“ skrifaði Eiríkur þegar Orku Energy-málið stóð sem hæst.

GAMMA í samkeppni við LÍN

Samkvæmt nýjasta ársreikningi GAMMA hagnaðist fyrirtækið um 416 milljónir króna árið 2015 og greiddi hluthöfum 100 milljónir króna í arð.

Undanfarin misseri hefur GAMMA fært sig inn á námslánamarkaðinn með því að bjóða háskólanemum framfærslu- og skólagjaldalán í gegnum nýjan sjóð, Framtíðina. Þannig er fyrirtækið komið í samkeppni við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Um svipað leyti hafa Illugi Gunnarsson og sjálfstæðismenn beitt sér fyrir því að samþykkt verði nýtt frumvarp til laga um námslán og námsstyrki sem fæli meðal annars í sér að vaxtaprósenta námslána hjá LÍN myndi allt að þrefaldast. Stjórnarandstaðan og Háskóli Íslands mótmæltu áformunum harðlega og töldu að í þeim fælist aðför að jafnrétti til náms.

„Á þetta að vera skref í einkavæðingu menntakerfisins? Að gera námslán svo lág að það borgar sig í rauninni ekki að fá sér ríkisnámslán svo maður fari í einkarekið námslánaviðskipti?“

Fyrr á árinu tóku nýjar úthlutunarreglur hjá LÍN gildi, en samkvæmt þeim lækkuðu lán til framfærslu námsmanna erlendis um allt að 20 prósent á yfirstandandi skólaári. „Á þetta að vera skref í einkavæðingu menntakerfisins? Að gera námslán svo lág að það borgar sig í rauninni ekki að fá sér ríkisnámslán svo maður fari í einkarekið námslánaviðskipti?“ sagði Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, þegar fjallað var um breytingarnar fyrr á árinu

Lánveitingar Framtíðarinnar falla undir lög um neytendalán nr. 33/2013, sömu lög og smálánafyrirtæki starfa eftir. Í stjórn Framtíðarinnar sitja Hlíf Sturludóttir, Sigurgeir Örn Jónsson og Ellert Arnarson. 

KOM nátengt Illuga og Sjálfstæðisflokknum

Almannatengslafyrirtækið KOM hefur einnig talsverð tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. Magnús Ragnarsson, sem starfaði um tíma sem aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar í menntamálaráðuneytinu, er stjórnarformaður KOM samkvæmt gildandi skráningu í hlutafélagsskrá og jafnframt hluthafi í fyrirtækinu í gegnum félagið PT 109 ehf. á móti Friðjóni R. Friðjónssyni og Björgvini Guðmundssyni. 

Friðjón R. Friðjónsson, er áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, hefur boðið sig fram í prófkjörum hjá flokknum og gegndi um tíma starfi aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar á kjörtímabili vinstristjórnarinnar. Hann situr fyrir hönd Illuga í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Björgvin Guðmundsson hefur áður starfað sem ritstjóri Viðskiptablaðsins og sem ritstjóri viðskiptafrétta Morgunblaðsins. 

KOM styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 235.312 krónur á árinu 2014. Í því fólst að fyrirtækið gaf flokknum vinnu, meðal annars vegna vandræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra þegar lekamálið stóð sem hæst.

Fyrirtækið hefur fengið ýmis verkefni hjá hinu opinbera á yfirstandandi kjörtímabili, enda um eitt stærsta almannatengslafyrirtæki landsins að ræða. Í fyrra var greint frá því að KOM hefði fengið hátt í milljón frá hinu opinbera fyrir aðstoð við að bæta ímynd lögreglu og lögreglustjóra vegna lekamálsins og mistaka við birtingu skýrslunnar um Búsáhaldabyltinguna.

Menntamálaráðuneytið fól jafnframt KOM að annast kynningu vegna Hvítbókar Illuga Gunnarssonar um menntamál og greiddi rúma milljón fyrir. Þá var fyrirtækinu falið að boða fjölmiðla á kynningarfund um skýrslu nefndar Eyþórs Arnalds um rekstur Ríkisútvarpsins síðasta haust. 

Áður hefur KOM aðstoðað Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að rétta hlut sinn í fjölmiðlum vegna landsdómsmálsins og hjálpað athafnamanninum Víglundi Þorsteinssyni að bera embættismenn og stjórnmálamenn þungum sökum í fjölmiðlum vegna aðgerða sem gripið var til við endurskipulagningu bankakerfisins í tíð síðustu ríkisstjórnar. 

Myndband Jæja-hópsins um tengsl GAMMA og Sjálfstæðisflokksins var tekið niður að kröfu KOM vegna þess að þar voru myndir af starfsmönnum GAMMA notaðar í leyfisleysi. Samkvæmt svari fyrirtækisins við fyrirspurn Stundarinnar hefur krafan ekkert að gera með þær skoðanir sem er viðraðar eru í myndbandinu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár