Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Viðsnúningur hjá Viðreisn: Ný ríkisstjórn virðist nú möguleg

Við­reisn­ar­fólk tek­ur nú vel í fjöl­flokka­rík­is­stjórn und­ir for­ystu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Áð­ur hafði Bene­dikt Jó­hann­es­son sagt að sér hugn­að­ist ekki slík rík­is­stjórn.

Viðsnúningur hjá Viðreisn: Ný ríkisstjórn virðist nú möguleg
Katrín Jakobsdóttir Vill fimm flokka ríkisstjórn. Mynd: Pressphotos

Ein helsta hindrunin fyrir fjölflokkaríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur virðist vera að hverfa úr veginum. 

Guðni Th. Jóhannesson forseti veitti Katrínu stjórnarmyndunarumboðið á Bessastöðum í dag og kvaðst hún vilja fimm flokka ríkisstjórn. 

Til þess að fimm flokka stjórnin gangi upp þurfa Vinstri grænir, Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð að fá með sér annað hvort Viðreisn eða Framsóknarflokk. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði hins vegar strax eftir kosningar að honum hugnaðist ekki sú ríkisstjórn. 

„Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ sagði Benedikt daginn eftir kosningar.

Engin fjölflokkastjórn án Viðreisnar

Ný ríkisstjórn í myndunFimm flokka ríkisstjórn er komin aftur á kortið.

Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn fyrir kosningar og því er Viðreisn lykillinn að fimm flokka stjórn.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðum við Viðreisn og Bjarta framtíð eftir að Benedikt sendi honum tillögur um að farin yrði markaðsleið í sjávarútvegi. Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur uppboðsleiðinni, sem felur í sér að kvóti sjávarútvegsfyrirtækjanna verði innkallaður og boðinn upp á markaði, með því markmiði að ríkið innheimti sannvirði fyrir afnot af auðlindinni. Á síðustu sex árum hafa útgerðir aukið eigið fé sitt um 300 milljarða króna.

Allir flokkarnir í mögulegri fimm flokka stjórn VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Samfylkingar eru opnir fyrir eða fylgjandi uppboðsleiðinni. Hins vegar gætu Vinstri grænir og Viðreisn átt erfitt með að ná saman um skattamál og aðkomu ríkisins að þjónustu við borgarana, til dæmis í heilbrigðismálum.

Viðsnúningur hjá Viðreisn?

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir nú að fjölflokkastjórn gæti orðið „mjög áhugaverð“. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, annar þingmaður Viðreisnar, lýsir einnig málefnaáherslum á Facebook, sem falla. Benedikt Jóhannesson segir síðan í samtali við Stundina í dag að hann hafi ekki litið á þetta sem fyrsta kost, en eftir viðræðuslit við Sjálfstæðisflokkinn hafi hann endurmetið stöðuna. „Eftir því sem maður áttar sig betur á því hvernig kosningarnar fóru þá verður maður að laga sig að raunveruleikanum.“ Nánar er rætt við Benedikt hér

„Þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ skrifaði Þorsteinn Víglundsson á Facebook-síðu sína í gær og deildi frétt af vilja Katrínar til að mynda fimm flokka stjórn. „Ekki er ólíklegt að talsverður samhljómur reynist vera á milli þessara fimm flokka í stórum málum á borð við sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og endurskoðun peningastefnu. Þá hafa allir þessir flokkar sagst reiðubúnir að leyfa þjóðinni að ráða framhaldi aðildarviðræðna.“ 

Áður, á kosninganótt, hafði Þorsteinn sagt að þjóðin hefði „hafnað hugmyndum um vinstri stjórn“ í kosningunum. „Það blasir náttúrulega við að þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn og það hafði töluverð áhrif á kosningarnar. Við fundum það á síðustu vikunni að það færðist töluverður ótti yfir kjósendur varðandi hreina nýja vinstristjórn.“

Sjálfstæðisflokkur vildi ekki jafnlaunavottun

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir frá því á Facebook að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið dræmt í áherslumál Viðreisnar um að innleiða jafnlaunavottun hjá meðalstórum og stórum fyrirtækjum.

„Jafnréttismálin eru risamál í okkar augum. Þar stöndum við enn frammi fyrir óþolandi kynbundnum launamun. Ekkert þokast og menn ypta öxlum og segja þetta svo flókið og erfitt. En það er ekki svo. Það er aðgerðaleysið sem er vont og erfitt. Því sögðum við að fyrsta mál okkar myndi miða að því að ná fram kynjajafnrétti í gegnum jafnlaunavottun. Jafnréttismál eru alvörumál sem snerta alla og í því ljósi lögðum við í Viðreisn fram lausn í málinu. Því er ekki að leyna að þetta jafnréttismál hlaut ekki mikinn hljómgrunn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um helgina ekki frekar en sjávarútvegsmálin,“ skrifar hún.

Þorgerður tiltekur nokkur mál í færslu sinni, sem virðist vera einhvers konar yfirlýsing um vilja Viðreisnar í málefnasamningi: 

1. Vaxtabyrði heimilanna og myntráð með fastgengisstefnu sem lausn við henni.

2. Markaðsleið í sjávarútvegi í hófsamri útfærslu. „Enginn var að biðja um kollsteypu heldur einfaldlega aukið réttlæti í gegnum hófsama markaðsleið,“ segir hún.

3. Endurskoðun búvörusamninga. „Núgildandi samningar sem núverandi ríkisstjórn stóð fyrir eru afturhaldssamir og taka ekki lítið tillit til neytenda, bænda eða umhverfis. Þess vegna lögðum við fram lausn,“ segir hún.

4. Endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Heilbrigðiskerfið þarf að endurreisa með markvissum aðgerðum með fókus á sjúkrahúsin okkar, heilsugæslu, hjúkrunarheimili og lýðheilsu,“ segir hún, og bætir við að Viðreisn vilji sálfræðiþjæonustu í sjúkratryggingarkerfið og lækkun á greiðsluþátttöku, rétt eins og Vinstri grænir.

5. Aðildarviðræður við Evrópusambandið. Katrín Jakobsdóttir sagði fyrir kosningar að hún væri til í þjóðaratkvæðagreiðslu með tveimur spurningum: Hvort halda ætti viðræðum áfram og hvort ganga ætti í Evrópusambandið.

Þá nefnir Þorgerður Katrín menntamál og umhverfismál án frekari tilgreiningar.

Munur á Vinstri grænum og Viðreisn

Vinstri grænir hafa íhaldssamari stefnu í landbúnaðarmálum en hinir flokkarnir fjórir.

Þorgerður Katrín nefnir ekki skattamál í upptalningu sinni. Skattastefna Vinstri grænna er önnur en skattastefna Viðreisnar og er líklegt að Viðreisn leggi meiri áherslu á að skapa fyrirtækjum hagfellt rekstrarumhverfi en VG. Bæði Viðreisn og Björt framtíð hafa viljað einfalda skattkerfið. 

Viðreisn vill að „beitt verði markaðslausnum við þjónustu við borgarana“, en VG hefur þveröfuga stefnu í heilbrigðismálum: „Félagslegur rekstur heilbrigðisþjónustunnar er grundvallaratriði. Einkarekstur í ágóðaskyni á ekki heima í velferðarþjónustunni.“

Viðreisn hefur endurtekið þau skilaboð að „málefnin ráði för“.

Píratar eru tilbúnir

Bæði Samfylking, með þrjá þingmenn, og Píratar með 10 þingmenn, styðja fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri yfir miðju. Smári McCarthy, þingmaður úr Suðurkjördæmi, bauð Pírata í ríkisstjórn í morgun og sagði Pírata hvorki ófyrirjsjáanlega né spila skítuga pólitíska leiki. „Píratar hafa aldrei sagst ekki tilbúin til að taka þátt í ríkisstjórn. Við buðumst á sínum tíma til að verja minnihlutastjórn, sem tilraun til að einfalda stöðuna. Meðan við stöndum við það boð, þá erum við opin fyrir mjög mörgu. Það er engin ástæða til að óttast Pírata. Við erum hvorki ófyrirsjáanleg né spilum við skítuga pólitíska leiki ─ það eru aðrir sem sjá um slíkt.“

Því virðist sem allir flokkarnir fimm séu að gefa til kynna vilja til að starfa saman í ríkisstjórn sem myndi einungis undanskilja Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Slík ríkisstjórn hefði 34 þingmenn á móti 29 þingmönnum.

Katrín fundar með formönnum flokkanna í dag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, munu mæta saman á fund Katrínar eins og til Bjarna Benediktssonar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár