Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Viðsnúningur hjá Viðreisn: Ný ríkisstjórn virðist nú möguleg

Við­reisn­ar­fólk tek­ur nú vel í fjöl­flokka­rík­is­stjórn und­ir for­ystu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Áð­ur hafði Bene­dikt Jó­hann­es­son sagt að sér hugn­að­ist ekki slík rík­is­stjórn.

Viðsnúningur hjá Viðreisn: Ný ríkisstjórn virðist nú möguleg
Katrín Jakobsdóttir Vill fimm flokka ríkisstjórn. Mynd: Pressphotos

Ein helsta hindrunin fyrir fjölflokkaríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur virðist vera að hverfa úr veginum. 

Guðni Th. Jóhannesson forseti veitti Katrínu stjórnarmyndunarumboðið á Bessastöðum í dag og kvaðst hún vilja fimm flokka ríkisstjórn. 

Til þess að fimm flokka stjórnin gangi upp þurfa Vinstri grænir, Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð að fá með sér annað hvort Viðreisn eða Framsóknarflokk. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði hins vegar strax eftir kosningar að honum hugnaðist ekki sú ríkisstjórn. 

„Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ sagði Benedikt daginn eftir kosningar.

Engin fjölflokkastjórn án Viðreisnar

Ný ríkisstjórn í myndunFimm flokka ríkisstjórn er komin aftur á kortið.

Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn fyrir kosningar og því er Viðreisn lykillinn að fimm flokka stjórn.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðum við Viðreisn og Bjarta framtíð eftir að Benedikt sendi honum tillögur um að farin yrði markaðsleið í sjávarútvegi. Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur uppboðsleiðinni, sem felur í sér að kvóti sjávarútvegsfyrirtækjanna verði innkallaður og boðinn upp á markaði, með því markmiði að ríkið innheimti sannvirði fyrir afnot af auðlindinni. Á síðustu sex árum hafa útgerðir aukið eigið fé sitt um 300 milljarða króna.

Allir flokkarnir í mögulegri fimm flokka stjórn VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Samfylkingar eru opnir fyrir eða fylgjandi uppboðsleiðinni. Hins vegar gætu Vinstri grænir og Viðreisn átt erfitt með að ná saman um skattamál og aðkomu ríkisins að þjónustu við borgarana, til dæmis í heilbrigðismálum.

Viðsnúningur hjá Viðreisn?

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir nú að fjölflokkastjórn gæti orðið „mjög áhugaverð“. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, annar þingmaður Viðreisnar, lýsir einnig málefnaáherslum á Facebook, sem falla. Benedikt Jóhannesson segir síðan í samtali við Stundina í dag að hann hafi ekki litið á þetta sem fyrsta kost, en eftir viðræðuslit við Sjálfstæðisflokkinn hafi hann endurmetið stöðuna. „Eftir því sem maður áttar sig betur á því hvernig kosningarnar fóru þá verður maður að laga sig að raunveruleikanum.“ Nánar er rætt við Benedikt hér

„Þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ skrifaði Þorsteinn Víglundsson á Facebook-síðu sína í gær og deildi frétt af vilja Katrínar til að mynda fimm flokka stjórn. „Ekki er ólíklegt að talsverður samhljómur reynist vera á milli þessara fimm flokka í stórum málum á borð við sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og endurskoðun peningastefnu. Þá hafa allir þessir flokkar sagst reiðubúnir að leyfa þjóðinni að ráða framhaldi aðildarviðræðna.“ 

Áður, á kosninganótt, hafði Þorsteinn sagt að þjóðin hefði „hafnað hugmyndum um vinstri stjórn“ í kosningunum. „Það blasir náttúrulega við að þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn og það hafði töluverð áhrif á kosningarnar. Við fundum það á síðustu vikunni að það færðist töluverður ótti yfir kjósendur varðandi hreina nýja vinstristjórn.“

Sjálfstæðisflokkur vildi ekki jafnlaunavottun

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir frá því á Facebook að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið dræmt í áherslumál Viðreisnar um að innleiða jafnlaunavottun hjá meðalstórum og stórum fyrirtækjum.

„Jafnréttismálin eru risamál í okkar augum. Þar stöndum við enn frammi fyrir óþolandi kynbundnum launamun. Ekkert þokast og menn ypta öxlum og segja þetta svo flókið og erfitt. En það er ekki svo. Það er aðgerðaleysið sem er vont og erfitt. Því sögðum við að fyrsta mál okkar myndi miða að því að ná fram kynjajafnrétti í gegnum jafnlaunavottun. Jafnréttismál eru alvörumál sem snerta alla og í því ljósi lögðum við í Viðreisn fram lausn í málinu. Því er ekki að leyna að þetta jafnréttismál hlaut ekki mikinn hljómgrunn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um helgina ekki frekar en sjávarútvegsmálin,“ skrifar hún.

Þorgerður tiltekur nokkur mál í færslu sinni, sem virðist vera einhvers konar yfirlýsing um vilja Viðreisnar í málefnasamningi: 

1. Vaxtabyrði heimilanna og myntráð með fastgengisstefnu sem lausn við henni.

2. Markaðsleið í sjávarútvegi í hófsamri útfærslu. „Enginn var að biðja um kollsteypu heldur einfaldlega aukið réttlæti í gegnum hófsama markaðsleið,“ segir hún.

3. Endurskoðun búvörusamninga. „Núgildandi samningar sem núverandi ríkisstjórn stóð fyrir eru afturhaldssamir og taka ekki lítið tillit til neytenda, bænda eða umhverfis. Þess vegna lögðum við fram lausn,“ segir hún.

4. Endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Heilbrigðiskerfið þarf að endurreisa með markvissum aðgerðum með fókus á sjúkrahúsin okkar, heilsugæslu, hjúkrunarheimili og lýðheilsu,“ segir hún, og bætir við að Viðreisn vilji sálfræðiþjæonustu í sjúkratryggingarkerfið og lækkun á greiðsluþátttöku, rétt eins og Vinstri grænir.

5. Aðildarviðræður við Evrópusambandið. Katrín Jakobsdóttir sagði fyrir kosningar að hún væri til í þjóðaratkvæðagreiðslu með tveimur spurningum: Hvort halda ætti viðræðum áfram og hvort ganga ætti í Evrópusambandið.

Þá nefnir Þorgerður Katrín menntamál og umhverfismál án frekari tilgreiningar.

Munur á Vinstri grænum og Viðreisn

Vinstri grænir hafa íhaldssamari stefnu í landbúnaðarmálum en hinir flokkarnir fjórir.

Þorgerður Katrín nefnir ekki skattamál í upptalningu sinni. Skattastefna Vinstri grænna er önnur en skattastefna Viðreisnar og er líklegt að Viðreisn leggi meiri áherslu á að skapa fyrirtækjum hagfellt rekstrarumhverfi en VG. Bæði Viðreisn og Björt framtíð hafa viljað einfalda skattkerfið. 

Viðreisn vill að „beitt verði markaðslausnum við þjónustu við borgarana“, en VG hefur þveröfuga stefnu í heilbrigðismálum: „Félagslegur rekstur heilbrigðisþjónustunnar er grundvallaratriði. Einkarekstur í ágóðaskyni á ekki heima í velferðarþjónustunni.“

Viðreisn hefur endurtekið þau skilaboð að „málefnin ráði för“.

Píratar eru tilbúnir

Bæði Samfylking, með þrjá þingmenn, og Píratar með 10 þingmenn, styðja fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri yfir miðju. Smári McCarthy, þingmaður úr Suðurkjördæmi, bauð Pírata í ríkisstjórn í morgun og sagði Pírata hvorki ófyrirjsjáanlega né spila skítuga pólitíska leiki. „Píratar hafa aldrei sagst ekki tilbúin til að taka þátt í ríkisstjórn. Við buðumst á sínum tíma til að verja minnihlutastjórn, sem tilraun til að einfalda stöðuna. Meðan við stöndum við það boð, þá erum við opin fyrir mjög mörgu. Það er engin ástæða til að óttast Pírata. Við erum hvorki ófyrirsjáanleg né spilum við skítuga pólitíska leiki ─ það eru aðrir sem sjá um slíkt.“

Því virðist sem allir flokkarnir fimm séu að gefa til kynna vilja til að starfa saman í ríkisstjórn sem myndi einungis undanskilja Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Slík ríkisstjórn hefði 34 þingmenn á móti 29 þingmönnum.

Katrín fundar með formönnum flokkanna í dag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, munu mæta saman á fund Katrínar eins og til Bjarna Benediktssonar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár