Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Viðsnúningur hjá Viðreisn: Ný ríkisstjórn virðist nú möguleg

Við­reisn­ar­fólk tek­ur nú vel í fjöl­flokka­rík­is­stjórn und­ir for­ystu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Áð­ur hafði Bene­dikt Jó­hann­es­son sagt að sér hugn­að­ist ekki slík rík­is­stjórn.

Viðsnúningur hjá Viðreisn: Ný ríkisstjórn virðist nú möguleg
Katrín Jakobsdóttir Vill fimm flokka ríkisstjórn. Mynd: Pressphotos

Ein helsta hindrunin fyrir fjölflokkaríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur virðist vera að hverfa úr veginum. 

Guðni Th. Jóhannesson forseti veitti Katrínu stjórnarmyndunarumboðið á Bessastöðum í dag og kvaðst hún vilja fimm flokka ríkisstjórn. 

Til þess að fimm flokka stjórnin gangi upp þurfa Vinstri grænir, Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð að fá með sér annað hvort Viðreisn eða Framsóknarflokk. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði hins vegar strax eftir kosningar að honum hugnaðist ekki sú ríkisstjórn. 

„Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ sagði Benedikt daginn eftir kosningar.

Engin fjölflokkastjórn án Viðreisnar

Ný ríkisstjórn í myndunFimm flokka ríkisstjórn er komin aftur á kortið.

Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn fyrir kosningar og því er Viðreisn lykillinn að fimm flokka stjórn.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðum við Viðreisn og Bjarta framtíð eftir að Benedikt sendi honum tillögur um að farin yrði markaðsleið í sjávarútvegi. Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur uppboðsleiðinni, sem felur í sér að kvóti sjávarútvegsfyrirtækjanna verði innkallaður og boðinn upp á markaði, með því markmiði að ríkið innheimti sannvirði fyrir afnot af auðlindinni. Á síðustu sex árum hafa útgerðir aukið eigið fé sitt um 300 milljarða króna.

Allir flokkarnir í mögulegri fimm flokka stjórn VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Samfylkingar eru opnir fyrir eða fylgjandi uppboðsleiðinni. Hins vegar gætu Vinstri grænir og Viðreisn átt erfitt með að ná saman um skattamál og aðkomu ríkisins að þjónustu við borgarana, til dæmis í heilbrigðismálum.

Viðsnúningur hjá Viðreisn?

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir nú að fjölflokkastjórn gæti orðið „mjög áhugaverð“. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, annar þingmaður Viðreisnar, lýsir einnig málefnaáherslum á Facebook, sem falla. Benedikt Jóhannesson segir síðan í samtali við Stundina í dag að hann hafi ekki litið á þetta sem fyrsta kost, en eftir viðræðuslit við Sjálfstæðisflokkinn hafi hann endurmetið stöðuna. „Eftir því sem maður áttar sig betur á því hvernig kosningarnar fóru þá verður maður að laga sig að raunveruleikanum.“ Nánar er rætt við Benedikt hér

„Þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ skrifaði Þorsteinn Víglundsson á Facebook-síðu sína í gær og deildi frétt af vilja Katrínar til að mynda fimm flokka stjórn. „Ekki er ólíklegt að talsverður samhljómur reynist vera á milli þessara fimm flokka í stórum málum á borð við sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og endurskoðun peningastefnu. Þá hafa allir þessir flokkar sagst reiðubúnir að leyfa þjóðinni að ráða framhaldi aðildarviðræðna.“ 

Áður, á kosninganótt, hafði Þorsteinn sagt að þjóðin hefði „hafnað hugmyndum um vinstri stjórn“ í kosningunum. „Það blasir náttúrulega við að þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn og það hafði töluverð áhrif á kosningarnar. Við fundum það á síðustu vikunni að það færðist töluverður ótti yfir kjósendur varðandi hreina nýja vinstristjórn.“

Sjálfstæðisflokkur vildi ekki jafnlaunavottun

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir frá því á Facebook að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið dræmt í áherslumál Viðreisnar um að innleiða jafnlaunavottun hjá meðalstórum og stórum fyrirtækjum.

„Jafnréttismálin eru risamál í okkar augum. Þar stöndum við enn frammi fyrir óþolandi kynbundnum launamun. Ekkert þokast og menn ypta öxlum og segja þetta svo flókið og erfitt. En það er ekki svo. Það er aðgerðaleysið sem er vont og erfitt. Því sögðum við að fyrsta mál okkar myndi miða að því að ná fram kynjajafnrétti í gegnum jafnlaunavottun. Jafnréttismál eru alvörumál sem snerta alla og í því ljósi lögðum við í Viðreisn fram lausn í málinu. Því er ekki að leyna að þetta jafnréttismál hlaut ekki mikinn hljómgrunn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um helgina ekki frekar en sjávarútvegsmálin,“ skrifar hún.

Þorgerður tiltekur nokkur mál í færslu sinni, sem virðist vera einhvers konar yfirlýsing um vilja Viðreisnar í málefnasamningi: 

1. Vaxtabyrði heimilanna og myntráð með fastgengisstefnu sem lausn við henni.

2. Markaðsleið í sjávarútvegi í hófsamri útfærslu. „Enginn var að biðja um kollsteypu heldur einfaldlega aukið réttlæti í gegnum hófsama markaðsleið,“ segir hún.

3. Endurskoðun búvörusamninga. „Núgildandi samningar sem núverandi ríkisstjórn stóð fyrir eru afturhaldssamir og taka ekki lítið tillit til neytenda, bænda eða umhverfis. Þess vegna lögðum við fram lausn,“ segir hún.

4. Endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Heilbrigðiskerfið þarf að endurreisa með markvissum aðgerðum með fókus á sjúkrahúsin okkar, heilsugæslu, hjúkrunarheimili og lýðheilsu,“ segir hún, og bætir við að Viðreisn vilji sálfræðiþjæonustu í sjúkratryggingarkerfið og lækkun á greiðsluþátttöku, rétt eins og Vinstri grænir.

5. Aðildarviðræður við Evrópusambandið. Katrín Jakobsdóttir sagði fyrir kosningar að hún væri til í þjóðaratkvæðagreiðslu með tveimur spurningum: Hvort halda ætti viðræðum áfram og hvort ganga ætti í Evrópusambandið.

Þá nefnir Þorgerður Katrín menntamál og umhverfismál án frekari tilgreiningar.

Munur á Vinstri grænum og Viðreisn

Vinstri grænir hafa íhaldssamari stefnu í landbúnaðarmálum en hinir flokkarnir fjórir.

Þorgerður Katrín nefnir ekki skattamál í upptalningu sinni. Skattastefna Vinstri grænna er önnur en skattastefna Viðreisnar og er líklegt að Viðreisn leggi meiri áherslu á að skapa fyrirtækjum hagfellt rekstrarumhverfi en VG. Bæði Viðreisn og Björt framtíð hafa viljað einfalda skattkerfið. 

Viðreisn vill að „beitt verði markaðslausnum við þjónustu við borgarana“, en VG hefur þveröfuga stefnu í heilbrigðismálum: „Félagslegur rekstur heilbrigðisþjónustunnar er grundvallaratriði. Einkarekstur í ágóðaskyni á ekki heima í velferðarþjónustunni.“

Viðreisn hefur endurtekið þau skilaboð að „málefnin ráði för“.

Píratar eru tilbúnir

Bæði Samfylking, með þrjá þingmenn, og Píratar með 10 þingmenn, styðja fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri yfir miðju. Smári McCarthy, þingmaður úr Suðurkjördæmi, bauð Pírata í ríkisstjórn í morgun og sagði Pírata hvorki ófyrirjsjáanlega né spila skítuga pólitíska leiki. „Píratar hafa aldrei sagst ekki tilbúin til að taka þátt í ríkisstjórn. Við buðumst á sínum tíma til að verja minnihlutastjórn, sem tilraun til að einfalda stöðuna. Meðan við stöndum við það boð, þá erum við opin fyrir mjög mörgu. Það er engin ástæða til að óttast Pírata. Við erum hvorki ófyrirsjáanleg né spilum við skítuga pólitíska leiki ─ það eru aðrir sem sjá um slíkt.“

Því virðist sem allir flokkarnir fimm séu að gefa til kynna vilja til að starfa saman í ríkisstjórn sem myndi einungis undanskilja Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Slík ríkisstjórn hefði 34 þingmenn á móti 29 þingmönnum.

Katrín fundar með formönnum flokkanna í dag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, munu mæta saman á fund Katrínar eins og til Bjarna Benediktssonar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár