Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Viðræðunum slitið: Engin ný hægri stjórn

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vildi ekki mark­aðs­leið í sjáv­ar­út­vegi og við­ræð­um við Við­reisn og Bjarta fram­tíð var slit­ið.

Viðræðunum slitið: Engin ný hægri stjórn

Viðræðum um nýja hægri stjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hefur nú verið slitið. Líklegt er að stjórnarmyndunarumboðið færist nú til Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG.

Boðað hefur verið til fundar á Bessastöðum klukkan fimm í dag, þar sem Bjarni Benediktsson hittir Guðna Th. Jóhannesson forseta. 

Óttarr útskýrir á Facebook að Björt framtíð hafi staðið fast á prinsipum í viðræðunum.

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segir á Facebooksíðu sinni að Bjarni Benediktsson hafi slitið viðræðunum: „Stjórnarmyndunarviðræðum DAC var slitið af Bjarna Benediktssyni fyrr í dag. Við fórum í þessar viðræður bjartsýn og með áherslu á ákveðin málefni. Því miður reyndist bilið, sérstaklega í sjávarútvegsmálum, óbrúanlegt að sinni.“

Bjarni vill breiðari skírskotun

Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðismanna kemur ekki fram hvar ágreiningurinn lægi: „Fundir flokkanna að undanförnu hafa leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslumun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum,“ segir þar.

Haft er eftir Bjarna í fréttatilkynningunni að málefnagrunnurinn hafi ekki staðist. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið.  Margt segir mér að aðstæður kalli á  ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið. Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum.“

Vildu raða í ráðherraembætti

Samkvæmt fréttum Kjarnans og DV stóð Sjálfstæðisflokkurinn gegn því að bjóða upp aflaheimildir á markaði, eða svokallaðri uppboðsleið. Bæði Viðreisn og Björt framtíð höfðu á stefnuskrá sinni að fara markaðsleið með fiskveiðistjórnunarkerfið.

Þá kemur fram hjá DV að Sjálfstæðisflokkurinn hafi strax viljað raða í ráðherraembætti.

Björt Ólafsdóttir sagði í samtali við Stundina í gærkvöldi að ótímabært væri að ræða ráðherraembætti.

„Það er ekki komið á það stig. Það er ekki tímabært að ræða fyrr en öll málefni eru „in the clear“. Og við erum ekki komin þangað. Ég veit ekki einu sinni hvort ég vilji verða ráðherra. Við erum lítill þingflokkur. Kannski væri Óttarr bara mjög góður forseti þingsins. Eða hvað. Þetta er bara svo ótímabært hjá okkur.“ 

Sjávarútvegsmálin stóðu í veginum

„Tekið verði upp markaðstengt auðlindagjald í sjávarútvegi. Íslendingar beiti sér af afli gegn mengun hafsins varðandi þrávirk efni og aðra mengunarvalda,“ segir í stefnu Viðreisnar.

Björt framtíð styður einnig markaðsleið. „Við viljum byggja á aflamarkskerfi, en nýta markaðinn til að greinin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgengið að miðunum. Um leið geta nýir aðilar haslað sér völl án þess að kaupa veiðiheimildir af öðrum í greininni, í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ.“

Sjálfstæðisflokkur viðheldur kvótakerfinu

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andvígur uppboðsleiðinni og vill að núverandi eigendur kvótans haldi honum, nema þeir kjósi að áframselja hann. Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, nýkjörni þingmaðurinn Teitur Björn Einarsson, er einn meðlima málefnahóps Sjálfstæðisflokksins í viðræðunum. Hann skrifaði meðal annars grein í ágúst þar sem hann gagnrýndi uppboðsleiðina út frá því að hún gæti raskað byggð í landinu. 

Í stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins er skýrt kveðið á um að núverandi kvótakerfi verði viðhaldið. 

„Tryggja þarf stöðugleika í rekstrarumhverfi íslensks sjávarútvegs á grundvelli núgildandi aflamarkskerfis svo greinin haldi áfram að vaxa á grundvelli sjálfbærrar nýtingar fiskistofna. Í skjóli öflugs sjávarútvegs vex nýsköpun og vöruþróun. Grundvöllur arðsemi sjávarútvegs mun byggja á samþættingu veiða, vinnslu og markaðar. Góðar samgöngur innanlands og milli landa eru forsenda þess að tryggja gæði og afhendingaröryggi sjávarafurða“.

Fleiri ríkisstjórnir í boði

Vinstri grænir gætu myndað tvær fimm flokka ríkisstjórnir án Sjálfstæðisflokksins, annars vegar með Viðreisn, og hins vegar Framsóknarflokki. 

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur hins vegar lýst því yfir að hann vilji ekki „Píratabandalag“. 

Stjórn með Framsókn: VG (10)+Píratar (10)+Framsókn (8)+Björt framtíð (4) og Samfylking (3): 35 þingmenn

Stjórn með Viðreisn: VG (10)+Píratar (10)+Viðreisn (7)+Björt framtíð (4) og Samfylking (3): 34 þingmenn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár